Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 41, 1949 hlaut að snerta Nödu. Svo heitt elskaði Garth hana, að hann gat ekki annað en álitið paö verst af öllu. Ef hann hefði vitað, að Tony væri lifandi, þegar hann heyrði sögu Lissu í fyrsta sinn, hefði hann þá dulið hana fyrir Nödu? Honum hafði fundizt að hún mætti ekki þjást meira, en hann hugði, að þörf til að vernda hinn dána, sem ekki lengur gat varið sig, hafi einnig átt mikinn þátt í þögn hans. Nú — Tony var ekki dáinn, en þar eð Garth hafði varið hann með því að þegja, var miklu erfiðara fyrir hann að tala nú. Hann var vakinn af þessum óþægilegu hugs- unum við að frú Dennison opnaði dyrnar og kom inn. ,Komið, herra Garth, matur yðar er tilbúinn." Garth brosti, þegar hann stóð upp og fór á eftir henni. Guð blessi hana! Hún gat aldrei vel gert sér ljóst, að hann var orðinn fullorðinn maður. ,,Hún er sofnuð," sagði Denny. „Svo að þér verðið að þvo yður hér niðri — það brakar í tröppunni, og hún sefur mjög laust. Hér er hreint handklæði.' Meðan hann þvoði hendur sínar undir vatns- krananum, leit hann inn í eldhúsið á Denny, og skemmtilegt, heimilislegt andrúmsloftið veitti honum friðartilfinningu, sem hann hafði ekki fundið til mjög lengi. „Góð er lyktin!" sagði hann og settist við borðið. „Það er langt frá því, að ég bragðaði góða matinn yðar, Denny.“ „Jæja! Og það var ef til vill þessvegna, að þér vilduð ekki bragða á honum áðan,“ svaraði hún. „Ég vildi ekki baka yður fyrirhöfn." „Haldið þér, að nokkuð, sem ég geri fyrir yður sé fyrirhöfn, herra Garth!“ svaraði hún og lagði höndina ástúðlega á öxl hans. Hann lagði sína hönd ofan á hennar. „Komið — setjizt hér og borðið með mér?“ „Ég — með svona slæma meltingu? Já, þér eruð góður lseknir fyrir mig!“ sagði hún. „Nei, ég ætla að fá mér tebolla." „Nú — já, ég er í það minnsta það mikill læknir, að ég fellst alls ekki á það svona seint á kvöldin," sagði hann hlæjandi. „Og hvað meltingu yðar viðvíkur, góða mín, þá hafið þér stáihraustan maga. Setjizt í það minnsta og segið mér hvernig yður liður.“ „Það er sannarlega ekki mikið að segja frá mér. Það kemur ekki mikið fyrir hér •— og mér finnst gaman að lesa blöðin og lesa um ástandið úti í heimi." Denny fékk sér te og settist. „Það versta við þorpið er, að fólk getur aldrei hætt að skipta sér af öðrum. Allar spurningarnar, sem ég hef fengið um frú Grey! Frekju kalla ég það, en því minna sem fólkinu er sagt, þvi meir býr það til sjálft." Hann varð brúnaþungur. „Talar það um hana?“ ,,Ég heyri það að minnsta kosti ekki. Ég býst við, að það sé aðeins eðlileg forvitni — og það, að hún fer ekki i kirkju, er einnig gott um- talsefni. En hversvegna skyldi hún gera það, aðeins til þess að allt kvenfólkið geti gónt á hana, segi ég. Veslings stúlkan. Ég vildi óska, að hún hætti að hugsa um hið liðna. „Hið liðna hefur þann leiða vana að láta okkur ekki sleppa,“ sagði Garth rólega. „Það gleður mig, að þér eruð góð við hana, Denny.“ „Ég myndi vera góð við sérhverja konu í henn- ar ástandi — og svo auk þess við alla, sem eru vinir* yðar,“ var svarið. „En segið mér nú dá- lítið um yður sjálfan, herra Garth? Þér eruð á góðri leið með að verða frægur í London, er það ekki ?“ „Varla er ég nú frægur,“ sagði hann hlæjandi. „Jú, ég veit það,“ sagði frú Dennison. „Þegar ég fékk vörur frá kaupmanninum um daginn, voru þær vafðar inn i eitt þessara læknatímarita — og þar las ég langa grein um „Framúrskar- andi störf Dr. Rosslyns." Þar kom í ljós, að þér höfðuð fundið eitthvað meðal, sem hét hræðilega löngu nafni, sem ég get alls ekki munað.“ „Þér megið vera þakklát fyrir að vita ekki, hvað það þýðir,“ sagði Garth, „og svo skuluð þér bara halda áfram að hugsa yður, að ég sé sami litli drengurinn, sem þér lokuðuð inni í borð- stofunni heilan dag, þegar ég hefði átt að spíla Cricket." „En þér höfðuð gott af því, og höfðuð unníð ærlega til þess,“ sagði frú Dennison brosandi. „Þér höfðuð stolið af bjúgunum mínum — þér og herra Tony — en hann slapp auðvitað við refs- ingu —“ hún hætti og hélt svo áfram. „Svo að hann kom þá aftur, veslings pilturinn." „Já,“ sagði Garth. „Hann kom aftur. Já, það er satt, ég hef ekki séð yður síðan ■— —“ „Nei, en ég las um það í blöðunum. Nú skuluð þér fá sítrónubúðing — ég hef búið hann til sér- staklega handa yður.