Vikan


Vikan - 16.12.1948, Side 26

Vikan - 16.12.1948, Side 26
26 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 Nýstárlegur leikvöllur á Suðureyri í Súgandafirði Ritstjóri Vikunnar var þrjá sólar- hringa í Súgandafirði í sumar. Þar var gaman að koma, einsog víðast hvar á Vestfjörðum. Það er fallegt í firðinum, þó að hann sé þröngur, og í dalnum handan við Spilli, þar sem prestssetrið Staður er, blasir mikil fegurð við augum í góðu veðri. Þang- að var verið að gera veg í sum- ar frá Suðureyri og er það hið mesta þarfaverk, því að undirlendi til rækt- unar er lítið í firðinum sjálfum, en mikið í dalnum. Það var lika verið að vinna að myndarlegri bryggju, sem jafnframt er öldubrjótur og verður mikil bót fyrir Súgfirðinga, en þeir eru miklir sjósóknarar. Aðalsteinn Hallsson er skólastjóri í Súgandafirði og nýkominn þangað. Áður hafði hann getið sér ágætan orðstír sem kennari í Reykjanesi og Bolungarvík. Hann er þaulreyndur fimleikakennari og mikill áhugamað- ur á því sviði. Hann sýndi mér módel að nýstárlegum leikvelli, sem hann var með í skólahúsinu og hafði sjálfur smíðað og ætlar hann sér að vinna að því, að honum verði kom- ið upp á Suðureyri. Jarðýta var að undirbúa leikvallarstæðið, en það er fyrir framan skólastjórabústað- inn, milli fjörunnar og aðalgötu þorpsins. Sagði Aðalsteinn áhuga forráðamanna staðarins mikinn á (Ljósm.: Vikan) þessu máli, svo að búast má fullkom- lega við, að þessi þarfa hugsjón komist þar í framkvæmd. Aðalsteinn kom síðan með módel- ið suður og sýndi það fræðslumála- stjóra, íþróttafulltrúa, umsjónar- manni leikvalla og blaðamönnum í Austurbæjarskólanum. Var ekki annað að sjá og heyra en allir væru hrifnir af því. I stuttu máli sagt vakir það fyrir Aðalsteini að sam- eina leiki barnanna og leikfimi á vellinum og gera hann þannig úr garði, að börnin vilji helzt ekki annarsstaðar vera, þegar þau eru ekki heima eða í skólanum. Á þessu sést, hve hugmyndin er óskaplega mikils virði og á hún sannarlega skilið hinn fullkomnasta stuðning á- hrifamanna og almennings. Aðalsteinn skólastjóri Hallsson er fæddur 11. febrúar 1903 á Koreks- stöðum í Hjaltastaðaþinghá á Héraði, sonur Halls Björnssonar hreppstjóra og Þórunnar Björnsdótt- ur, frá Dölum í Fáskrúðsfirði. Aðal- steinn gekk fyrst í alþýðuskólann á Eiðum. Hanp lauk prófi í Kennara- skólanum 1928, fór um haustið til Kaupmannahafnar og í Statens Gymnastik Institut og tók þaðan próf 1929. Þá um haustið hóf hann kennslu í heilsufræði og fimleikum í Kennaraskólanum og barnaskóla Reykjavíkur. Kenndi í mörg ár við Austurbæjarbarnaskólann. Vár þrjú ár kennari við héraðsskólann í Reykjanesi við Isafjarðardjúp og tók við skólastjórastarfi á Suðureyri við Súgandafjörð- haustið 1947. A Leikvelli Aðalsteins Hallssonar verða tæki, sem ætluð eru til að sam- eina leik og leikfimi: rennibrautir, grindur, kista, hestur, slár, rólur sand- kassar og sölt, bátur og ef til vill bill og flugvél. Orðsending til Húsráðenda og húsmæðra frá Brunabótafélagi Islands Farið variega með eldinn. Jólatré eru bráðeldfim. Ef kviknar í jólatré þá kæfið eldinn með því að breiða yfir hann. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. Forðist að leggja heimili yðar í rústir og að breyta gleði í sorg! Gleðiieg jól! farsælt komandi ár! Brunabótafélag Islands í í V V V 4 4 * V $ * V 4 9 * V V 9 9 V 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 í 9 4 *♦; * I 9 9 A^ ^Áff ViT vN’ if 4 ír': Hefi ávalt f jölbreytt úrval af allskonar tœkifœrisgjöfu m Ennfremur ýmsar góðar og þarflegar jólagjcifir Gottsveinn Oddsson úrsmiður. Laugavegi 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. * ! 4 4 i 9 v 9 8 9 9 9 9 9 9 9 4 4 4 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 'í*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>» Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.