Vikan


Vikan - 12.05.1949, Síða 4

Vikan - 12.05.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 19,. 1949' ÉG BÍÐ OG MAM .... Smásaga eftir ÉG MAN ÞAÐ: Ég sagði henni, að ég elskaði hana og hún sagðist hafa elskað mig, en væri hætt því vegnaþess, að ég hefði aldrei kysst sig: því hvernig getur kona elskað ef hún er aldrei kysst? .... Myrkrið lá þétt upp að gluggarúðunum og reyndi að þrengja sér inn og yfirbuga ljósið, sem logaði á litla lampanum. Ef ég kyssi þig núna, hvað þá? spurði ég. Ekkert, sagði hún, því þú færð ekki að kyssa mig. — Og augu hennar urðu hörð og grimm. Ég sat við hlið hennar á legubekknum í herberginu hennar og þorði ekki að taka utanum hana, og samt var kvöld og stjörnur og myrkur fyrir utan. Þér þykir þá ekki væntum mig lengur? Nei, svaraði hún, ekki lengur. — Og þá fannst mér einsog hún hefði rifið hjarta mitt, sem tjlheyrði henpi, úr brjósti mér og mér sveið og ég grét svo tárin runnu niður vanga mína heit og sár. Ég innti hana aftur: Þú villt þá ekki elska mig lengur og þó veiztu ég elska þig? Þú ert leiðinlegur, hreytti hún útúr sér og bætti svo við um leið og hún leit á mig: Þú ert leiðinlegur, og þú grætur einsog stelpa. Og hún hló storkandi hæðnishlátri. Augu hennar, sem ég hafði alltaf séð feg- urð lífsins og ástarinnar speglast í, voru alltíeinu orðin dimm og eldheit af hatri og fyrirlitningu. Mig langaði til að syngja fyrir hana eitthvað fallegt ástarljóð svo hún gæti skilið, að ég elskaði hana af falslausu hjarta, en ég þorði það ekki. Ég vissi að þá myndi hún hlæja ennmeir. Svo hættu tárin að renna niður vanga mína og ég hvíslaði lágt: Einusinni um bjart sumarkvöld gengum við saman eftir troðningi í fellshlíð, sett- umst niður, og þú hélzt í hönd mína og þrýstir hana. Fuglarnir sungu og þú sagðir þér stæði ekki alveg á sama um mig .... Þetta var einusinni, sagði hún. Og þú kysstir mig ekki og eftir það stóð mér á sama um þig. Afhverju kysstirðu mig ekki? Allt var fagurt, sagði ég, og allt var svo hljótt, og ég elskaði þig svo heitt, og ég vildi ekki rjúfa kyrrðina og fegurðina. Svo stóðst þú upp og gekkst hratt á undan mér heimleiðis. Ég vissi þú varst reið, en ég vissi ekki hversvegna. Og eftir þetta gengum við aldrei saman á kvöldin. Þá grét ég stundum því ég fann svo mikið til í hjartanu, og það var vegna þín, Hugborg. Engin stúlka elskar ef hún er ekki kysst, sagði stúlkan, og ég draup höfði HALLA TEITS. hryggur og vonsvikinn. Hún hélt áfram: En gleymirðu ekki hinni? Hinni? Áttu við Húmvör? spurði ég. Já, Húmvör. Hvernig get ég elskað hana, þegar ég hef séð þig? Hún er líka veik og deyr líklega bráðum. Þú mátt ekki svíkja hana áðuren hún deyr, sagði hún. Og nóttin hélt áfram að vera dimm og myrkrið að reyna þrengja sér innum gluggann og yfirbuga ljósið . . ÉG SAT Á RÚMSTOKKNUM hjá Húmvör, hélt í hönd hennar og sagði: Blómin eru fölnuð og það er komið haust. Já, hvíslaði hún angurvært. Og á götum þyrlast lauf trjánna alla- vega lit, en þó ber mest á rauðbleikum lit. Já haustið er komið, sagði Húmvör og andvarpaði þungt. Það var þögn stutta stund, og ég vissi með sjálfum mér, að hún ætlaði að segja eitthvað, og ég renndi grun í, hvað það myndi verða. Svo sagði hún: Elskarðu mig ekki lengur af því ég er veik? Ég laut niðurað henni, horfði