Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 19, 1949
verið æskumynd Lance, sem þarna stóð, hver
dráttur var eins — aðeins augun voru öðruvísi.
Þau voru mjög fögur, en breytileg, stundum dap-
urleg, stundum glaðleg, en stundum brunnu þau
eins og í æði. Celía óttaðigt þau alltaf, hún
skildi ekki, hvernig á þessu gat staðið. Þau gerðu
hana órólega. En í kvöld voru þau glöð og róleg.
Þau Annetta stóðu grafkyrr, þau snertu ekki
hvort annað, horfðust aðeins í augu, án þess að
segja orð. Celía, sem gleymt hafði öllu því sem
ljótt er við að hlera eftir einkasamtölum, stóð
hreyfingarlaus í sömu sporum, eigi síður en þau.
Loks mælti Guy:
,,Ég vonaði, að þú mundir koma, Annetta ?“
,,Ég varð að koma! Ég hefði ekki getað sofn-
að, fyrr en ég var búinn að bjóða þér góða nótt.“
„Ég ætlaði alltaf að reyna að komast til þín
í dag, en ég gat aldrei komizt frá hinu fólkinu.
Ég sá þig á ströndinni, Annetta."
„Ég fór þangað til að sjá þig. Þú varst stór-
kostlegur."
„Það var vegna þess, að þú varst að horfa
á mig.“
„Ég þoldi ekki að sjá, hvað þú stakkst þér
af háu," sagði hún.
„Varstu hrædd?"
„Hræðilega."
„En þú gazt vitað, að allt væri í lagi. Þú
hefur áður séð mig stinga mér af hærri palli
en þetta."
„Já, áður. Augu Celíu fylltust af tárum, er
hún heyrði tóninn í rödd Annettu. „Áður gegndi
öðru máli. Þá vissi ég ekki--------■ —.“
„En núna?“
„Núna? Ef eitthvað yrði að þér, gæti ég
ekki lifað það af.“
„Elskan mín!“ Hann tók hana í fang sér. „Elsk-
ar þú mig svona mikið?"
„Já, ég elska þig svona mikið."
„Kysstu mig aftur, Annetta, mig langar ekki
til þess að fara frá þér, en ég verð. Gerðu það
ekki of erfitt fyrir mig.“
„Gott og vel, þá skal ég fara." Blíð og hlýð-
in lyfti hún andlitinu til þess að gefa honum
síðasta kossinn. Hlýðin! Já, það hafði Annetta
alltaf verið og fyrr eða síðar gat það komið
henni á kaldan klaka.
„Ég ætti að gefa mig fram,“ hugsaði Celía,
en hún hafði sig ekki í það, hún gat ekki rask-
að friðnum. Guy og Annetta gengu í áttina til
Sedrushlíðar og héldust í hendur. Celía stóð
kyrr í sömu sporum.
Hún beið nokkrar mínútur, þar til hún var
þess fullvís, að þau myndu ekki heyra til henn-
ar. Þá lagði hún af stað lengra inn í skóginn.
Hún gat ekki hugsða sér að fara heim aftur.
Hana langaði til þess að vera ein og hugsa.
Hún hugðist kryfja málin til mergjar og taka
ákvörðun um, hvað gera skyldi. Hún var ekki
vitund hrædd að vera hér ein — þetta var lok-
að og afgirt svæði, og á Blanque var ekkert
að óttast.
Guy og Annetta! Fegurð þeirra, æska, sakleysi
og ást, hrærði hug Celíu. Henni lá við ýmist
að brosa eða gráta, er hún minntist ástarjátn-
inga þeirra, fárra, feimnislegra orða. Það var
ekkert að óttast. Sannarlega voru þau börn. En
þau voru meira — fórnarlömb æstra tilfinninga,
sem voru langt frá því að vera barnalegar, og
þau voru sér engan veginn meðvitandi um skað-
semi þeirra afla, ef þau brytust út í almætti
sinu.
Niðurstaða Celíu varð sú, að hún yrði að tala
við Lance. „Ég verð að svíkjast aftan að þeim.
