Vikan


Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 17

Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 17
 Ingibjörg: Og þegar maöur er búinn á sefingu fer maöur ekki bara heim að elda. Maður er alltaf með hugann við hlutverkið sitt og fer aldrei frá því á æfingatímanum. - Fylgja þessu martraðir? Ingibjörg: Mig dreymir oft það sem ég er að vinna að. Þórey: Ég þekki eina martröð. Hún er þannig að ég stend og man ekkert hvað ég ætla að gera næst og ég get ekki einu sinni talað. Halldóra: Ég held ég fái martröð fyrir hvert einasta verkefni, einhvern tímann á ferlinu. Þá fæ ég þá martröð að ég á að fara upp á svið og kann ekki textann. Allir horfa á mig og ekkert kemur. Það er hræðilegt. - Hvernig finnst ykkur að skipta kannski yfir úr nútíma manneskju yfir í aðra sem á að hafa verið uppi fyrir svona tvö hundruð árum? Ingibjörg: Manneskjan breytist svo lítið. Halldóra: Það er ekki eins erfitt og það lítur kannski út fyrir að vera því tilfinningarnar fylgja okkur frá kynslóð til kynslóðar. Og það eru þær sem við erum að vinna með. Þórey: Við fyrstu kynni virka persónurnar ólíkar manni en þegar betur er skoðað kemur í Ijós að þetta eru alltaf sömu tilfinningarnar, sömu veggirnir sem fólk rekst á og sömu erfið- leikarnir; það er ástin og hatur. Þessir eiginleik- ar sem hafa alltaf fylgt manninum - á tímum Forngrikkjanna, Shakespeares og okkar. Ingibjörg: Þegar við vorum með Dauða Dantons lásum við mannkynssögubækur til að kynna okkur aðstæður fólksins og þjóðfélags- gerðina. Þá átti maður betra með að skilja hvernig fólk tók því þegar einhver sagði eitt- hvað eða gerði á grundvelli sem hentaði ekki þjóðfélagsaðstæðunum. Maður verður að vita hvað er í gangi á hverjum tíma. Það þarf að hugsa um búningana, hreyfingamunstrið og hvernig maður kemur persónunum til skila. Hvernig hegðun og búningar hjálpuðu fólki eða hömluðu því vegna samfélagsgerðarinnar. - Þið komið þessu þá til skila með ákveðn- um smáatriðum? Þórey: Fólk tekur kannski ekki eftir smáatrið- unum en þau hjálpa okkur að koma þessu áleiðis. Ingibjörg: Við tókum einu sinni rússneskt aldamótaverk og þá vorum við settar í maga- belti. Þá fékk maður þessa tilfinningu að vera bein i baki, geta ekki beygt sig og við minnsta sjokk gat auðvitað liðið yfir manneskjuna af því að hún náði ekki að anda niður í maga. - Þarf ekki töluverða sjálfsþekkingu til að geta sett sig í spor annarrar persónu? Hvernig nálgist þið til dæmis manneskju sem er ólík ykkur og ykkur er jafnvel illa við í raunveru- leikanum? Ingibjörg: Það er mjög gaman. Mér finnst spennandi að fást við persónur sem eru ólíkar mér. í leikritinu Leiksoppar leik ég eina sem er köld, fráhrindandi og feimin en samt er hún ekki öll þar sem hún er séð. Hún gerir svona ýmislegt sem mér myndi aldrei detta í hug að gera. Mér fannst þetta rosalega spennandi. Halldóra: Auðvitað þarf sjálfsþekkingu til að geta leikið. Mikill hluti námsins fer einmitt í að læra að þekkja sína eigin rödd, sinn líkama og þar fram eftir götunum því það er engin mann- eskja svo einhliða að hún sé annaðhvort bara vond eða góð. Maður reynir að dýpka persón- una einmitt með andstæðunum sem í henni eru. Maður leikur aldrei manneskju sem manni er illa við. Það er ekki hægt. Ingibjörg Gréta ásamt Þorsteini Guðmundssyni í Dauða Dantons. Þórey: Ég held að ég sé ekki geðklofi en stundum líður mér þannig. Maður er svo fullur af andstæðum. Þó ég sé ekki morðingi þá þekki ég þessa tilfinningu að langa til að myrða einhvern eitt andartak... en ég geri það ekki. Ef maður gefur sér þær aðstæður að maður væri glæpamaður og færi alla leið þá þekkir maður tilfinninguna og skilur af hverju persón- an gerir það sem hún gerir. Halldóra: Persónurnar, sem maður leikur, eiga alltaf eitthvað í tilfinningalífinu sem maður á sjálfur og kannast við. - Ganga þessar persónur þá ekki aftur í ykkur og ásækja ykkur þegar þið eruð farn- ar að leika þær? « Þórey: Þær eiga það til að sitja í manni. Ég fann fyrir því í Dauða Dantons þar sem ég lék mjög erfitt atriði sem er alveg undir lok leiksins. Framan af leið mér alltaf rosalega illa af því að <>mér fannst ég ekki vera búin að ganga frá mín- um málum, sem þessi persóna. Svo uppgötv- aði ég að hún fórnar lífi sínu sátt við sjálfa sig. Dauðinn var hennar lausn. Eftir það leið mér sjálfri miklu betur því að þá var ég alltaf búin að klára hana á sviðinu og þurfti ekki að taka hana með mér heim. Frh. á næstu opnu 3.TBL.1991 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.