Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 9
VTKA-N, nr. 41, 1949 9 Fréttamyndir Það hefur verið mikið um mænuveiki í Bandarikjunum síðustu miss- eri. Hér sést einn sjúklingur, 30 ára gömul húsfreyja og tveggja barna móöir, reyna aö brosa, þar sem hún liggur í „stállunga". Þetta er ungur hermaður á verði við gröf óþekkta hermannsins í Arlington, Virginia, Bandaríkjunum. Blómsveigurinn er frá Truman forseta. Frimerki þessi hafa nýlega verið gefin út í Frakklandi. Eru þau með myndum af tveimur vísindamönnum Frakklands, eðlisfræðingnum Paul Langevin og Jean Perrin, en þeir létust 1940 og 1942. Hvílir aska þeirra nú í Pantheon. Þama er verið að gera við jámbrautarteina i Berlin og eru rússneskir herforingjar viðstaddir. Myndin er frá Brooklyn og sýnir nokkra brunaliðsmenn, sem unnu að því að ráða niðurlögum elds, er upp kom á timburgeymslusvæði þar í borg. Einn þeirra er með hvolp, sem hann bjargaði úr eldhafinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.