Vikan


Vikan - 16.12.1948, Qupperneq 44

Vikan - 16.12.1948, Qupperneq 44
44 JÓLABLAÐ VTKUNNAR 1948 fólk í Grímsey, og þegar gigtin verður honum of þungbær, og hann hefur ekkert ákavíti til að drekkja henni í, þá fer hann í rúmið og reynir að sofa hana úr sér. Það var merkilegt að sjá, hvað þe'ssi lítilfjörlegi timburskúr var einstaklega hreinn og þrifalegur, þó að fátt væri um innanstokksmuni. Engin kona hefði getað haft hann hreinni. Á borði við rúmið hans, sem var nærri fimm feta langt tré- rúm, var búnki af tímaritsheftum, sem gefin eru út af hinni íslenzku deild Rutherfordhreyfingarinnar. (Þaðan hefur hann að líkindum áhugann á Englandi). Svo virtist sem þetta væri einasta lesning hans, því að engar bækur voru neins staðar sjáanlegar. 31. maí. Dýrlegur sólskinsdagur. Sjór- inn glitrar af miljónum gimsteina. Máv- arnir á klettunum virðast eins og glans- andi hvítir snjódílar. Ég horfði á, þegar kýr J. var látin út í fyrsta sinn með kálf- inum sínum eftir hið langa vetrar-fang- elsi. Hún eigraði um hálf rugluð, eins og hún gæti varla áttað sig á þessu skyndi- lega frelsi. Um kvöldið, þegar hann ætlaði að láta hana inn í fjósið í kjallara íbúðar- hússins, vildi hún hvergi fara, og hann átti í mestu vandræðum með hana, kjallarinn hrundi að nokkru leyti og skemmdist í viðureigninni. 1. júní. Kaldara. Hvassviðri. Fjöllin á strandlengjunni hulin þoku. Þetta gefur nokkra hugmynd um, hversu Grímsey hlýtur að vera afskekkt og einmana í haf- inu vetrarmánuðina. I morgun voru karlmennirnir að safna rekaviði í fjörunum. Þeir ætla að nota hann í girðingar. Eins og annars staðar á íslandi hefur hver bóndi rekarétt á vissu svæði á strandlengjunni. J. á langar rekafjörur, og nú er búið að flytja heim til hans meira af viði en hann getui notað. Fróðlegt væri að vita, hvaðan allur þessi rekaviður kemur, og hvaða ævintýri eða kannski sorgarsögur eru bundnar við hverja spýtu. Smástrákarnir í Grímsey líkja eftir eldri mönnunum. Þeir eru allir að leika sér að því að safna eggjum, — þeir síga í kaðalspottum niður lágan klett á sunnanverðri eynni. Auðvitað er V. með þeim, en móðir hans virðist ekki óttast um hann að óþörfu. Víst er um það, að börnin eru alin upp við mikið frjálsræði á íslandi. 2. júní. Kaldur rigningardagur. Ei- ríkur, Stefán og einn maður enn hjálpuðu J. til að setja upp gaddavírsgirðinguna. Þeir voru undra fljótir að því, og nú er land hans á eynni jafn vel varið og hjá hverjum enskum gósseiganda, sem vera skal. Þetta eykur heyfenginn hjá honum, því að áður komu alltaf margar kindur óboðnar inn á túnið og bitu það. í morgun, þegar ég var að sækja vatnið (en vatnsbólið er um það bil mílufjórð- ung í burtu), var ég svo óheppinn að missa fötuna ofan í brunninn, sem er sjö eða átta feta djúpur. Engin leið virtist að ná henni upp úr, og ég örvænti um að það væri hægt, en M. settist við brunn- inn með fiskilínu og öngul og sýndi þá einstöku þolinmæði að sitja þar heila klukkustund, og að lokum náði hann föt- unni upp. 4- júní. J. gaf mér körfu með hér um bil 200 teistueggjum og öðrum sjófugla- eggjum í „kaup“ fyrir það, sem ég hef unnið fyrir hann. Ég ætla að fara með þau til Reykjavíkur, ef ég get komið þeim án þess að brjóta þau, og gefa þau vinum mínum þar. Af því að þetta var síðasti dagurinn minn, gaf B. mér indælar pönnukökur um hádegið. Eggin eru áreiðanlega góð í pönnukökur. Nú sést Drangur við sjóndeildarhring- inn, og ég verð enn að búa mig undir sjóveiki í tólf klukkustundir á leiðinni til Akureyrar. Vertu sæl, Grímsey. Ekki vildi ég dvelja lengi hér, -— jafnvel þótt allar laglegu dæt- urnar hans Óla séu teknar með í reikn- inginn, — en hálfsmánaðar dvöl var mjög skemmtileg. Íiemtskfatahreínsun og titun * 34 1300 Sœkjum - Sendum Síðastliðið sumar voru teknar í notkun, hjá okkur, nýjar hreinsunarvélar af fullkomnustu gerð. Vélar þessar eru framleiddar í Ameríku, og hafa til að bera allar beztu tæknilegar nýjungar, sem komið hafa fram á þessu sviði. En ekki er allt fengið með því, vélarnar einar geta ekki unnið verkið fullkomlega, þar verður manns- höndin einnig að vera að verki. Hjá okkur starfar þaulvant starfsfólk, sem unnið hefir við sín sérstörf árum saman, og hefir því öðlazt þá reynslu, sem til þarf, til þess að geta ásamt vél- unum skilað beztum fáanlegum árangri. Sendið okk- ur því fatnað yðar og annað til hreinsunar og við munum kappkosta, eins og hingað til, að gera yður ánægða. Nýtízku hreinsunarvél.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.