Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 41, 1949 5 ...................Ný framhaldssaga:............................................................................................................................. EIRÐARLA UST LÍF —- 2 ! Eftir ANN DUFFÍELD | ............ III llll■l■■l■■■■■l■■■ III llll■■■l•l■•■l■■■l■lll■lll■lll■■■l■■l■l■■llllll■l|||■■|■||■■|■|■■|||■■|||■|■|l||■|||||| iimimuiiiií Iiiiinini'niuillllllllilllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllll.IIIIIIIIIIM fóru ótrúlega hratt, augsýnilega án þess að nota vængina — eins og dimmt, titrandi ský svo hratt og létt, að þeir virtust eins loftkenndir og skugginn, sem þeir köstuðu frá sér. Þetta var ekki óvanaleg sjón — alla daga gátu menn séð þessa fugla fara á móti straumnum og niður aftur. Puglarnir komu aldrei við vatnið og enginn lifandi maður hafði nokkru sinni séð þá koma á land. Hvaðan þeir komu, hvert þeir flugu, gat enginn sagt. Hvar þeir áttu hreiður, hafði aldrei verið uppgötvað. Innfæddir sögðu, að þetta væru alls ekki fuglar, heldur óhamingju- samar sálir, sem drukknað hefðu í Bosporus endur fyrir löngu. Og þegar Molloy stóð þarna og athugaði þá, hugsaði hann, að þessi skýring væri alls ekki svo ótrúleg. Hún átti við hugarástand hans þessa stundina. Þetta eirðarlausa flug, sem var ekki annaö en loftkenndur skuggi á vatninu — horfið allt í einu og komið aftur augnabliki síðar, var táknrænt fyrir hið fjarstæða líf í Konstantinopel síðan hernáminu lauk. Menn héldu þetta út — þrátt fyrir gjaldþrot og enn verri aðstæður. Menn gátu ekki farið — þeir voru fangar — ef borgin yrði dauði mannanna, mundi andi þeirra stöðugt sveima yfir henni — ■— Brosandi yfir hugmyndaflugi sínu, sneri Molloy burt frá vatninu. Bn um leið og hann gerði það, sá hann hinn síðasta í flokknum — lrtinn fugl, minni en hina. Hann virtist vera uppgefinn, snerti næstum vatnið um leið og hann flaug áfram, og litli, dökki, titrandi fuglinn kom hon- um — án nokkurrar ástæðu, en með miklum kvíða — til að hugsa um dóttur sína, Beatrice. 2. KAFLiI. Kona ameríska trúboðans leit út um glugg- ann á klefanum. ,,Nú er aðeins ein klukkustund eftir.“ sagði hún ánægð. „Hve langt er síðan þér hafið séð föður yðar, ungfrú Molloy?" „Næstum tvö ár!“ svaraði Beatrice Molloy. „Það er langur tími,“ sagði ameríska konan. „Ég er undrandi yfir því, að faðir yðar skuli elcki hafa komið hingað með yður fyrr. Konstant- inopel er svo yndisleg borg, og loftslagið er dá- samlegt. Cynthia er alltaf svo ánægð hér. Er það ekki, Cynthia?“ „jú, það er ég!“ svaraði dóttir hennar, dálítið feimin. Hún var aðeins þrettán ára gömul og leit aðdáunaraugum á ungu stúlkuna, sem sat á móti henni. „Pabbi hélt, að það væri betra fyrir mig að vera heima,“ sagði Beatrice. „Jæja — ef til vill — þar sem móðir yðar er dáin. En ég býst við, að þér ætlið að búa hjá honum nú?