Vikan


Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 36

Vikan - 16.12.1948, Blaðsíða 36
36 JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1948 „Þér viljið þá kannske segja mér, hver hún er.“ Lögreglufulltrúinn nuddaði hökuna hugsandi stundarkorn án þess að segja nokkuð. ,,Frú mín góð,“ sagði hann að lokum, „á- stæðan er mjög einföld. Umrædd kona fannst dauð í klefa sínum í morgun.“ ,,Dauð!“ sagði Katrn og tók andköf. „Hvað var það — hjartabilun ?“ „Nei,“ sagði lögreglufulltrúinn íhugulli, dreym- inni röddu. „Nei — hún var myrt.“ „Myrt!“ hrópaði Katrín. „Og væntanlega skiljið þér þá, hversvegna okkur er umhugað að fá allar þær upplýsingar, sem við getum fengið." „En herbergisþernan hennar hlýtur —“ „Herbergisþernan er horfin." „Jæja!“ Katrín þagnaði og reyndi að átta sig. „Og af því að lestarþjónninn hafði séð yður tala við hana í klefa hennar, sagði hann að sjálfsögðu lögreglunni frá því, og þessvegna héldum við yður eftii*, frú, ef ske kynni, að við gætum fengið einhverjar upplýsingar hjá yður.“ „Mér þykir það leitt,“ sagði Katrín. „Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir." „Hún heitir Kettering. Það sáum við á vega- bréfi hennar og á merkispjöldum á farangr- inum. Ef við •—“ Það var barið á klefadyrnar. Lögreglufull- trúinn hleypti brúnum. Hann opnaði hurðina lítið eitt. „Hvað gengur á?“ spurði hann höstugur. „Ég vil ekki láta ónáða mig.“ Egglaga höfuð borðfélaga Katrínar frá kvöld- inu áður birtist í gættinni. Breitt bros var á andlitinu. „Nafn mitt,“ sagði hann, „er Hercule Poirot." „Ekki þó, ekki þó,“ stamaði lögreglufulltrú- inn „Hercule Poirot, hinn alkunni —“ „Sá er maðurinn," sagði Poirot. „Ég minnist þess að hafa hitt yður einu sinni, Caux, í Sureté í París, þó að þér séuð sjálfsagt búinn að gleyma þvi.“ „Nei, ég held nú ekki, ég held nú ekki,“ sagði lögreglufulltrúinn hjartanlega. „En í öllum bænum gjörið þér svo vel að koma inn fyrir. Þér vitið um þetta •—“ „Já, ég veit um það,“ sagði Hercule Poirot. ,,Ég kom til að vita, hvort ég gæti orðið að nokkru liði.“ „Það er okkur mikill heiður," sagði lögreglu- fulltrúinn. „Má ég kynna ykkur — Poirot —“ hann leit á vegabréfið, sem hann hélt enn á í hendinni — „og frú — ungfrú Grey.“ Poirot brosti til Katrinar. „Það er undarlegt,“ sagði hann, „að orð min skyldu rætast svona fljótt.“ „Ungfrúin getur því miður gefið okkur mjög litlar upplýsingar," sagði lögreglufulltrúinn. Poirot kinkaði kolli. „En hún talaði við yður, var það ekki?“ spurði hann góðlátlega. „Þér mynduðuð yður skoðun um hana — er ekki svo?“ ,,Já,“ sagði Katrín hugsandi. „Það býst ég við, að ég hafi gert.“ „Og skoðun yðar var —“ „Já, ungfrú," greip lögreglufulltrúinn fram í, „segið okkur í öllum bænum frá skoðun yðar.“ Katrín velti málinu fyrir sér stundarkorn. Henni fannst að sumu leyti sem hún væri að bregðast trausti, en með óminn í eyrum af jafn óhugnanlegu orði og ,,morð“, þorði hún ekki að þegja yfir neinu. Það gat verið of mikið í húfi til þess að slíkt væri óhætt. Hún endurtók því, að svo miklu leyti sem hún gat, allt samtal sitt við hina látnu konu. „Þetta er mjög athyglisvert,“ sagði lögreglu- fulltrúinn og leit 4 Poirot. „Það er mjög athyglisvert, Poirot, en hvort það er í nokkru sambandi við morðið —“ Hann lauk ekki við setninguna. „Ekki vænti ég, að um sjálfsmorð geti verið að ræða?“ spurði Katrin. „Nei,“ sagði lögreglufulltrúinn, „það getur ekki hafa verið um sjálfsmörð. Hún var kyrkt í langri, svartri snúru.“ „Nú!“ Katrín skalf. Caux breiddi út lófana i afsökunarskyni. „Það er ekki fallegt — nei. Ég er hræddur um, að lestarræningjar okkar séu fólskulegri en í landi yðar.