Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 41, 1949' EIMKOMAN ÞÝDD SMÁSAGA Það var brennandi heitur ágústdagur. Ekkert hljóð heyrðist á enginu fyrir ut- an prestssetrið. 1 skugga aspanna naut vinnufólkið miðdagshvíldarinnar. Tvær ungar manneskjur komu gang- andi eftir götunni, sem lá kringum gamla garðinn. Vinnufólkið hætti að tala saman, og allir litu á~þau tvö, athugandi, en með meðaumkun. í kvöld átti sonur yfirskóg- arvarðarins að fara til Kaupmannahafn- ar, og þaðan áfram út í hinn mikla heim — en erfitt var fyrir Ingigerði litlu, dótt- ir prestsins, sem hafði misst móður sína fyrir hálfu ári, að kveðja unnustann . . . Því að á þvt var enginn vafi, að hún og Tómas Plange voru trúlofuð. Anna, sem hafði unnið á prestssetrinu frá því að Ingigerður fæddist, sagði það, og Anna var ekki ein af þeim, sem sagði slúður- sögur. Vinnufólkið leit þýðingarmiklu augna- ráði hvort á annað. Því gat hún Ingigerð- ur litla ekki valið sér annan mann! Ja . . . það var ekki svo að skilja, að eitthvað væri að Tómasi Plenge. Hann leit aðeins dálítið stórt á sig — en duglegur hlaut hann að vera, þar eð hann hafði fengið stöðu þama úti í löndum strax að loknu prófi — og það var sannarlega undarlegt að hugsa sér, að Tómas sonur yfirskógar- varðarins væri orðinn svo duglegur, að hann gat byggt brýr, sem járnbrautar- lestir gátu farið yfir. Einn vinnumannanna hafði staðið upp. Með hendur í vösum athugaði hann þau tvö, sem hurfu nú inn í dimm göng garðs- ins. Unga fólkið hafði numið staðar undir stóm beykitré. „Tom . . .. þú gleymir mér ekki . . . heyrir þú, Tom“ — unga stúlkan þrýsti sér að honum — „Það em efalaust marg- ar ungar stúlkur þarna úti, sem eru fal- legri og skemmtilegri en ég . . . en engin, .sem getur þótt vænna um þig . . . heyrir þú það.“ 1 Ingigerður leit upp. Stóru bláu augun hennar voru full af támm. Með næstum þolinmóðú brosi mætti Tómas Plenge óttanum í augnaráði hennar — en brosið hvarf fljótt, og hann beygði sig að henni. „Þú veizt, að þú getur treyzt mér — í blíðu og stríðu . . . litla Ingigerður mín!“ Hann kyssti hana á hátt, fallegt ennið. 1 svörtum kjólnum virtist hún enn bama- legri en vanalega. „Og þegar þú hefur verið tvö ár í burtu, kemur þú heim aftur, Tómas? Ég veit ekki, en mér finnst, að ég sé að missa þig fyrir fullt og allt. Ó, Tom . . . það er ekki meira en hálft ár síðan mamma dó, og nú er ég líka að missa þig.“ Hún þrýsti sér kjökrandi að honum. Hann varð óþolinmóður á svipinn, og hrukkan milli augnanna varð dýpri. „Ingigerður . . . elsku, litla Ingigerður! Aldrei mun ég gleyma þér, og ég skal skrifa þér löng og góð bréf.“ Hún horfði á hann, og hönd í hönd gengu þau að prestssetrinu. Lestin þaut áfram norður Jótland. I homi í klefa á öðm farrými sat ung- ur maður í þungum þönkmn. öðm hverju leit hann út um gluggann, en landslagið, sem fyrir auga bar, megnaði ekki að vekja áhuga hans. I fimm ár hafði Tómas Plenge verið í burtu, og þessi fimm ár voru svo hræði- lega löng. Hann hafði verið heppinn, eins og menn segja. Hanri hafði unnið sig upp í góða stöðu, og nú var hann orðinn for- stjóri útbúsins í Danmörku. Hann fékk mánaðarleyfi áður en hann fengi nýju stöðuna, og þessum mánuði vildi hann eyða í heimsókn til ættingja og góðra vina! Góðra vina! Hann varð brúnaþungur .... Enginn gat neytt hann til að heimsækja aðra en þá, sem hann langaði að hitta. Og ættingja. Aðeins móðir hans beið hans. Faðir hans dó árið eftir að hann fór út. Þá hafði hann einmitt fengið mjög umfangsmikla vinnu og gat ekki farið heim, og það hafði verið hinn góði vinur foreldranna, séra Rohde, sem hafði hjálpað móður hans, og sem hafði gefið móður hans heimili á hinu gestrisna prestssetri. jWMWiHiinnHwiiiinmmin........ ’ ! VEIZTU -? 1. Hvað kallast hillingar á erlendum mál- um? 2. Hver er helzta borg á Bretagneskaga ? 3. Hvenær sögðu Italir Bretum og Frökk- um stríð á hendur? 4. Hvað hét landsstjóri Hitlers í Dan- mörku ? 5. Hvað nefnast smáríkin svissnesku, og hvað eru þau mörg? 6. Hvert er hið íslenzka heiti Roskilde? 7. Hver var fyrsti formaður Eimskipafél. tslands ? 8. Hvert er bræðslustig postulíns? 9. Hver er kemisk formúla kalí? 10. Hvar og hvenær er Magnús skáld Stefánsson (örn Amarson) fæddur? Sjá svör á bls. 14. Hann átti ekki annars úrkosta. Ef hann ætlaði að heimsækja móður sína, varð hann að heimsækja hana á prestssetrið, en Ingigerðnr mundi áreiðanlega koma því þannig fyxir, að hún yrði ekki heima, þegar hann væri þar. Þau vissu, að hann var á leiðinni — og hún var annars hjúkr- unarnemi á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, og sumarleyfi hennar var eflaust lokið núna. Tómas Plenge opnaði gluggann og hall- aði sér út. Já, haustið var sannarlega komið — það sá hann á öllu, sem fyrir augu bar. Tómas Plenge settist á bekkinn og and- varpaði. Hann varð skyndilega svo þreytt- ur og einmana. En hvað langt var síðan honum hafði verið létt um hjartarætur. Ætli Ingigerður hafi nokkurn tíma sagt móður hans, að það var Inann, sem hafði slitið trúlofuninni ? Hann mundi eftir nokkrum línum í bréfi móður sinnar stuttu síðar. „Það er gott, að ykkur varð ljóst í tæka tíð, að þið elskuðuð ekki hvort annað — en mikil sorg og vonbrigði urðu það bæði fyrir föður Ingigerðar og mig. Ingigerði líkar þetta nýja starf vel, en hún er orð- in þögul og föl. . . en það er efalaust sorg- in og veikindin, sem eru umhverfis hana, sem því valda.“ Tómas Plenge opnaði gluggann. Það voru viss atriði í lífi hans, sem hann átti bágt með að hugsa um.. Hann hafði haldið, að það væri hugs- unin um Ingigerði og loforðið, sem hann hafði gefið henni, um að koma heim, væri orsök óánægju hans. Og svo svar Ingigerðar við síðasta bréfi hans, fallegt og innilegt. Hún mundi alltaf varðveita minninguna um ham- ingjusömu árin þeirra og óskaði honum alls góðs . . . Tómas Plenge varð skyndilega ein- kennilega eirðarlaus. Hann var ekki van- ur að sjá eftir því, sem hann hafði gert. Það hlaut að vera hitinn, sem hafði svona áhrif á hann. Á bekknum á móti honum lá dagblað. Hann tók það upp og fletti því. Skyndilega kom hann auga á nafn undir fyrirsögn- inni dauðsföll, og hann fölnaði og hendur hans titruðu. Ingigerður Rohde, stóð þarna . . . dó fyrir viku . . . og jarðarförin ákveðin laugardaginn 22. september klukkan tvö .... Tómas Plenge las þetta aftur og aftur. Stafirnir dönsuðu fyrir augunum á hon- um. Það lilaut að vera hún. Þetta sjald- gæfa nafn . . . og svo það, að jarðarförin skyldi fara fram frá kirkju föður hennar. Móðir hans hafði skrifað, að hún væri orðin þögul og föl. Það var hann, sem hafði drepið allt lífsmagn og alla mót- spyrnu í henni. Tómas Plenge faldi andlitið í höndum sér. Framhald á bls. 1?/.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.