“ „Já, nú á ég að vera hjá honum." Beatrice svaraði vingjarnlega og blíðlega — án þess að láta í ljós, að henni fannst allar þess- ar spurningar dálítið áleitnar. Hún var kurteis en dálítið dul — ekki ein þeirra stúlkna, sem auðvelt var að kynnast vel, hugsaði ameríska konan. Það var eins og kurteisi hennar myndaði skjöld. Hún svaraði vingjarnlega hverri spurningu, en þó var- færnislega. Hún var víst feimin og langaði ef tii vill heim til Englands, enda þótt hún væri á leið til föður síns. Veslings barnið, það gat ekki verið auðvelt að yfirgefa æskuheimili sitt og vita, að það er til sölu. Hún virtist vera skapgóð — skemmtileg, ung stúlka, en hún hafði eitthvað — hvernig er hægt að lýsa þvi — eins og örlagaþrungið við sig. Cynthia, sem var lítil, klunnaleg skólastúlka með frekknótt andlit, ■ gat ekki haft augun af Beatrice. Hún tilbað fegurð, og fegurð Beatrice heillaði hana. Beatrice var há og grannvaxin, húð hennar mjög hvit, hárið dökkt og augun grá með löngum, svörtum augnahárum. Cynthiu litlu fannst þetta fallegustu augu, sem hún nokkru sinni hafði augum litið — móðir hennar viðurkenndi, að þau væru falleg, en hún hafði séð slík augu áður og vissi, að þau voru ekki til hamingju fyrir þá, er þau höfðu. Ef stúlka með slík augu myndaði sér ákveðna skoðun um eitthvað, hamingjan hjálpi þá þeim, sem reyndi að breyta henni. En falleg var hún, og frú Perkins var glöð yfir að hafa getað orðið henni samferða frá Englandi, þar sem sameiginlegur kunningi — prestur nokk- ur ■— hafði kynnt þær. „Faðir yðar bjó hér fyrir stríð, er það ekki?“ spurði hún ennfremur. „Jú! Hann átti námu í Tyrklandi. Og eftir stríðið keypti hann jörð------“ „Já, ég veit það,“ sagði frú Perkins og kinkaði kolli: „Við vorum hér sjálf allan þann tíma. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, stríðið eða hernámið — hamingjunni sé lof, að það er nú um garð gengið, og að Tyrkland getur nú tekið framförum og þróast í ró og næði.“ „En tekur það íramförum ?“ spurði Beatrice. „Já, það held ég nú! „Ghaziinn“ hefur komið miklu til leiðar! Tyrkir eru stór þjóð.“ „Ég hef séð Ghaziinn," skaut Cynthia inn í áköf. „Er það?“ sagði Beatrice brosandi. „Hvernig leit hann út?“ „Ö — yndislegur! Hann var í einkennisbúningi. Hann er nú í Anatolíu, en ef til vill kemur hann til Konstantinopel, svo að þér getið fengið að sjá' hann. Beatrice fann enga löngun til að sjá tyrkneska einræðisherrann, en hún sagði það ekki. 1 stað þess sagði hún brosandi: „Ég sé, að þú ert góður stuðningsmaður, Cynthia. Geðjast þér að Tyrkjunum?" „Ég elska þá,“ sagði barnið. „Þeir eru svo ágætar manneskjur,“ sagði móðir hennar. „Yndislegt fólk! Og nú, skiljið þér, nú eruð þér alveg eins og við hin — lifið alveg eins og við hin að öllu leyti.“ Beatrice efaðist um, hvort nokkur Evrópumað- ur gæti vitað það með vissu — hún var í mikl- um vafa. „Binda þeir ekki lengur konur sínar í poka og kasta þeim í Bosporus?" spurði hún skyndi- lega glaðlega. „En kæra ungfrú Molly — en sú vitleysa! Það er aðeins ævintýri. Góð vinkona mín — mjög siðprúð tyrknesk koria — sagði mér, að í því fælist enginn sannleikur. Tyrkneskir eiginmenn eru fyrirmyndar eiginmenn og feður." „Við allar konur sínar?" „Þeir eiga aðeins eina konu nú“ sagði frú Perkins alvarlega. „Allt þetta með kvennabúr og hjákonur er búið að vera.