Vikan


Vikan - 27.01.1949, Qupperneq 5

Vikan - 27.01.1949, Qupperneq 5
VTKAN, nr. 4, 1949 f 5 Framhaldssaga: * MBeiskwr drykkur — EBI Ástasaga eftir Anne Duffield Annetta spratt á fætur, brosti feimnislega til Celíu og hljóp af staS. „Hún er að minnsta kosti ekki fýlulynd," hugs- aði Celía. „Þetta er undarleg stúlka." Komið var með bollana og hellti Celía í þá handa nýkomnu mönnunum. Alec Mackenzie sagði skömmu seinna, meðan hann drakk te sitt: „Jæja, hvernig lízt yður svo á eyjuna?" „Ég hefi ekki verið hérna nema í tæpar tíu klukkustundir," sagði hún hvasst, „en ef öll dvöl mín verður eins yndisleg og þessar tíu stundir hafa verið, er ég sammála Carruthers, að þetta sé alveg einstakur staður.“ „Já, það er hann líka,“ viðurkenndi hann. Celía hafði brennandi löngun til að ásaka hann fyrir tal hans um eyjuna kvöldið áður, en hún vissi, að það mátti hún ekki gera sér á heimili Olgu. Hann rétti henni rólegur bollann til að fá hann fylltan aftur. „Þér virðist undrandi yfir að sjá mig hér,“ sagði hann, þegar hún rétti honum bollann aftur. „En við erum að taka vatn og förum ekki fyrr en snemma i fyrramálið." „Ég vissi ekki að þér þekktuð frú Eranson," svaraði hún, „það sögðuð þér mér aldrei.“ . „Það var ekkert tækifæri til þess,“ svaraði hann, og það var ekki rangt hjá honum. Hann hafði aldrei haft tækifæri til að tala að ráði við Celíu eftir að hann kom í káetuna til henn- ar, því að hann hafði beinlínis forðazt hana. Þau höfðu aðeins heilsazt, þegar þau mættust, þer til síðasta kvöldið. „Það er satt,“ viðurkenndi hún. „En þó — „Ég vissi ekki, að við ættum að taka vatn í dag. Annars hefði skipið haldið beint áfram og þá hefði ég ekki hitt yður aftur. Var það því nokkur nauðsyn fyrir mig, að segja yður að Mayley-fólkið og Lancing væru gamlir vir.ir minir? Þér hefðuð ekki haft neitt gaman af að vita það." „Nei, auðvitað ekki.“ Celía vissi ekki hverju hún átti að svara og fannst sem sér hefði verið veittar ákúrur. Þessi Skoti var alveg óþolandi ruddalegur. „Ég hefi þekkt þau öll x fjölda ára,“ hélt hann svo áfram örlítið vingjarnlegar, eins og hann væri að tala við barn.og varð það til að skaprauna Celíu ennþá meir. „Faðir minn var heilsulítill og fór hingað til Blanque til að hvíla sig, þegar ég var drengur. Var ég hér i nokkur ár, því að foi-eldrar mínir vildu ekki láta mig frá sér, og gekk ég í skóla með Lance. Vinátta okkar hefir svo haldizt síðan.“ „Já, einmitt það —," sagði Celía. Læknirinn sixeri sér að svo mæltu að hinu fólk- inu og minnti svipur hans á kennara, sem lokið hefir að svara ieiðinlegum spurningum heimsks nemanda. Celía, hallaðí sér aftur í stól sínum og horfði á fólkið. Allri fjölskyldunni virtist þykja vænt um Alec Mackenzie og hann lét sem hann væri heima hjá sér. Hann var vafalaust góður vinur vinum sín- um, hreinskilinn, en nokkuð óþjáll. Hún horfði á hann með meiri athygli en áður. Hann hafði dregið stól sinn að hlið Lancing og var áberandi, hversu þessir tveir íx-.enn voru að öllu leyti andstæður. Það var enginn vafi á því, að Lance var fríðasti og myndarlegasti