Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 7
7 VIKAN, nr. 41, 1949 Pósturinn Framhald af bls. 2. Kæra Vika! Viltu vera svo góð, að gefa mér einhverjar upplýsingar um þessar kvikmyndaleikkonur. Ginger Rogers, Marilyn Maxwell, Laraine Day og Kathryn Grayson. Með kærri þökk fyrir svarið. Lísa. E. S. Hvernig er skriftin? Svar: Ginger Rogers er f. 16 júlí 1911. Byrjaði að leika og dansa innan við fermingu. Marilyn Maxwell, f. 3. ágúst 1921, Iowa, ljóshærð, móeyg. Hóf að syngja dægurlög í útvarps- stöð, sem bróðir hennar átti, er hún var 15 ára. Söng með hljómsveitum og tók siðan að leika. Laraine Day, f. 13. okt. 1920 í Utah, bláeyg með skollitað hár. Katliryn Grayson er f. 9. febr. 1922 í North-Carolina. Dökkhærð og móeyg, fremur lágvax- in. Einkum kunn fyrir ágæta söng- rödd. — Skriftin er ekki sem verst. Kæra Vika mín! Viltu vera svo góð að svara fyrir mig eftirfarandi spurningum. 1. Er nokkur skömm að því þó maður skrifi strákum og biðji þá um mynd af sér? 2. Viltu vera svo góð að gefa mér upplýsingar um örn Clausen? '3. Geturðu gefið mér upplýsingar um leikarana Harald Adólfsson og Karl Guðmundsson ? Vonast eftir svari í næsta blaði. I>in Hekla. Svar: 1. Nei, strákar hafa bara gaman af því. — 2. Sjá Vikuna nr. 34, þ. á. Þar er forsíðumynd og grein um örn. Sjá ennfremur „Póstinn í 38. tbl. — 3. Þeir eru báðir ungir og myndarlegir menn og ókvæntir. Har- aldur hefur stundað leiknám tvo vet- ur hjá Lárusi Pálssyni, auk þess lærði hann andlitsförðun fyrir leikara í Kaupmannahöfn. Hefur m. a. leik- ið i útvarp og hjá Bláu stjöraunni í Reykjavík. Heimilisfang hans er Silfurtún 2, Garðahreppi. Karl er Reykvíkingur, lauk stúdentsprófi fyr- ir nokkrum árum, en hefur síðan stundað margskonar vinnu. Hann lærði leiklist hjá Ævari R. Kvaran og þykir afarsnjall að herma eftir. Hefur hann komið fram í útvarpi, hjá Bláu stjörnunni, og í sumar hef- ur hann ferðast um landið, sem einn hinna vinsælu ,,Sumargesta“, er víða skemmtu við góðar undirtektir. Heim- ilisfang hans er Sólvallagata 26, Reykjavík. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að gefa mér dálitlar upplýsingar um okkar frægu íþróttahetjur, Hauk og Örn Clausen. 1. Eru þeir tvíburar? 2. Hvenær eru þeir fæddir? 3. Hvernig „lita þeir út“? 4. Hvert er heimilisfang þeirra ? Berðu þeim bræðrunum beztu kveðjur mínar, og þakka þér fyrir- fram hjálpina. Leiki við þig, lán og gengi, lifðu bæði vel og lengi — — Dóttir Borgarfjarðar. P.S. Ödauðlega spurningin: Hvern- ig er skriftin? Svar: Við höfum all oft svarað þessu eða þvílíku. Þeir eru tvíburar, f. 8. nóv. 1928, mjög likir ásýndum, svo að ókunnugir þekkja þá ekki sundur. örlítill stærðarmunur er á þeim, þótt hans verði ekki vart nema við nákvæm athygli. Þeir munu báðir vera liðlega 180 cm. á hæð, vel vaxnir, fríðir sýnum og samsvara sér ágætlega. Heimilisfang þeirra er Freyjugata 49, Reykjavík. — Skriftin er ekki falleg. Mynd til vinstri: Vegurinn til Gilgit i Austur-Turkestan er svo brattur, að ekkert farartæki hefur komizt hann á enda. — Mynd til hægri (að ofan): 1 Ameríku hafa menn búið til hatt, sem tekur ofan sjálfkrafa. •— Mynd að neðan til hægri: Heita sumardaga gefa laufblöð álmtrjáa frá sér svo mikið vatn að fylla myndi 50 tunnur. i B IJ F F A L O B I L L 9 Endursögn: Jóhanna Calamité hafði verið send til liðsbónar gegn Indíánum, en þeir komust á slóð henn- ar, svo að hún varð að hörfa til Missisippi árbakkans og kemst þar um borð í hjólaskipið, sem er á leið til Leavenworth. Með skipinu er Buffalo Bill. Jóhanna ber upp erindi sitt við Merrit hershöðfngja, en þeg- ar hún er á leiðinni til Larrimor vinar síns ein síns liðs, sitja þrír skuggalegir Indíánar fyrir henni og elta hana. Stigamennirnir elta En Jóhanna hefur heyrt i Eldsnöggt stígur hún---------------------einn stigamanna lem- — — og hún Jóhönnu Calamité þeim og snýr sér við. eitt spor og slær, en — ur hana með kylfu — — er bundin með snæri. Larrimor: Halló! Indláni: Fljótir! Larrimor hefur séð Larrimor: Gripið þrjótana! Hjálp! Brátt er bærinn allur í Hvað er um að okkur. Brátt verða allir bæjarbúar á uppnámi, en þorparamir vera ? hælunum á okkur. eru horfnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.