Vikan


Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 12
INGER UM INGERi ■ Veikleikar: Skipulagsleysi og óstundvísi há mér stundum og sömuleiðis skortur á sjálfsaga. Þetta eru þeir þættir í mínu fari sem fara mest í taugarnar á mér. ■ Styrkur: Ég held að ég sé tiltölulega umburðarlynd og hafi hæfileika til að fyrirgefa. Ég set oft spurningarmerki við hluti sem fram að því hafa þótt „sjálfsagðir" og í því tel ég felast ákveðna víðsýni. ■ Trú: Ég hef óseðjandi áhuga á trúmálum almennt. Sjálf er ég kristin. Ég trúi á Guð en áskil mér rétt til að lesa og túlka Biblíuna samkvæmt mínum skilningi en gleypa ekki kenningar „fræði- manna" hráar. ■ Uppáhaldstónlist: Ég hrífst yfirleitt frekar af textum en tónum. Vissulega eru til „instrumental" lög sem tala til manns á sama hátt og góður texti. Sem dæmi get ég nefnt að mér finnst stefið í laginu Imagine vissulega fallegt en það er textinn sem hreyfir við einhverju innra með mér. ■ Áhugamál: Fólk, fólk og aftur fólk. Fjölskylda mín og nánustu vinir mínir skipta mig vitanlega mestu máli en ég hef áhuga á öllu fólki. Ég hef áhuga á kímnigáfu fólks og vandamálum, sorgum fólks og gleði. Þar eö loftiö er frumþáttur félagslegs samstarfs, ekki síöur en hugsunar og hug- mynda, geta of sterk áhrif þess leitt til ósjálf- stæöis og erfiðleika viö aö standa á eigin fótum. Svo gæti farið aö einstaklingur meö of sterk áhrif lofts í korti sínu þyrfti sífellt aö spyrja aðra álits, ræða málin og vera úti á líf- inu. Rísandi Vog gefur til kynna að viðkomandi einstaklingur sé gæddur sérstökum þokka, hafi fágaðan feguröarsmekk og aö hæfileikar persónunnar myndu nýtast vel í lögfræði og málamiðlunarstörfum. (Sáttasemjari ríkisins, Guðlaugur Þorvaldsson, er í Vogarmerkinu.) Tungl í Tvíbura (tilfinningar) gæti gert þaö aö verkum aö persónan felli yfirboröskennda dóma og skipti stöðugt um skoðun. Þessi aðili er þó bæöi fljótur aö læra og getur miölaö öðr- um af vitneskju sinni. Hann eöa hún þrífst best við aö skipta sem oftast um umhverfi og ætti aö reyna að ferðast mikiö. Tilbreytni er þessu fólki krydd tilverunnar, hvort sem um er aö ræöa fólk eöa staði. Merkúr stjórnar huga, minni, taugum, hand- leggjum, höndum og fingrum. Inger hefur Merkúr í Steingeit sem bendir til þess að hún sé alvarlega þenkjandi og einlæg. Þótt hún sé nákvæm hvaö smáatriði varðar missir hún aldrei sjónar á heildinni. Fólk með þessa af- stööu hefur minni eins og fíllinn. Móðgi einhver það einu sinni fær viðkomandi aldrei annað tækifæri. Þetta fólk tekur sig hátíðlega og vei þeim sem ætla aö gera grín aö því. Fólk meö þessa afstööu á til aö vera tortryggið og vill skoöa staðreyndirnar vandlega. Þaö trúir staö- fastlega á lögmálið um orsök og afleiðingu. Þaö ætti þó að reyna að vera bjartsýnna þar eö þaö hefur sterka tilhneigingu til aö vera svartsýnt, kvíðið og þunglynt. Inger hefur Venus (smekk, fegurðarskyn) í Fiskum en Venus er í essinu sínu í hinu tilfinn- ingaríka og hugsjónamikla Fiskamerki. Þessi einstaklingur tekur mikiö tillit til annarra og kann aö gera þá ánægöa. Á sama hátt elskar fólk meö þessa afstööu af heilu hjarta en krefst