í augu hennar og reyndi að segja með hrein- skilni: Auðvitað elska ég þig ennþá, vina mín. Við ætlum að gifta okkur, þegar þér batn- ar. — Ég brosti og reyndi að látast glaður 1. Fyrir hvern 121 hermann í her Banda- = ríkjamanna er 1 læknir. En hvernig | er þessu háttað meðal óbreyttra borg- f ara þar í landi ? § 1 2. Hvenær var ölfusarbrú (hin eldri) | i smíðuð ? f 3. Hvenær var stofnaður kvennaskóli í | Rvík og hver veitti honum þá forstöðu ? i i 4. Hver er harka marmara? Í 5. Hver er kemiska formúlan fyrir mat- E | arsalti ? i i 6. Hvert er stærsta ríki í Evrópu? i 7. Hver er utanríkismálaráðherra Norð- ; E manna ? E 8. Hverrar þjóðar var tónskáldið Robert E Schumann og hvenær var hann uppi? i f 9. Eftir hvern er lagið „Valse triste" ? f 10. Eftir hvern er bókin „Keppinautar" ? f Sjá svör á bls. 14. og sæll, en ég mundi eftir Hugborgu og ást minni til hennar. Húmvör hló þegar ég sagði ,,gifta“. Það var hrollkaldur hlátur, sem smaug í gegnum merg og bein. Þá verð ég dáin, góði minn, sagði hún hægt og nístandi. Ég leit niður á tíglóttan gólfdúkinn og lést ekki hafa heyrt hvað hún sagði, því ég var sjálfur vissum, að hún sagði sann- leika . . Þá myndi hún verða dáin. . . . Ég sagði: Þú átt ekki aðeins eftir að lifa þetta fallega haust, heldurog mörg ennfegurri vor og sumur og hvíta vetur. Svo stóð ég upp og tvísté á gólfinu fyrir framan rúm- ið, vandræðalegur á svip og vissi ekki, hvað ég átti að segja eða gera. Og svo kom svar hennar, óvænt, og það seitlaði einsog ísvatn inní sál mína og blandaðist tilfinningum mínum: Sérðu ekki myrkrið, sem umlykur mig? Ég settist aftur á rúmið, hljóður af ástúð og unaðsríkri samúð og tók um báðar hendur þessarar stúlku, sem ég var að Ijúga því að, að ég elskaði. Vina, sagði ég, sérðu ekki birtuna, sem umlykur okkur bæði ? — Mig langaði mest að líta undan og þurfa ekki að halda í þessar beinaberu hendur, langar og mjóar. Svo leit ég undan og gerði mér upp kátínu og sagði hálfhlæjandi þving- uðum hlátri: Við skulum tala um eitthvað skemmti- legra. Svo þögðum við bæði, þartil heim- sóknartíminn var úti . . ÞAÐ VAR FAGURT hálfrokkið haustkvöld tveim dögum síðar.------— — Sólin er næstum hnigin í sæinn út- við sjóndeíldarhringinn og himininn er litaður eldrauður. Hafflöturinn, sem ligg- ur fyrir neðan og framan okkur, þar sem við sitjum upp á háu fellinu skammt fyr- ir utan bæinn, speglast í þessum eldrauða lit. Örlitlar bárur gára flötinn svo rautt endurskinið líkist eldslogum ’ á sífeldri hreyfingu. öðruhverju stakk fugl sér nið- ur og greip síli úr sjónum. flaug síðan upp aftur og hvarf. Stúlkan, sem situr við hliðina á mér heitir Hugborg og er sú, sem ég elska. Hún er ung og falleg, en elskar mig ekki vegna þess, að ég kyssti hana ekki einu sinni, þegar henni þótti vænt um mig. Með heitum bænum tókst mér að fá hana hingað með mér til að kveðja hana. Hún er að fara burt af landinu. Við höfum setið hérna lengi án þess að segja orð, en hlustað á kyrrðina. Loks rísum við upp og göngum inn í bæinn aftur, heim. Þegar við kveðjumst fæ ég að kyssa hana á kinnina, hún segir ekkert. Og svo líður nóttin. ÉG MAN EFTIR munarblíðum augum ungrar sjúkrar stúlku og einnig eftir gráum, köldum Framlnald á bls. 7.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.