Það er það eina, sem ég get gert.“
Er hún var að hugsa um þetta, var hún komin
lengra en hún í fyrstu hafði ætlað sér, og fyrr
en varði var henni það ljóst, að hún var kom-
in allnærri húsi þeirra Mayleysysturinnar, sem
ekkert samneyti hafði við frændfólk sitt. Hún
sneri því við. Hún fór sér hægt, því að enn
var ekki mjög áliðið og veðrið og skógurinn
heilluðu hana. Hún var alveg róleg á taugum.
Hún hafði ákveðið, hvað gera skyldi og hugð-
ist ekki hvika frá ásetningi sínum. Allt mundi
fá góðan endi. Kvöldkyrrðin seiddi hana. Henni
fannst Blanque vera — eins og henni hafði fyrst
fundizt — himneskur staður.
Andartaki síðar kvað við hróp, skerandi og
ofsalegt og rauf kyrrina. Aftur heyrðist sama
hljóðið.
Celíu varð svo hverft við, að hún gat sig
ekki hreyft, henni fannst hún heyra önnur hljóð
og auk þess klið frá annarlegum röddum. Hún
gat ekki gert sér grein fyrir, hvort hún heyrði
rétt, eða ímyndaði sér það allt. Hún stóð graf-
kyrr, þótt ópin væru hljóðnuð og allt væri dauða-
kyrrt. Og er hún stóð þarna, lömuð af óttan-
um, sá hún veru eina koma í áttina til sín. Er
hún gætti betur að, sá hún, að þar var á ferð-
inni Mam ’Easter. Það stirndi á svarta, kringl-
ótta andlitið hennar og glytti í hvitan vefjar-
höttinn.
„Frú Celía, hvað eruð þér að gera hérna?"
Er Celía heyrði rödd hennar, var eins og hún
vaknaði af draumi og stæði mitt í veruleikan-
um. Hún tók að reyna að afsaka sig og fannst
hún vera smábarn, er hún stóð þarna frammi
fyrir Mam’Easter. Þá tilfinningu höfðu allir
gagnvart þessari undarlegu negrakonu. Hún þótt-
ist ekki hafa getað sofið og hefði því gengið
út, heyrt þessi hræðilegu óp og verið komin á
fremsta hlunn með að hlaupa heim og sækja
hjálp.
„Það þarf enga hjálp. Þér ættuð að fara heim.
að sofa, eins og yður ber,“ svaraði Mam ’Easter
alvarlega og ákveðið.
„En hvað var þetta? Og hvað eruð þér að
gera?“
„Ég hef nóg að gera. Skiptið yður ekki af
þessum ópum. Þau merkja ekki neitt."
„En það hlýtur eitthvað að vera bogið við
þetta!"
„Og ætlið þér að kippa þvi í lag? Já, —-
ef þér gætuð klöngrazt þarna upp og slökkt á
tunglinu, frú Celía, mundi það ef til vill breyt-
ast!“ Hún var höstug í rómnum, það var sam-
bland af gremju og áhyggju, sem lesa mátti S
úr svip hennar.
„Hvað eigið þér við Mam’Ester? Viljið þér
ekki segja mér það?"
Gamla konan lagði hendina á handlegg Celíu.
Augnaráð hennar var blíðlegt og nærri biðjandi.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Hvílíkur dagur í dag! Lilli: Bomm — bomm — bomm . . . Mamman: Komdu elskan og láttu trumbuna
Svolítill blundur mun hressa mig. eiga sig í kvöld. Nú ætlar mamma að hátta
drenginn sinn.
Pabbinn: Þessi trumba skal sveimér hverfa,
og aldrei skal hún sjást framar.
Maður á götunni: Hana nú! Pabbinn: Hver getur verið að Maður á götunni: Hérna færðu Lilli: Af hverju babba sofa á gólfinu?!!
hringja um þetta leyti? maklega ráðningu!
Mamman: Svaraðu, elskan, ég er
að hátta Lilla.