Vikan - 02.06.1949, Qupperneq 3
VTKAN, nr. 22, 1949
3
L istm unasýn ing
Unnar Olafsdóttur
steinum frá Glerhallarvík, þar
á meðal borðbúnaður, hin mesta
listasmíði, eftir Leif Kaldal og
vonar Vikan, að hægt verði að
birta hér myndir af þeim mun-
um innan skamms. Þar er og
altarisdúkur, saumaður með
hvítsaum í efni, sem ofið er af
blindu fólki. Svo eru og á sýn-
ingunni margskonar skartgripir
með inngreyptum steinum úr
Glerhallarvík, gerðir af Kjart-
ani Ásmundssyni og Leifi Kal-
dal.
Unnur Ólafsdóttir hefur í
mörg ár safnað listmunum, aðal-
lega kirkjugripum, bæði íslenzk-
um og erlendum og er safn henn-
ar orðið hið merkilegasta. Áð-
Um 300 hundruð ára gamall tré-
kross.
’lökull í Bessastaðakirkju, unninn
úr alíslenzku efni, að undanteknum
gullvírnum. Steinn úr Glerhallarvík
er í krossinum, fóðrið er úr hvítum
hör, o*iJ i „Blindra iðn“ i Reykja-
vík. Þesci hökull var tekinn í notk-
un við vigslu Bessastaðakirkju eftir
breytinguna.
Tréskurðarmynd af Mariu guðs-
móður með barnið.
ur hefur hún haft sýningar í
Háskólanum, en nú hefur hún
fengið meira rúm í Sjómanna-
skólanum og getur sýnt þar
fleiri muni.
Fyrsta verkið, sem frú Unn-
ur gerði fyrir kirkju hér á landi,
var altarisklæði og hökull í
Akraneskirkju, er hún vann eftir
beiðni Haraldar útgerðarmanns
Böðvarssonar og frú Ingunnar
konu hans. Það var árið 1944.
Um þetta verk ritaði þá bisk-
upinn yfir íslandi og fórust hon-
um orð m. a. á þessa leið: „ . . .
Kirkja íslands mun aldrei hafa
eignazt jafn fögur messuklæði
og er það ánægjulegt, hversu
vel hefur tekizt bæði um efni
í þau og verkið í heild sinni. List
frú Unnar er þess eðlis, að mjög
væri æskilegt, að hún fengi tæki-
færi til þess að vinna sem lengst
og mest á þessu sviði og auðga
þannig sem flestar kirkjur að
fögrum og góðum munum . .
Um þetta altarisklæði segir m.
a. frú Lalah Jóhannson, kona
Vestur-lslendingsins Grettis Jó-
hannssonar, en hún var hér á
ferð, heimsótti kirkjur og skrif-
Framhald af forsíðu.
aði um það í enskt blað í Winni-
peg, sem við höfum með hönd-
um: „ . . . Það sýnir Krist. . .
á krossinum og er maður sér
það í fyrsta skipti, stendur mað-
ur höggdofa af undrun . . . það
er svo eðlilegt, að ekki er með
góðu móti hægt að trúa öðru
en hér sé um að ræða mann-
legt hold. Vöðvarnir eru svo
haglega gerðir, að lesa má út
úr þeim þjáningu og kvöl dauða-
stríðsins. Aldrei hef ég séð
krossfestingunni lýst svo eðli-
lega og átakanlega. Er maður
stendur andspænis þessu lista-
verki og virðir það fyrir sér í
kyrrð kirkjunnar, virðist svo
sem mann verki í eigin vöðva
og hjarta manns ætlar að bresta
af sannri meðaumkun með þján-
ingum vors elskaða frelsara.
Þetta er ein þeirra sjaldgæfu
mynda, sem grópa sig svo nið-
ur í hugskot vort, að aldrei mun
hún afmást . . .“
Veggteppi, saumað eftir uppdrætti
af Valþjófsstaðarhurðinni. Ramminn
er skorinn höfðaletri og er það skýr-
ing á uppdrættinum, en Unnur Ölafs-
dóttir hefur skorið rammann.
Vorið er komið!
„Bláa stjarnan“ skín ekki
síður skært á skemmtanahimni
borgarinnar, þótt komið sé fram
á sumar. Hún heldur áfram
kvöldsýningum sínum í Sjálf-
stæðishúsinu á miðvikudögum
og sunnudögum og hefur nú
komið með nýja efnisskrá, sem
ber hið fallega heildarheiti
„Vorið er komið!“ Þetta efni er
yfirleitt allt skemmtilegt og
sumt meira að segja bráðfyndið
og meðferðin öll á atriðunum
þannig, að hún kemur manni í
gott skap og heldur manni í
góðu skapi allan tímann. Það
eru heldur ekki neinar klaufa-
hendur, sem þar hafa ráðið efni
Framhald á bls. 7.
Soffía Karlsdóttir í gamanleiknum
„Nú birtir í býlunum lágu“. Soffía
stóð sig ágætlega, eins og við mátti
búast af henni í þessu hlutverki.
(Ljósm.: Vignir).
Vorið — dans (frá vinstri): Sjöfn Hafliðadóttir, Guðný Pétursdóttir.
Irmy Toft og Björg Bjarnadóttir. (Ljósm.: Vignir).