“ Hún stóð upp og tók disk- inn hans. Hún hafði lesið allt, sem stóð í blöð- unum, og henni hafði brugðið mjög, er hún mundi, að unga stúlkan, sem elsku Garth henn- ar hafði kvænzt, hafði verið unnusta Tonys. Hún stalst til að lita á Garth og sá skuggann, sem hvildi á andliti hans. Þar eð Tony hafði komið svona aftur, gat það valdið erfiðleikum fyrir Garth. Kona, sem varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að fá Garth í staðinn fyrir Tony, átti að þakka guði fyrir — — Denny hafði aldrei verið hrifin af Tony. At- burðurinn í borðstofunni, sem hún var nýbúin að minnast á, var í huga hennar sem tákn sambands- ins milli þessara tveggja drengja. Garth talaði ekki meir um heimkomu Tonys — Denny hafði alltaf haft þann hæfileika, að taka eftir, ef eitthvað var öðruvísi en vera átti, og hann vildi alls ekki, að hana grunaði eitthvað nú. Hann talaði glaðlega um alla heima og geima meðan hann borðaði og samkvæmt tilmælum hennar, reykti hann síðustu sígarettuna meðan hún þvoði upp. En, þegar hann að lokum stóð upp til þess að bjóða góða nótt og sagði, að hann myndi áreið- anlega koma til hennar aftur, sagði hún: „Ég hef enn ekki séð konu yðar, herra Garth. Og þér lofuðuð, að ég skyldi fá að sjá hana.“ „Já, og hún vill einnig mjög gjarnan sjá yður. Þegar frú Grey er komin á sjúkrahúsið, verðið þér að koma og vera einn dag hjá okkur í Lond- on.“ Hann kyssti hruma kinn hennar, og hún fylgdi honum út. Xjti var tunglsljós og hún stóð og horfði á eftir honum, þangað til hann var horfinn. Svo gekk hún inn og lokaði dyrunum á eftir sér, en áhyggjufullur svipur var á andliti hennar. Hann leit ekki eins vel út og hann var van- ur og heldur ekki virtist hann vera — hamingju- samur. Það, sem hún mest af öllu óskaði hon- um til hana var hamingja — hann hafði ekki haft svo mikla hamingju í æsku, að vera skilinn lengi frá foreldrunum, og missa þá svona ung- ur------- Hún óskaði að vita, hvernig kona Garth Ross- lyns væri. Og svo var það Tony. Hafði hann fært Garth enn meiri erfiðleika — jæja, það var ef til vill illa gert að óska, að hann hefði ekki komið aftur, en menn ráða ekki alltaf yfir til- finningum sínum. 10. KAFLI. Hið fyrsta, sem Garth sá á skrifborði sínu, er hann kom heim næsta dag, var bréf Nödu. Hendur hans titruðu, þegar hann tók það upp, en er hann hafði lesið það, vissi hann varla, hvort honum létti, vegna þess að óttinn, sem hafði gripið hann við að sjá skrift Nödu hafði komið mjög greinilega fram. Þau skyldu halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt Það var eitthvað einkennilegt við bros hans, þegar hann braut bréfið saman og stakk þvi í vasann. Aðeins ef það væri svo auðvelt. Meðan hann fór I gegnum hin bréf sín, var hann alltaf að hugsa um, að hann yrði að tala við Tony. Hann gat ekki annað en óskað þess, að Lissa hefði aldrei komið til hans, svo að hann að minnsta kosti gæti losnað við þá hlið vanda- málsins, sem gerði líf hans svo flókið. Hann vorkenndi Lissu mjög mikið og sem læknir var hann áhyggjufullur vegna hennar. Hún var langt frá þvi að vera hraust, og hann óskaði, að hann gæti komið henni einhvers stað- ar fyrir, þar sem hann vissi, að hún væri undir náinni umsjá eftir að barnið fæddist. Denny var gæðin sjálf, en það myndi ekki vera hægt að fá hana til að skilja hugarástand Lissu. Hamingjan góða! Það lítur út fyrir að málið verði enn flóknara eftir að barnið fæðist, hugs- aði Garth. Ef ekki — — MAGGI OG RAGGI Teikning eft.ír Wally Bishop. 1. mynd: Raggi: Góðan daginn, yðar hátign. 3. mynd: Ef til vill óskar yðar konunglega tign að fá morgunveröinn færðan í rúmið í dag! ! 2. mynd: Ég vona að yður finnist hinn konung- 4. mynd: Var hún amma ekki að segja þér, legi hægindastóll..........þægilegur! að þú mættir ekki sofa í nýja stólnum hennar ! ! ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.