Vikan


Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 14

Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 19, 1949 Ég bíð og man . . . Framhald af bls. 7. okkur og váleg ógn nær tökum á okkur: dauðinn er í nánd. Þessu er einsog hvisl- að að okkur. Svo heyrum við lága rödd gömlu kon- unnar segja: Húmvör. Húmvör mín. Við rísum bæði á fætur og göngum að rúmi konunnar. Hér er ég, segir stúlkan. Er eitthvað að þér? Nei, en stundin er komin, svarar konan. Andlit hennar lýsir þjáningum nema aug- un, þau geisla af gleði og friði. — Já, stundin er komin, heldur hún áfram og bætir við: Verið ekki hrædd börnin góð, það er Hann, sem er kominn að sækja mig — sækja . . . sækja . . mig . . . Sálmabók. Svo stynur hún, andlit hennar sléttast, augun lokast og hún stynur tvisvar enn — síðan ekki meira. Hún er látin. Ég teygi mig eftir sálmabók á hillu fyr- ir ofan rúmið og legg á brjóst hennar. Gamla konan er dáin og fyrir utan er nóttin hræðilega dimm. Stundin orkar þjakandi á okkur og ó- sjálfrátt fálmum við eftir hvort öðru, ég og stúlkan, og við tökumst þétt í hendur. Hvorugt mælir orð, og við færum okkur hægt afturábak og setjumst á rúm, sem er gegnt rúmi gömlu konunnar. Hraðfari dauðans yfirgengur skilning okkar. Og undir dulmögnuðum áhrifum andartaksins, sem þetta skeði á, þrýstum við okkur þétt uppað hvort öðru, og ég tek utanum hana, en hún hallar höfði sínu að öxl mér. Svo finn ég hvemig líkami hennar tekur að hristast, ég heyri hana snökta. Ofurmagn dauðans hvílir yfir mér einsog mara, og ég þori ekki að loka aug- unum af ótta við að líkið hreyfi sig og rísi upp í rúmnu. Eftir langa stimd tekst mér loks að þrengja mér undan öllu þessu og rís upp, geng að rúmi konunnar og dreg sæng- ina uppyfir andlit hennar. Svo flýti ég mér aftur að rúminu til Húmvarar og við leggjumst uppí það í faðmlögum. Og af einhverri óljósri tilfinningu og trylltum ofsa þek ég andlit Húmvarar í kossum. •— En þessi örlagaríka nótt varð tilþess að við Húmvör vorum saman öllum stundum er við gátum því við komið og okkur fannst við elska hvort annað. Og þannig liðu þrjú ár. . . . -----,------------Ég man, ég man — hversu ógleymanleg orð — ég man þrjú sumur og þrjá vetur, skin og skúrir. . . . Húmvör varð berklaveik og varð að fara á hæli. -----Þegar ég kvaddi hana var sum- arkvöld. Haflæðan huldi miðjur fjall- anna í fjarska og litir náttúrunnar urðu ógreinilegir eða réttarsagt mildir einsog mjúkur fjarlægur hljómur, sem titrar í 473. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Samhl. — 3. hygg- inn. — 13. flýtir. — 15. ósléttur. — 16. verkfæri. — 17. viðbótar náms- grein. — 18. óútkljáðu. — 20. sjór. — 21. sótt- varnarlyf. — 24 engi. — 27. dýrið. — 29. guð. — 31. skraf. — 32. nægilegt. — 33. ung- viði (fornt). — 35. fram- för. — 36. eins. — 38. titill. — 39. mann. 40. hætta. — 41. nóta. — 42. unnu eið. — 44. óhrista. — 47. ending. — 48. i vatni. — 49. áhaldanna. — 50. saum. — 52. verka. — 53. yfir. — 55. samhl. — 57. fuglar. — 59. fitunni. — 61. þekku. — 62. mannsn. — 63. dans. — 64. kuldi. — 65. samhl. Lóðrétt skýring: 1. Viðbætisins. — 2. efna. — 4. hringi. — 