Vikan


Vikan - 12.05.1949, Side 5

Vikan - 12.05.1949, Side 5
VIKAN, nr. 19, 1949 5 Framhaldssaga: * Beishuw* dryhkur — I Ástasaga eftir Anne Duffield Þau voru glöð og haming'jusöm í návist hennar og Celía leitaðist við að vera eins oft með þeim og hún framast mátti. Og samvistir þeirra urðu æ tíðari, er Lance gaf sig minna að henni, eftir því sem stundir liðu fram. Því oftar sem hún sá þau, því vænna þótti henni um þau, en þeim mvm sterkari varð einnig þessi hálfbældi grunur, sem Alec hafði lætt inn hjá henni, að ekki væri allt með felldu á eynni. Þótt eyjarskeggjar væru afarviðkvmnanlegir i framkomu, voru þeir að ýmsu leyti mörgum öld- um á eftir samtíð sinni. Þeir voru ákaflega hjá- trúarfullir og illa að sér í mörgu. Þeir trúðu statt og stöðugt á galdra og fordæðuskap, for- ynjur, drauga og tröll. Þessu var svo varið einn- ig með Annettu og Guy. Hann • sagði Celíu ýmsar óhugnanlegar sögur og næsta fáránlegar. En samt var eins og kalt vatn rynni milli skinns og hörunds á henni, er hann var að útmála fyrir henni, hvernig margt dularfullt og óskiljanlegt gæti gerzt utan skyn- heima dauðlegra manna. Og þetta var þeim mun ógurlegra, sem hann trúði þessu öllu eins og heilögum sannleika. Meðal annars sagði hann henni þessa sögu: Hann var staddur niðri í einum svertingjakofanum, þar sem gömul og vitur negrakerling framdi seið. Þau sátu öll í hvirfing, enginn eldur logaði nema kulnandi glæður í eldstónni. Gamla konan hafði sært fram anda manns eins, er hafði fyrirfarið sér með því að skera sig á háls. Og allt í einu birtist hönd, bara hönd, sem hélt á rakhníf milli vísifingurs og þumal- fingurs. Síðan hafði hnífurinn færzt milli hinna fingranna þriggja. Höndin gekk í hring fyrir hvers manns sjónir, en hvarf síðan. ,,Hver er „meiningin" með þessu?" spurði Celía og skalf frá hvirfli til ilja, ekki af því að hana hryllti svo mjög við sögunni, heldur vegna þess, hversu Guy lagði einlægan trúnað á hana. Guy kvað þetta ekki hafa neina „meiningu", þetta sannaði aðeins galdramátt þessarar gömlu konu. „Hræðileg sjón,“ sagði Celía og reyndi að láta ekki á neinu bera. „En þú hefur ekki látið hana klípa í nefið á þér!“ „En ég sá hana, Celia!“ „Þú sást eitthvað, sem hreyfði sig. En hreyf- ingarnar hafa verið framkvæmdar með snúru. Eða þú hefur verið dáleiddur. Ég veit, að þess- ar manneskjur geta dáleitt, eða álíta, sig geta það.“ Guy hristi höfuðið. Ekkert gat breytt skoðun hans og trú. Hún fann til mikillar gremju við föður Guys, við alla feður á eynni, sem leyfðu börnum, eða að minnsta kosti gerðu þeim fært, að vera vitni að svona skopsýningu. Auðvitað var unga fólkinu bannað að fara niður í svert- ingjakofana, en það fór samt. Ekki aðeins til þess að sitja fundi með særingamönnum, held- ur og af ýmsum öðrum ástæðum. Celía hafði komizt að því af samtali við herra Horner og ungfrú Flett, — Hún hafði komizt að ýmsu. „Vondur staður." Orð Alecs hljómaðu henni í eyrum. Hvað hugsuðu f oreldrarnir ? Hvað hugsaði Lance? Guy hefði átt að hafa eitthvað fyrir stafni. Það hefði átt að senda hann í burtu — I skóla, og síðan út í heiminn, til þess að hann