Vikan


Vikan - 12.05.1949, Qupperneq 7

Vikan - 12.05.1949, Qupperneq 7
NIKAN, nr. 19, 1949 7 Ég bíð og man . . . Framhald af bls. Jf. augum stúlku, sem er heilbrigð og vildi láta kyssa sig. Og hin seiðmagna þrá tregaþrungis hjarta kvelur mig og ýfir sífellt sár hjartans. Svo man ég eftir sveitabæ fjarri öllum mannabyggðum og sem lá að sjó. Lítilli stúlku, jafnöldru minni, sem var hæg og draumlynd og þótti mest gaman að sitja uppí gilinu fyrir ofan bæinn og horfa á lækinn, þegar hann liðaðist niðureftir og féll framaf syllunum með lágu suði. Það var uppeldissystir mín, Húmvör, dótt- ir bóndans, sem ég ólst upp hjá. Svo man ég ár og daga, gleði og ar- mæðu, starf, en aldrei iðjuleysi. Forlögin hrekja menn þangað, sem þau hafa ætl- að þeim að vera, — kyrrstaða hæfir eng- um fremur en sífellt skiptist nótt og dag- ur. Þegar við erum orðin sautján ára gömul og dimmur vetur er, erum við einusinni .skilin ein eftir á bænum ásamt gamalli konu, karlægri, og fólkið fer til kaupstað- ar og ætlar sér þrjá daga til ferðarinnar. Við tvö eigum að gæta búsins. Og eftir kvöldverð annan daginn setjumst við inní baðstofuna; þar liggur gamla konan. Margbreytilegt ljósið frá olíulampanum einsog flögrar um baðstofuna. Skuggi myndast bakvið sperru, hverfur, en kem- ur aftur, aflagast. Hægur vindurinn strýk- ur þekjuna og hljóðið verður hljómlaust suð. Við sitjum þegjandi og aðgerðarlaus, gamalmennið virðist sofa. Bæði erum við hálfhrelld, en reynum að dylja tilfinning- ar okkar. Umhugsunin um það, hve fjarri við erum öllum mannabyggðum hvílir þungt yfir okkur. Aldrei höfum við fund- ið eins til ömurleik einverunnar, tilveru þess afskekta, einsog nú. Aldrei hefur nóttin verið eins myrk og torræð og vind- urinn aldrei gnauðað eins drungalega, A-erið cins draugalegur. Og flökt olíuljóss- ins einsog ógnar okkur. Það er sem vitum bæði að eitthvað sé yfirvofandi og í hjörtum okkar biðjum við um vægð frá einhverri ókunnri ógn — komandi ógn, sem þjarmar að okkur. Unz við skyndilega hrökkum saman og færrm okkur nær hvort öðru. Gamla konan stundi — þungt og hryglu- kennt. Ömurleikur stundarinnar hvolfist yfir Framhald á bls. Vf. GULLNA LEIÐIN Framh. af bls 3. maður (Sigurður Kristinsson, Dr. Wal Johnson (Ragnar Magnússon), Guðbjartur Ga-landi (Ævar R. Kvaran), sem skemmtir með ágætum söng, og danspar (María Þorvaldsdóttir og Kjartan Erynjólfsson), er sýna fjörugan dans. Og svo eru landvarnarliðsmenn og söngmeyjar. Leiktjöld og búningar: Lárus Ingólfsson, ljósa- meistari: Róbert Biarnason, leiktjaldasmiðir: Gunnar Bjarnason, Sigurður Árnórsson • og Sig- urður Kristinsson, hárgreiðsla: Kristín Björgúlfs- dóttir. Einar Markússon sá um músikina. I stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar eru: Sigurð- ur Gíslason, formaður, Stefán Júlíusson, ritari og Sigurður Arnarson, gjaldkeri. 11 Gullfaxi 66 Áætlaðar flugferðir í maí 1949. f 1 i Reykjavík—Kaupmannahöfn: Kaupmannahöfn—Reykjavík: Reykjavík—Prestwick: Prestwick—Reykjavík: Reykjavik—London: London—Reykjavík: Reykjavík—Osló: Osló—Reykjavík: Afgreiðslur erlendis: Laugardaga 7., 14., 21. og 28. mai. Frá Beykjavíkurflugvelli kl. 8.30. Til Kastrupvallar kl. 16.15. Sunnudaga 1., 8., 15., 22. og 29. maí. Frá Kastrupvelli kl. 11,30. Til Reykjavíkurvallar kl. 17,45. Mánudag 2. og þriðjudaga 10., 17., 24. og 31. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Prestwickflugvallar kl. 14,00. Þriðjudag 3. og miðvikudaga 11., 18. og 25. maí. Til Prestwickflugvallar kl. 14,00. Til Reykjavikurflugvallar kl. 17,45. Mánudag 2. og þriðjudaga 10., 17., 24. og 31. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Northoltflugvallar kl. 17,30. Þriðjudag 3. og miðvikudaga 11., 18. og 25. maí. Frá Northoltflugvelli kl. 10,30. Til Iteykja\íkurflugvallar kl. 17,45. Miðvikudag 4. og fimmtudag 19. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8,30. Til Gardermoenflugvallar kl. 15,30. Fimmtudag 5. og föstudag 20. maí. Frá Gardermoenflugvelli kl. 12,15. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 17,45. KAUPMANNAHÖFN: Det Danske Luftfartselskab A/S (DDL/SAS). „Dagmarhus“, Raadhuspladsen. Sími: Centr. 8800. PRESTWICK: LONDON: OSLÖ: Scottish Airlines, Ltd., (SAL), Prestwick Air- port, Ayrshire. Sími Prestwick 7272. Rritisli European Airways Corporation, (BEA). Pantanir uppl.: „Dorland Hall“, Lower Regent St., London, S.W. 1. Sími GERard 9833. Farþegaafgreiðsla (brottför bifreiða til flugvallar: Kensington Air Station, 194—200 High St., Kensington, London, W. 8. Sími: WEStern 7227. Det Norske Luftfartselskap A/S, (DNL), 8 Frid- tjof Nansens Plass. Sími: Oslo 29874. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu vorri, Lækjarg. 4, Rvík, símar 6608 og 6609. Flugfélag íslands h.f.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.