Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 19, 1949
11
BLAA LESTIN
Framhaldssaga:
Sakamálasaga eftir Agatha Christie
28
lega undirbúið að öllu leyti, lét hann sig ekki
muna um að leigja sér tvo morðingja til að sita
fyrir yður í París, kvöldið sem þér keyptuð
gimsteinana. Sú tilraun mistókst, og mun það
varla hafa komið honum á óvart. Þessi ráða-
gerð var að hans áliti algerlega örugg. Óhugs-
andi var, að nokkur grunui' gæti fallið á Richard
Iinighton. En eins og allir miklir menn — og
markgreifinn var mikilmenni á sinn hátt ■— þá
hafði hann sínar veiku hliðar. Hann varð ein-
læglega ástfangihn af ungfrú Grey, og þegar hann
fékk grun um, að henni geðjaðist að Derek
Kettering, gat hann ekki stillt sig um að koma
gruninum um morðið á hann, þegar tækifæri
gafst. Og nú ætla ég að segja yður dálítið ein-
kennilegt, Van Aldin. Ungfrú Grey er ekki í-
myndunarveik manneskja, langt frá þvi, samt
trúir hún því fastlega, að hún hafi fundið návist
dóttur yðar dag einn í garði spilahallarinnar í
Monte Carlo, rétt eftir að hún hafði átt langt
samtal við Knighton. Hún var sannfærð um,
segir hún, að hin látna kona var að segja henni
eitthvað og allt i einu flaug í hug hennar, að það
sem hún væri að reyna að segja henni, væri að
Knighton hefði myrt hana! Hugmyndin virtist
svo fjarstæðukennd þá, að ungfrú Grey minntist
ekki á hana við neinn. En hún var svo sann-
færð um sannleiksgildi hennar, að hún hagaði
sér í samræmi við hana — þó að slíkt virtist
fjarstæða. Hún vísaði Knighton ekki á bug, og
hún lét hann skilja á sér, að hún væri sann-
færð um sekt Dereks Kettering."
„Þetta er mjög einkennilegt," sagði Van Aldin.
„Já, mjög einkennilegt. Það er ekki hægt að
skýra það. En meðal annarra orða, það var eitt,
sem var mér talsvert undrunarefni. Ritarinn yðar
var greinilega haltur — eftir sár, sem hann
hafði fengið í stríðinu. En það var markgreifinn
alls ekki. Þetta stangaðist á. En ungfrú Lenox
Tamplin minntist á það dag einn, að læknarnir,
sem stunduðu Knighton á spítala móður hennar,
hefðu verið undrandi á þessari heltu. Það benti
til, að hún væri tilfundin til blekkingar. Þegar
ég kom til London, fór ég á fund læknisins, sem
hafði stundað hann, og féklc upplýsingar hjá hon-
um, sem styrktu mig í trúnni. Ég minntist á
nafn þessa læknis í áheyrn Knightons í fyrra-
dag. Eðlilegt hefði verið, að Knighton hefði getið
þess, að hann hefði stundað sig í stríðinu, en
hann sagði ekkert — og það færði mér heim.
lokasönnunina á því, að skoðun mín væri rétt.
Ungfrú Grey sýndi mér líka úrklippu úr blaði,
sem upplýsti, að þjófnaður hefði verið framinn
í spítala Tamplin greifafrúar, einmitt á meðan
Knighton var þar. Henni varð ljóst, að ég var á
söhiu slóð og hún, þegar ég skrifaði henni frá
Ritzhótelinu 1 París.
Eg átti í nokkrum erfiðleikum með fyrirspurn-
ir mínar þar, en ég fékk það sem mig vantaöi
— staðfestingu á því, að Adda Mason hefði kom-
ið morguninn eftir að glæpurinn var framinn, en
ekki kvöldið áður.“
Það var löng þögn, svo rétti miljónamæring-
urinn Poirot höndina yfir borðið.