maður, sem Celía hafði nokkurn tíma séð. Mackenzie læknir var ekki síður eftirtektarverður maður, en á ákaflega ólíkan hátt. Andlit hans var hranalegt, hann var háv xxinn og þrekinn og nokkuð stórgerður. En hendur hans voru læknishendur, þrátt fyrir að þær væru stórar — fallega lagaðar, vel hirtar og með löng- um fingrum. Það var eitthvað fallegt og blitt við þessar liendur, — það varð Celía að viðurkenna fyrir sjálfri sér. En svo hætti hún að hugsa um Mackenzie lækni. Lancing hafði komið henni inn i samræðurnar, og varð hún alveg heilluð aftur af þessu glaðlega andliti og bláu augum. Laurelee tók burtu teið, þrjár vinkonur Olgu bættust í hópinn, því að þær voru forvitnar að sjá lagskonuna. Þjónn bar fram bakka með visky- glösum og ís. Konurnar töluðu sarnan hvellum rórni og gætti mjög hjá þeim hreimsins, sem þær höfðu lært af fóstrum sínum. Mjúk rödd Olgu varð ennþá fegurri og lét betur í eyrum við þennan saman- burð. Lancing var hrókur alls fagnaðar og stjórn- aði samræðunum. Hann talaði óvenju f jörlega og virtist jafnvel hafa ánægju af að tala um hvers- dagslegustu málefni. Þurrlegar athugasemdir Alec Mackenzie voru ætíð skýi-ar og skynsamlegar og höfuð svipuð áhrif og kaldar vatnsgusur, <g þó var eitthvað skemmtilegt við þær. Augu hennar beindust alltaf ósjálfrátt að Lan-' ce. Hún tók eftir, að hann réði jafnan samræðu- efninu án þess að hann reyndi nokkuð til þess sjálfur. Þrátt fyrir allt fjörið, var hann ekki þreytandi. Þar sem hann hallaði sér aftur í stóln- um með vindling á milli fingra sér, var hann letilegur, og þó hann talaði af ákafa, var rödd hans mjúk og bar þunglyndislegan blæ, sem vakti athygli Celíu. Hún sá einnig, að augu hans gátu orðið ósegjanlega blið, þegar hann hálfhuldi þau svörtunx augnhárunum og starði á einhvern lengi og með þunglyndislegu augnaráði. 1 þessum manni bjuggu miklar andstæður, — hann var hugrakkur og glaður x framkomu, en rödd hans og augu gáfu kannske stundum allt annað til kynna. Hvernig var Lance í raun og sannleika ? Þannig hugsaði Celia þar sem hún sat þarna, en fyrirvarð sig jafnframt fyrir að hugsa unx þennan ókunna marm, sem hana varðaði ekk- ert um. 1 sama bili sneri Lance sér við oð horfði á hana eins og hann hefði fundið augnaráð henn- ar hvíla á sér. Roði hljóp franx í kinnar hennar og hún reyndi að líta undan. Þá brosti Lancing, stóð upp af stól sínum og gékk yfir grasið, þangað sem hún sat. Dró hann stól að hlið hennar. „Ungfrú Latimer," sagði hann, „ég verð að segja yður liversu glaður ég er yfir að þér er- uð komnar til fræixku minnar. Þér hafið þegar á þessum fáu klukkustundum gjörbreytt heimil- iixu.