gæti rutt sér sína eigin braut. En Lance hafði aldrei viljað vera án hans, það vissi hún. Hún áleit ekki, að Guy færi niður í svertingja- hverfið í sama tilgangi og flestir aðrir á hans reki. Þeir, sem þekktu hann, gátu aldrei trúað því á hann. En þótt Celía hefði ekki áhyggjur í þessu tilliti, sóttu á hana aðrar hugsanir. Ef þau Annetta elskuðu hvort annað, fannst henni eðlilegast, að það yrði gert heyrinkunnugt fyrr en síðar. Hún gekk þess ekki dulin, að þau áttu oft fundi með sér, einmitt þegar Annetta átti að vera háttuð og sofnuð. Hún vissi, að þau eyddu mörgum stundum saman um borð í litla seglbátnum og kanúanum hennar Annettu. Hún áleit ekki, að þau aðhefðust neitt óviðurkvæmilegt. En hún vissi, að þau voru bæði mjög ástfangin, skap- rík og blóðheit. Guy var skilgetinn sonur föður sins, hann hafði erft ófyrirleitni og tillitsleysi Lancings. Og Annetta var stórfögur, ung, sak- laus og blóðheit. Celíu fannst það stórhættulegt, hversu þau voru mikið ein saman, en hún sá engin bótaráð, sem dygðu. Það var erfitt að tala um slíkt við Lance. Hann var sízt ráðaþurfi. Og Olga — það mundi ekki vera til neins að tala við hana. Hún mundi annað hvort ekkert gera úr því eða rjúka á Annettu með óbóta- skömmum. Olga gætti oftast skapsmuna sinna, en við og við rauk hún upp í ofsabræði, og þá var ekki gott að verða á vegi hennar. Eitt sinn hafði Celía til að mynda séð Olgu gefa Annettu utan undir. Hún gekk á milli, en fékk ekki ann- að en ónot hjá Lance fyrir. Og Annetta hafði orð á þvi við hana siðar að skipta sér ekki af slíku, það mundi aðeins gera illt verra. Celía var farin að halda, að sagan um hjóna- band Olgu hefði tvær hliðar. Henni flaug í hug, hvort faðir Annettu hefði ekki fyrirfarið sér, og hvað gat hafa komið honum til þess? Hann hafði verið mjög ástfanginn af Olgu. Hafði þessi ótamda skapbræði hennar bundið enda á hjónaband þeirra? Eða var það eitthvað verra? Gat það verið að Olga notaði eiturlyf ? Hvað gat skýrt þessi undarlegu „köst", sem hún fékk annað veifið? „Ég vildi óska, að ég gæti tekið Annettu frá henni," hugsaði hún með sér og undraðist, hvers vegna hún hefði stjúpdóttur sina hjá sér, þar sem hún virtist ekki hafa á henni neina ást, þótt hún hefði auðvitað látið henni í té ríkmann- legt heimili, vingjarnlegt frændfólk og allt, sem hún bað um. Þrátt fyrir það, var þetta undar- legt ástand. Nótt eina sváfu þau Lance í húsi Guys. Það stóð allf jarri húsi Mayleysystranna í sedrusviðar- skógi einum. Ekki alllangt þaðan stóð hús þeirra þeirrar Mayleysysturinnar, sem menn höfðu ekk- ert samneyti við. Það var fullt tungl. Celía minntist þess, að Annetta hafði stundum komið inn á það efni, en þá hafði Lance jafnan sett hljóðan. Ekki vissi Celía til þess, að neitt óvenjulegt hefði borið við þær nætur, en hún minntist þess samt, að þá var óvenjumikill hljóðagangur í svert- ingjahverfinu, bumbur voru barðar, lófum klapp- að saman með taktföstum smellum, söngur — og Við og við villt hróp. En það hafði alltaf verið skýrt svo, að svertingjarnir væri að halda trúarhátið eða jamboree, og hún hafði látið sér það lynda. En þetta