„Ég býst við þér vitið, hvað þetta skiptir miklu
máli fyrir mig, Poirot," sagði hann hásri röddu.
„Ég mun senda yður góða ávísun í fyrramálið, en
engin ávisun getur lýst tilfinningum mínum um
það, hvað þér hafið gert fyrir mig. Þér eruð ó-
metanlegur, Poirot — ómetanlegur."
Poirot reis á fætur; brjóst hans hvelfdist.
„Ég er bara Hercule Poirot," sagði hann hæ-
versklega, „en eins og þér segið er ég mikil-
menni á minn hátt, eins og þér eruð mikilmenni
á yðar hátt. Ég er sæll og ánægður yfir því að
að hafa orðið yður að liði. Og nú verð ég að
bæta tjónið, sem orðið hefur á ferðalaginu. En
því miður er minn ágæti George ekki með mér!“
1 anddyri hótelsins rakst hann á kunningja —
Papopolous hinn gríska og dóttur hans Zíu.
„Ég hélt þér væruð farinn frá Nice, Poirot,"
sagði Grikkinn um leið og hann tók í framrétta
hönd leynilögreglumannsins.
„Starfið kallaði mig aftur, minn kæri Papo-
polous."
„Starfið?"
„Já, starfið. Og vel á minnst, ég vona, að líðan
yðar sé betri, kæri vinur?“
„Miklu betri. Við förum til Parísar á morgun."
„Það gleður mig að heyra svo góðar fréttir.
Þér hafið vonandi ekki rúið gríska forsætisráð-
herrann fyrrverandi alveg inn að skinninu."
„Ég?“
„Mér skilst, að þér hafið selt honum dýrmætan
rúbín, sem — okkar á milli sagt — skreytir
ungfrú Mírellu, dansmeyna?"
„Já,“ sagði Papopolous lágt; „já, það er rétt.“
„Rúbín, sem er ekki ólíkur hinum fræga rúbín,
sem kallaður er „Eldhjartað“.“
„Þeir eru svipaðir, já vissulega svipaðir,“ sagði
Grikkinn hirðuleysislega.
„Þér eruð mikill gimsteinaþekkjari, Papo-
polous. Ég óska yður til hamingju. Ungfrú Zía,
mér þykir mjög leitt, að þér skuluð vera á
förum til Parísar. Ég hafði vonast til að geta
séð yður svolítið oftar eftir að ég hef nú lokið
starfi mínu.“
„Væri það ótilhlýðanleg hnýsni, ef ég spyrði
hvert það starf var?“ spurði Papppolous.
„Alls ekki, nei, alls ekki. Ég var að enda við
að klófesta markgreifann."
Pjarrænn svipur kom á tíginmannlegt andlit
Papopolousar.
„Markgreifinn?" sagði hann lágt; „mér"finnst
ég kannast við nafnið. Nei, ég kem því ekki fyrir
mig.“
„Það er ekki við að búast," sagði Poirot. „Ég
er að tala um kunnan glæpamann og gimsteina-
þjóf. Það er nýbúið að taka hann fastan fyrir
morðið á ensku konunni, frú Kettering."
„Já, einmitt? Þetta er mjög merkilegt!"
Þau kvöddust með kurteisi, og þegar Poirot var
kominn úr heyrnarfæri, sneri Papopolous sér að
dóttur sinni.
„Zía,“ sagði hann með sannfæringu, „þessi
maður er sjálfur djöfullinn!"
„Mér geðjast vel að honum."
„Mér geðjast líka vel að honum,“ viðurkenndi
Papopolous, „en hann er eigi að síður djöfullinn
í mannsmynd."
36 KAFLI.
Við hafið.