“ Hún varð bæði vandræðaleg og glöð. Áður hafði hann hrifið hana með kæti sinni og ofsa- legri dirfsku, en nú sá hún að hann gat einnig verið vingjarnlegur og hægur i franxkomu. „Þetta er fallega sagt af yður," svaraði hún. „Ég hefi ennþá gert svo lítið hérna." Hann brosti. „Það er allt komið undir því, hvernig fólk er innrætt. Ég finn að góð stúlka, sem verður okk- ur öllum til blessunar, er komin til Sedrushliðar." Þau töluðust við xxm stund, en þá kallaði Olga á Lance. Gestirnir voru nú farnir og aðeins fjöl- skyldan og skozki læknirinn eftir. Annetta hafði komið sér fyrir á kodda við hlið Önnu frænku sinnar, sat hún "þar þögul og starði út yfir dimman garðinn. Celia velti því fyrir sér, hvað unga stúlkan gæti verið að hugsa og hvernig hún ætti að vinna vináttu þessa undar- lega barns. Enginn skipti sér af Annettu, allir virtust álíta hana of mikið barn til að taka þátt i alvarlegum samræðum. En þegar Olga skömmu seinna sagði, að tími væri kominn til að skipta um föt fyrir kvöldverðinn, togaði Lance Aixnettu upp af koddanum, lagði handlegginn um mitti hennar og sagði hlæjandi: „Jæja, alvörugefna stúlka, ertu orðin mállaus?" „Nei, Lance frændi!" svaraði hún brosandi. „Er hún ekki orðin falleg, Alec?" spurði Lance. „Henni hefur farið fram," sagði Alec Macken- zie, „hún er ekki lengur eins og háfættur kálf- ur, en þannig var hún, þegar ég sá hana seinast." „Þetta er hrós fyrir þig," sagði Lancing og horfði hlæjandi niður á ungu stúlkuna. „Þú ert hættulegur maður, Alec, þú gérir allar ungar stúlkur hálfvitlausar." Hann lagði höndina á ljóshært höfuð Annettu og ýfði hár hennar. „Glókolla litla," tautaði hann. Annette brosti til hans. Celxa, sem horfði bros- andi á þau, varð hverft við að heyra rödd Olgu. „Farðu upp og baðaðxx þig, Annetta," sagði hún. „Þú veizt, hvílíkan eilífðartíma þú ert alltaf að hafa fataskipti." Rödd Olgu var ekki lengur mjúk og var harka í henni. Annetta hrökk við. Húix varð rjóð í framan og svaraði: „Já, mamma." Hún smeigði sér úr faðnxi Lance og hljóp burtu. Celía var undrandi, — það hafði engin ástæða verið til að tala við barnið í þessum tón. En Olga brosti nú aftur og sagði venjulegunx rónxi: „Hún er alltaf jafn draumlynd, Alec. Ég má stundum beinlínis ýta við henni. Þú ættir ekki að segja henni, að hún sé lagleg, Lance." „Það hlýtur hún að sjá sjálf, þegar hún litur í spegilinn," svaraði hann. „Þvættingur. Hún er snotur stúlka. Það gerir æska hennar. En fegurð hennar mun ekki liald- ast og hár hennar nxun með tímanunx fá gráleit- an blæ. Ég vil ekki að hún ínxyndi sér, að hún sé einhver fegurðargyðja." „Þú hefur á réttu að standa," sagði Alec Mac- kenzie. Celia varð einnig að viðurkenna nxeð sjálfri sér, þegar hún var að klæða sig, að móðir An- nettu hafði haft rétt fyrir sér. Það var rangt að hæla stúlkunx á Annettu aldri. En þetta hafði henni ekki dottið í hug, þegar Lance hélt utan um Annettu og ýfði hár hennar. Henni hafði fundizt svo fallegt að horfa á þau. Olga var auðsýnilega samvizkusöixx móðir! Og Celia vildi ekki álasa henni fyrir þennan strang- leika, sem hún sýndi Annettu. Stúlkan hafði sennilega mjög gott af honum. Lancing og frænk- urnar spilltu stúlkunni vafalaust með dekri. Kvöldverður var borðaður klukkan átta. Mac- kenzie læknir og Mayley-systurnar borðuðu með þeim. Á stóra borðinu var ganxall og fallegur damaskdúkur með knipplingum í miðju og stinn- ar borðþerrur á diskunx. Á miðju borðinu etóð

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.