5. mánuður. — 6. ský. — 7. ending. — 8. svík- ur. — 9. ágóða. — 10. höldana. — 11. bættu við. — 12. guð. — 14. tala. — 18. sundurlaust. -— 19. aðfinning. — 22. auka boðh. — 23. kvíð- andi. — 25. nöpru. — 26. atviksorð. — 28. tákn. — 30. uppsprengdar. — 34. gælun. þ.f. — 35. tvær. — 37. vatnsfall. — 40. ættarnafn. — 43. skemmti sér. — 44. óbundna. — 45. greip. — 46. þauzt. — 48. far. — 51. greinir. — 54. hæðir. — 56. snjór. — 57. félag. — 58. risa. — 60. verzlunarmál. — 61. eins. — 62. samhl. Lausn á 472. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Ss. — 3. sáttasemjari. — 13. Öla. — 15. trúð. — 16. auið. — 17. landtúr. — 18. ágengt. — 20. agn. —- 21. sýsli. — 24. 'Irak. — 27. staglinu. — 29. umsagna. — 31. ann. — 32. tág. — 33. traktora. — 35. vill. — 36. Po. — 38. ar. — 39. gró. — 40. fæ. — 41. as. — 42. krár. — 44. hefirðu. — 47. oft. — 48. bæi. — 49. snautar. — 50 maulaðra. — 52. amma. — 53. unaðs. — 55. náð. — 57. bekkir. — 59. laum- una. — 61. fúin. -— 62. sónn. — 63. mun. — 64. landsambandi. — 65. mn. Lóðrétt: 1. Sólaruppkoma. — 2. slag. — 4. átthagar. — 5. trú. — 6. túrs. — 7. að. — 8. englana. — 9. jan. — 10. augliti. — 11. rit. — 12. ið. — 14. annist. — 18. ástaróðs. •— 19. eign. — 22. ýs. — 23. Fuglshraðann. — 25. rar- ar. — 26. knk. — 28. nála. — 30. atgeirar. — 34. orf. — 35. væðum. — 37. orfa. — 40. fram- fund. —- 43. átumein. — 44. hæðnina. — 45. ina. — 46. utanum. — 48. bauk. — 51. að. — 54. slóa. —- 56. ánum. — 57. búa. — 58. knd. — 60. ann. — 61. fl. — 62. sónn. hlustum manns. Og lítið vatn í fjarðar- botninum var spegilslétt og blátært. Fugl- ar hér og þar, syngjandi og fljúgandi. Við kyssumst og föðmuðumst.--------- Sástu! Sástu sakleysi augna hennar og gleðina, þegar þú baðst hana að giftast þér? Eiðrofi! Heiðrofi! Hvílík er ekki sekt þín og skuld að gjalda! Þú ístöðu- lausi maður! ÉG MAN, ÉG MAN. . . . Svo þegar Húmvör var farin kom kaupakona sunnan frá höfuðborginni. Hún steig uppúr bátnum og hoppaði á land, ung og fjörleg, klædd rauðri peysu og hvítu pilsi, með grá stálhörð augu. Hún hét Hugborg. Og þegar ég leit hana fyrsta sinni elskaði ég hana eina — gleymdi Húmvör. Þá var sólskin og sumarið í alveldi sínu .. . . og það varð haust, bæði haust ársins og hjartans. Ég var svo feiminn að mér tókst aldrei að tjá henni ást mína, Og svo varð það ofseint. Fjögur ár geta liðið bæði fljótt og Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Fyrir hverja 1500 íbúa er 1 læknir. 2. 1891. 3. 1874. Thora Melsted. 4. 3,5. 5. Na Cl. 6. Sovét-Rússland. 7. Halvard Lange. 8. Þýzkur. 1810—1856. 9. Jan Sibelíus. 10. Friðrik Friðriksson. seint, allt eftir því hvort maður bíður eftir einhverju eða ekki. Ég beið í fjögur ár eftir að geta sagt Hugborg, að ég elskaði hana. — Ég varð fjórum árum ofseinn. — Og þessi fjög- ur ár voru einsog heil mannsævi — svo var það ofseint. Nú bíð ég eftir að hinn mjói lífsþráð- ur Húmvarar slitni. Þess verður varla langt að bíða héðanaf. Ég bíð — ég man — ég bíð — ég man, en ég skil ekki það, sem ég man og veit ekki eftir hverju ég bíð. . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.