“ Ekki var hægt að efast um, að hún trúði sjálf því, sem hún var að segja. Hún virtist yfirleitt mjög barnaleg og óþroskuð, enda þótt hún ætti svona stóra dóttur. Beatrice átti erfitt með að trúa, að það, sem hún sagði, væri sannleikur — enda þótt hún hefði búið í Tyrklandi árum saman og ætti að vita þetta. „Konurnar hafa engar slæður fyrir andlitun- um, er það?“ spurði hún. „Nei! Og þær em mjög vel klæddar.“ „En þær ganga enn með Tcharchafsskaut Cynthia inn í, „enda þótt Ghaziinn óski, að þær hætti því.“ Aftur varð Beatrice að brosa. „Þú ert innilegur aðdáandi hans, er það ekki?“ „Annað er ekki hægt. Ég vildi, að þér gætuð séð hann. En þér munið sjá mann, sem líkist honum mjög — Mustapha líkist honum, er það ekki mamma?" „Jú, og hann er laglegri — hærri! En hann hefur sömu einkennilegu augun.“ „Hver er Mustapha?“ „Mustapha olgu Aziz! Hann var offusti — og er það víst enn, hugsa ég. Hann er mjög mikilvægur maður — hægri hönd Ghaziins. Allir þekkja hann ■— og þér munuð efalaust hitta hann.“ Beatrice stirnaði — og dálítið þóttafullur svip- ur leið yfir andlit hennar — en hvorki móðir né dóttir tóku eftir því, svo ákafar voru þær við að tala um það, sem virtist vera uppáhalds sam- ræðuefni þeirra: vald Mustapha, styrk Mustapha, glæsilega bílinn hans, svarta reiðhestinn han^, yndislega brosið hans, framúrskarandi framkoma hans. „Mjög siðgáfaður maður!“ sagði frú Perkins að endingu. „Ég hitti hann einu sinni í veizlu.“ Beatrice hlustaði undrandi og móti vilja sínum með vaxandi áhuga. Hún hafði enga löngun tli að hitta Mustapha olgu Aziz eða neinn annan Tyrkja, en hún hafði ekkert á móti því að sjá þann mann, sem virtist eiga svona mikil ítök í hugmyndaflugi ferðafélaga hennar. Undarlegt fólk — en svona eru Ameríkanar víst — mjög hrifnir af valdi og titlum án tillits til þjóðernis. Hún hlustaði kurteis með kuldalegum áhuga á ummæli þeirra um Mustapha, og frú Perkins komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að hún væri kuldaleg og stolt. Lestin rann inn á stöðina — ameríska konan skyldi Beatrice eftir hjá Terence Molloy, hvaddi hana, og sneri sér síðan að eiginmanni sínum, sem kom til að taka á móti henni. Þegar hún gekk burtu með honum, leit hún aftur og sá svipinn á andliti Beatrice, er hún leit á föður sinn. Það var þá eitthvað, sem gat gert gráu, kuldalegu augun hlýleg! Andlit Beatrice ljómaði — gráu augun lýstu, varir hennar titruðu — hún hló og grét í einu, og öll ástriðufull hollusta hennar til föðurins lýsti í andliti hennar. Það var morguninn eftir komu sína, að Beatrice stóð á svölunum og horfði yfir borgina. Ibúð Molloys var efst í stórri byggingu, og útsýnið var yndislegt — það sást ýfir glitrandi hvítar byggingar og yfir turna á bænahúsum. 1 austri var Bosporus og langt í fjarska bláir tindar fjallanna. Meðan Beatrice stóð þarna, .heilluð af hinu fagra útsýni, kom Terrence Molloy til hennar í slopp og inniskóm. ,.JæJa, hvernig lízt þér á. þetta, elskan min?“ Hann lagði handlegginn utan um hana og dró hana að sér. „Ég er orðlaus, pabbi, og mig undrar ekki,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.