Blómaskeið mímósanna var næstum liðið. Ilm-
ur þeirra í loftinu var frekar óþægilegur. Ljós-
rauð geraníublóm skreyttu handriðið umhverfis
hús Tamplin greifafrúar, og bleikrauðar blóma-
breiður niðri í garðinum sendu frá sér sætan,
þungan ilm. Miðjarðarhafið skartaði sínum feg-
ursta bláma. Poirot sat úti á sólpallinum ásamt
Lenox Tamplin. Hann hafði nýlokið við að segja
henni sömu söguna og hann hafði sagt Van Aldin
tveim dögum áður. Lenox hafði hlustað á hann
af óskiptri athygli, með hnyklaðar brúnir og
dimm augu.
Þegar hún hafði lokið máli sínu, sagði hún blátt
áfram:
„Og Derek?“
„Hann var látinn laus í gærdag."
„Og hann er farinn — hvert?“
„Hann fór frá Nice í gærkvöldi."
„Til St. Mary Mead?“
„Já, til St. Mary Mead.“
Það var þögn.
„Mér skjátlaðist um Katrinu," sagði Lenox.
„Ég hélt, að henni þætti ekki vænt um hann.“
„Hún er mjög dul. Hún treystir engum.“
„Hún hefði getað treyst mér,“ sagði Lenox,
og það gætti dálitillar beizkju í röddinni.
„Já,“ sagði Poirot, „hún hefði getað treyst
yður. En ungfrú Katrín hefur gert mikið að því
að hlusta á aðra um dagana, og slíkt fólk á
ekki auðvelt með að tala; það leynir aðra sorg-
um sínum og gleði."
„Ég var asni,“ sagði Lenox. „Ég hélt, að henni
þætti í raun og veru vænt um Knighton. Ég
hefði átt að vita betur. Ég býst við, að ég hafi
haldið það af því — ég vonaði það.“
Poirot tók í hönd hennar og þrýsti hana vin-
gjarnlega. „Herðið upp hugann, ungfrú," sagði
hann blíðlega.
Lenox horfði fast út á sjóinn, og í stirðnuðu
andliti hennar brá fyrir hinni hreinu fegurð sorg-
arinnar.
„Jæja,“ sagði hún að lokum, „það hefði aldrei
blessast. Ég er of ung fyrir Derek; hann er
eins og unglingur, sem aldrei hefur orðið full-
orðinn. Hann þarfnast þroskaðrar konu.“
Það var löng þögn, svo sneri Lenox sér snöggt
að honum. „En ég varð að liði, Poirot -— ég varð
minnsta kosti að dálitlu liði.“
„Já, ungfrú. Það voruð þér, sem gáfuð mér
fyrsta vísinn að sannleikanum, þegar þér sögðuð,
að sá sem framdi glæpinn hafi ekki endilega
þurft að vera farþegi með lestinni. Áður en
þér sögðuð þetta, hafði ég ekki gert mér grein
fyrir, hvernig morðið hafði verið framið.“
Lenox dró djúpt andann.
„Mér þykir vænt um það,“ sagði hún; „það
er þó alltént nokkuð."
Langt að baki þeirra heyrðist langdregið eim-
reiðarblístur.
„Þetta er bannsett Bláa lestin," sagði Lenox.
„Lestir eru miskunnarlaus tól, finnst yður það
ekki, Poirot? Fólk er myrt og drepið, en þær
halda áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Ég
er að bulla, en þér vitið, hvað ég á við."
„Já, já, ég veit það. Lífið er eins og lest, ung-
frú. Það heldur áfram. Og það er gott að svo er.“
„Hvers vegna?"
„Því að lestin kemst á leiðarenda að lokum,
og það er til málsháttur um það á máli yðar,
ungfrú."
„Ferðir enda á fundum elskenda.“ Lenox hló.
„Það ætlar ekki að sannast á mér.“
„Jú, jú, það mun sannast. Þér eruð ung,
yngri en þér gerið yður ljóst sjálf. Treystið
lestinni, ungfrú, því að það er góður guð, sem
stjórnar henni."
Aftur heyrðist blístrið í eimreiðinni.
„Treystið lestinni, ungfrú," sagði Poirot lágt.
„Og treystið Hercule Poirot. Hann veit hvað
hann syngur."
ENDIR.