Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 30

Vikan - 16.12.1948, Síða 30
30 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 FELUMYND Hvar er stjórnandinn ? Villinautið Framhald af bls. 19. ég heldur! Hann hafði blátt áfram lent í trénu, þegar hann féll niður aftur.“ ,,Já, nú skil ég!“ „Mikið var! Jæja, ég gerði upp snör- una mína og batt annan endann rammlega við greinina. Snaran var úr ósútuðu leðri af beztu tegund og ætluð til þess að þola margra smálesta þunga. Ég hnýtti lykkju á hinn endann á snörunni og renndi henni niður með stofninum til þess að mæla hvað hún næði langt. Hún náði rösk 20 fet, eða um það bil hálfa leið til jarðar. Að svo búnu hlóð ég tvíhleypuna mína með tvöföldum skammti. Og nú fyrst var ég ánægður. Ég sagði við sjálfan mig: ,,Nú má graddi hugsa hvað hann vill. Nú er ég búinn að mæta djöfsa.“ En þið vitið kannske ekki að ævinlega kemur það á daginn, sem menn óttast mest. O, það held ég nú, maður! Ég fylgdi hreyfingum blótneytisins í ótta- blöndnum æsingi, sem sá einn getur skilið, er reynt hefur eitthvað svipað og fundið kaldar kjúkur dauðans þjarma að hálsi sér, ef ég mætti svo segja. Og hvað haldið þið að ég hafi lesið út úr glyrn- unum á illtrýninu, þegar hann rang- hvolfdi þeim upp á mig? Það birtist mér eins og leiftur, og „bili taugar þínar nú,“ — sagði ég við sjálfan mig — „þá sérð þú ekki framar sól né dag.“ Það kom sem sé á daginn, sem ég hafði óttazt mest, og þið eruð væntanlega farnir að renna grun í hvað var. Tarfur- inn bjóst nú til að klifra urpj> trjástofn- inn.“. „Bjóst tarfurinn til . . . ?“ „Nú, hver annar?“ „Ekki geta naut þó klifrað í trjám.“ „Ekki það? Jæja, karlinn! Ætli þéi vitið það mikið betur en ég, — hafið þér nokkurn tíma séð þau reyna það?“ „Nei! Ekki einu sinni í draumi.“ „Hvað eruð þér þá að þenja yður? Er það sönnun þess að eitthvað sé ófram- kvæmanlegt, að þér hafið aldrei séð það sjálfur ?“ „Nei, mikil ósköp! Og hvernig fór svo ?“ „Boli tók skarpan sprett svona tíu— tólf fet, þá var honum fótaskortur, svo hann rann niður aftur. En ekki var hann fyrr kominn niður en hann byrjaði á nýjan leik, og í þetta skipti fór hann að öllu rólega og virtist reikna nákvæmlega út hvert spor. Alltaf kom skrýmslið hærra og hærra og jafnframt seig hug- rekki mitt dýpra og dýpra. Hann kom með tunguna lafandi langt út úr kjaft- inum og það glórði í glyrnurnar í hausn- um á honum eins og rauðglóandi kol. Og rétt í þessum svifum setti ófreskjan eina klaufina á sér á grein rétt fyrir neðan mig og starblíndi á mig, rétt eins og hún vildi segja: „öh, böh, ætli það verði ekki ég, sem veiði þig!“ O — já — já, jafnt og stöðugt mjakaðist tarfur- inn upp á við og varð sýnilega því tryllt- ari, sem hann kom nær mér. Loks voru ekki nema 10 fet á milli okkar. Þá herti ég upp hugann, dró and- ann djúpt og sagði við sjálfan mig: „Nú eða aldrei!“ Ég hélt á snörunni upp- gerðri og renndi henni hægt og hægt niður þar til lykkjan var beint yfir hausnum á bola, þá lét ég lykkjuna falla snarlega yfir svírann á honum. Skjótur sem elding þreif ég svo tvíhleypuna og lét bolsa hafa þennan tvöfalda glaðning beint á granirnar. Loftið skalf af æðisgengnu öskri, — og þegar púðurreykurinn var rokinn frá, sá ég hvar tarfurinn dinglaði í snörunni um það bil 20 fet frá jörðu, og um allan skrokk hans fóru hrikalegir kippir. Ég gat ekki einu sinni kastað tölu á kippina, svo ótt gengu þeir, — gaf mér raunar heldur ekki tíma til þess, því að ég svona frekar flýtti mér niður úr trénu og greikkaði sporið heim á leið.“ „Bemis,“ sagði ég, „er nú þetta allt saman hreinn og heilagur sannleikur?" Enska kvikmyndaleikkonan Jean Simmons. „Þér megið kaila mig kvikindi og tíkar- son, ef ekki er hvert orð satt.“ „Það er náttúrulega gott og blessað út af fyrir sig, — en ekki væri nú verra að fá einhverjar . . . svolitlar . . . sann- anir — ha?“ „Sannanir? . . . Kom ég með snöruna aftur?“ „Nei — nei.“ „Eða hestinn?“ „Ónei.“ „Og hafið þér nokkurn tíma séð tudd- ann aftur?“ „Nei, ónei.“ „Hvaða sannanir vantar yður þá eigin- lega? Skárri er það nú heimtufrekjan út af hreinustu smámunum!" FELUMYND Eftir hverjum eru ungu stúlkurnar að bíða? Læknisævi. Ingólfur Gíslason læknir er þjóðkunnur vegna fjörlegra fyrirlestra, sem hann hefur flutt í út- varp á undanförnum árum. Hann hefur nú skrifað ævisögu sina, mikla bók, hátt á þriðja hundruð blaðsiður í stóru broti, en útgefandi er Bókfellsútgáfan h.f. 1 bókinni eru margar mynd- ir frá ýmsum tímum. Þessi bók mun verða mikið lesin, því að Islendingar hafa löngum haft gaman af fróðlegum og skemmtilegum ævisögum og Ingólfur læknir kemur víða við í sögu sinni. Islenzkar kvenhetjur. Safnað hefur verið saman I bók erindum, sem Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá hefur flutt í útvarp og greinum, er hún hefur ritað í blöð og er sumt aukið en annað óbreytt, og heitir bókin Islenzkar kvenhetjur og mun bæði körlum og konum þykja gaman að lesa hana og hollur fróðleikur í henni. Fyrirsagnir kaflanna eru: Jakobína Jensdóttir Stær, Dýrleif Einarsdóttir, 1 sjúkrahúsi, Stefanía Stefánsdóttir, Frú Björg Einarsdóttir, Herleiðing, María í Lundi, Amma mín, Móðir mín, Lítil kvenhetja, Bókarlok. Landnám í Skaftafellsþingi. Skaftfellingafélagið hefur gefið út H. bindi Skaftfellingarita. Er það Landnám I Skaftafells- þingi, eftir Einar Ól. Sveinsson og skiptist ritið í þessa höfuðkafla: Papar, Koma norrænna manna, Landnámin, Hvaðan koma landnemarn- ir; Heiðni, Þingsetning. Auk þess er formáli og athugasemdir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.