“ „Það er hræðilegt." „Já, já —“ hanp var fullur afsökunar og um- hyggju — „en þér eruð kjarkmiklar, imgfrú. Ég sagði við sjálfan mig undir eins og ég sá yður: „ungfrúin er kjarkmanneskja." Þessvegna ætla ég að biðja yður að gera dálítið meira — dálítið, sem er leiðinlegt, en vissulega nauðsyn- legt.“ Katrín leit á hann kvíðaíull. Hann breiddi út lófana afsakandi. „Ég ætla að biðja yður, ungfrú, að vera svo góð, að koma með mér inn í næsta klefa.“ „Verð ég að gera það?“ spurði Katrín lágri röddu. „Einhver verður að votta, hver hún er,“ sagði lögreglufulltrúinn, „og úr því að herbergis- þernan er horfin" — hann hóstaði íbygginn — „virðist svo sem þér hafið mest haft af henni að segja síðan hún kom upp í lestina." „Jæja,“ sagði Katrín róleg; „ef það er nauð- synlegt —“ Hún stóð upp. Poirot leit á hana viðurkenn- ingaraugum. „Ungfrúin er skynsöm," sagði hann. „Má ég koma með ykkur, Caux?“ „Með ánægju, kæri Poirot." Þau fóru fram í ganginn, og Caux opnaði hurðina á klefa látnu konunnar. Gluggatjöldin hinum megin höfðu verið dregin upp til hálfs til að hleypa inn birtu. Látna konan lá á bekkn- um til vinstri í svo náttúrulegri stellingu, að ætla mátti að hún svæfi. Sængin var breidd ofan á 'hana og andlitið sneri upp að veggnum og rautt, hrokkið hárið blasti við. Caux lagði gætilega aðra höndina á öxl hennar og sneri höfðinu þannig að andlitið kom í Ijós. Katrín hörfaði litið eitt aftur á bak og kreppti fast hnefana. Andlitið var næstum óþekkjanlegt af völdum áverka. „Hvenær skyldi þetta hafa verið gert?“ spurði Poirot. „Áður eða eftir að hún dó?“ „Læknirinn segir, að það hafi verið gert eftir að hún dó,“ sagði Caux. „Það er undarlegt," sagði Poirot og dró í brúnirnar. Hann sneri sér að Katrinu. „Verið hughraustar, ungfrú; horfið vandlega á hana. Þér eruð viss um, að þetta sé konan, sem þér töluðuð við i lestinni í gær?“ Katrín hafði sterkar taugar. Hún herti sig upp og horfði lengi og alvarlega á skaddað andlitið. Svo hallaði hún sér áfram og tók upp hönd konunnar. „Ég er alveg viss,“ sagði hún að lokum. „Andlitið er svo skaddað, að það er óþekkjan- legt, en hárið er eins, og svo tók ég eftir þessu“ — hún benti á lítinn fæðingablett á úlnlið líks- ins — „meðan ég var að tala við hana.“ „Ágætt," sagði Poirot í viðurkenningarrómi. „Þér eruð ágætt vitni, ungfrú." „Það er þá enginn vafi hver hún er, en það er undarlegt eigi að síður." Hann horfði á likið og hnyklaði brúnirnar. Caux yppti öxlum. „Morðinginn hefur sjálfsagt misst stjórn á sér af heift,“ sagði hann. „Ef hún hefði verið slegin niður, hefði það verið skiljanlegt," sagði Poirot, „en maðurinn, sem kyrkti hana, læddist aftan að henni og kom henni að óvöru. Ekkert hefur heyrzt í henni nema ofurlítið korr, og á eftir — þetta ægilega högg. En hversvegna? Gerði hann sér von um, að ef andlitið yrði óþekkjanlegt, kæmist kannske ekki upp, hver hún væri? Eða hataði hann hana svo mikið, að hann gat ekki stillt sig um að berja hana eftir að hún var dáin?“ Það fór hrollur um Katrínu og hann leit hug- hreystandi á hana. „Þér megið ekki láta þetta fá á yður, ung- frú,“ sagði hann. „Þetta er allt nýtt og hræði- legt fyrir yður. En fyrir mig er það því miður gömul saga. Bíðið augnablik bæði.“ Þau stóðu við hurðina og horfðu á hann ganga hringinn I kring í klefanum. Hann virti fyrir sér föt látnu konunnar snyrtilega samanbrotin til fóta á bekknum, stóru loðskinnskápuna, sem hékk á snaga og lítinn rauðan hatt, sem lá uppi í töskunctinu. Svo fór hann inn í klefann við hliðina, þar sem Katrín hafði séð herbergis- þernuna sitja. Þar hafði ekki verið gengið frá rúmfötunum. Þrjú eða fjögur teppi lágu í hrúgu á bekknum; hattaskja var þar og tvær aðrar töskur. Hann sneri sér allt í einu að Katrínu. „Þér voruð hér inni í gær,“ sagði hann. „Sjáið þér nokkra breytingu, nokkuð sem vantar?" Katrín leit vandlega í kringum sig í báðum klefunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.