kvöld hafði hún verið venju fremur eirðarlaus og langaði ekki til að sofa. Hinsvegar var Lancing þreyttur. Það hafði verið þreytt kappsund þá um daginn, og þeir feðgar höfðu tekið þátt í þvi af lífi og sál. Báðir voru þeir staðráðnir í að ganga snemma til hvílu. Celía fór að eins og þeir vildu og gekk upp í svefn- herbergi sitt. Þar settist hún við opinn glugg- ann, án þess að kveikja. Ekkjuhúsið var aðeins ein hæð. Dyr voru á, er sneru út að flötinni, er umlukti húsið og mátti heita rjóður í skóginum. Celía sat rétt hjá glerdyrunum og rcyndi að sefa þandar taug- ar sínar með því að horfa út í nóttina, friðinn og fegurðina. Þegar tunglskin var á, líktist Blan- que álfaheimum. Svo bjart var, að Celía gat greinilega séð hvert blóm i reitnum á bak við flötina. Skuggarnir, sem trén köstuðu frá sér, voru mjög dökkir. Engin grein, ekkert blað, ekkert grasstrá bærðist. Ekkert hljóð heyrðist nema óslitið öldugjálfrið við ströndina og hér inni í skóginum var það mjög dauft. Það jók jafnvel fremur en minnkaði hina djúpu kyrrð. En samt — samt var eins og allt væri á iði. Ósýnileg öfl virtust leysast úr læðingi og hefja leik og störf. Eða var þetta ef til vill ímyndun? Celia sagði við sjálfa sig, að það hlyti svo að vera. En taugar hennar vildu ekki trúa því. Þegar visið blað datt af vínviðnum fyrir utan dyrnar, hrökk hún við eins og skotið hefði verið úr byssu rétt við hlið hennar. Andartaki siðar hrökk hún enn við, og nú vegna þess sem hræðilegra var. Hún sá mann- veru skjótast milli trjánna. Hún hafði komið hlaupandi yfir flötina, en síðan horfið í skugg- ana af trjánum. En Celíu duldist ekki, hver þarna- var á ferð. Það var Guy. Ótti hennar við óvissuna hvarf nú eins og dögg fyrir sólu. Nú fann hún, að það var eitt- hvað áþreifanlegt, sem hún hafði að óttast. Að Guy læddist svona inn í skóginn á þessum tíma dags, gat ekki verið af öðru en þvi, að hann vildi ná fundi Annettu. Celía reis umsvifa- og umhugsunarlaust á fæt- ur og veitti honum eftirför. Hún vissi ekki, hvert hann hafði stefnt, en gat þess til, að hann mundi hafa farið í áttina til Sedrushlíðar. Celía hljóp yfir flötina og var horfin jafnskjótt inn í skógar- þykknið. Ekki hafði hún lengi farið, er hún fann það, sem hún leitaði að. I rjóðri einu fyrir framan hana voru þau Annetta og Guy. Hún hafði ætl- að sér, ef hún fyndi þau, að senda Guy heim, en fylgja Annettu upp að Sedrushlíð. Hún hugð- ist tala við þau rólega, en skýrt og skorinort og gera þeim skiljanlegt, að leynifundir þeirra yrðu að taka enda. En í þess stað stóð hún hreyf- ingarlaust á bak við sedrustré og gat ekki fengið af sér að fara lengra. Hún var næstum lömuð af að líta þá fegurð, er hún sá. Þarna stóðu þau — þetta unga fólk — í tungls- ljósinu. Annetta var í hvítum kjól, Ijósa hárið hennar, sem logaði eins og gullglitrandi perlur, flæddi niður á herðar henni, andlit hennar var fölt, en brúnu augun djúp að sjá eins og botn- laus stöðuvötn. Guy stóð við hlið hennar — hár og grannur, taugaóstyrkur og æstur, eins og Lancing, svarthærður og magur. Þetta gat vel

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.