svo lítils fyrir sjálft sig að ástvinir þess hafa til- hneigingu til aö meta þaö ekki aö verðleikum. Möguleiki er á aö þessi aðili gæti þess ekki nógu vandlega hvers konar fólki hann eöa hún binst tryggðaböndum. Fólki meö þessa af- stöðu gæti þótt göfugra að elska einhvern lægra settan sem þarfnast ástar þess sárlega og er því háöur. Það hefur í raun tilhneigingu til aö nota ekki höfuðið þegar um tilfinningamál er að ræöa heldur treysta á innsæið. Þetta er stórkostleg afstaða fyrir listamenn og styöur einnig alla dramatíska tjáningu í leiklist og rit- verkum. Mars (framkvæmdaorka) í Vatnsbera gerir fólk hreinskilið og frelsisunnandi, auk þess sem þessi orka Ijær fólki Salómonsvisku á framkvæmdasviðinu. Fólk meö þessa afstöðu tekur ávallt mannlegt eðli meö í reikninginn áður en þaö lætur til skarar skríða. Það nýtur sín þess vegna vel á stjórnmálasviðinu, gæti skarað fram úr sem sálfræðingar eöa í þjóöfé- lagsstörfum. Aöferöir þessara aðila eru frjáls- legar og jafnvel kæruleysislegar á stundum og þetta fólk á auðveldara meö aö fá hugmyndir en aö framkvæma þær. Á sviðum lista og bók- mennta er tjáningarmáti þessa fólks yfirgrips- mikill og víðtækur. ÞEGAR TUNGLIÐ ER í SJÖUNDA HÚSI ogJúpíterísamstöðuviðMars, erupprunialdarVatnsberans annig var sungiö í söngleiknum Hárinu sem fjallaöi um æskubylt- inguna í Bandaríkjunum seint á sjöunda áratugnum. Þegar Háriö var sýnt í Glaumbæ í glæsilegri leikstjórn Fisksins Brynju Benediktsdóttur var fjallað um Kidda P. sem út úr strætunum sté, hinn risavaxna hóp fólks sem á slæma for- eldra, hassreykingar, hippa (þegar þeir voru og hétu), blóm f byssukjafta og vináttu. Þótt nútíma stjörnuspekingum beri ekki saman um hvort öld Vatnsberans sé í raun runnin upp er varla neinn þeirra sem ekki viðurkennir aö Vatnsberaöldin sé aö minnsta kosti á sjóndeildarhringnum. Ýmislegt í vitund nútímamannsins bendirtil nálægöar Vatnsber- ans, svo sem aukningin á notkun tölvugagna- banka á öllum stigum iönaðar og rannsókna, uppreisnarandi stórs hluta þjóöa heimsins og vaxandi áhugi á yfirskilvitlegum efnum. Þó finnum viö enn fyrir hinum vatnskenndu áhrif- um aldar Fisksins. Þeirra gætir meöal annars í útbreiddri notkun fíkniefna og áfengis, vin- sældum kvikmynda og Ijósmyndunar sem list- greina og því valdi sem kristna kirkjan enn hef- ur um heimsbyggðina. SJÖnA SKILNINGARVITIÐ Úranus, pláneta Vatnsberans, er þriðja stærsta plánetan í sólkerfinu, um fimmtíu sinn- um stærri en Jöröin. Merkúr stjórnar rökhugs- un en Úranus stjórnar innsæi. Úranus er plán- etan sem inniheldur sjötta skilningarvitið. Margir hafa upplifað að hugsa til einhvers sem hringir í þá stuttu síðar en fáir geta meðvitað tengt sjálfa sig viö innsæisgáfu sína. Sumir sem upplifa þessa gáfu hræðast hana, aðrir gefa henni lausan tauminn sem getur jafnvel gengiö þaö langt að viökomandi fari aö þjást af ofskynjunum. Þeir síöarnefndu hafa ýmist ver- ið kallaðir skyggnir eöa sinnisveikir, sjáendur eöa syndarar, eftir því hvenær í mannkyns- sögunni og hvar á jöröinni slíkir einstaklingar komu fram. 12 VIKAN 3. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.