Vikan


Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 39

Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 39
Hin fimm ára gamla Raven-Symone ásamt raunverulegum foreldrum sínum. Hún kom á helmill Huxtable þegar Rudy þótti vera orðin of há í loftinu og yngra barn vantaði i fjölskylduna. Þetta er sagt hafa lagst afar þungt á K.K.Pulliam, sem leikur Rudy og reynir hún að svelta sig til að stækka ekki um of. VIII helst ekki láta neitt annað ofan í sig en vatn og gulrætur... hún samið fjölda Ijóða og smásagna. KESHIA KNIGHT PULLIAM kom í heiminn 9. apríl árið 1979 í New Jersey. Hún leikur yngsta barn fjölskyldunnar, Rudy. Hún hefur verið í sviðs- Ijósunum alla sína ævi og fengið fjölda verðlauna enda er hún geysivinsæl, ekki síst sem auglýsingafyrirsæta bæði fyrir sjónvarp og tímarit. Nú er hún hins vegar ekki lengur minnsta barnið á bænum. Huxtable-fjölskyldan hefur stækkað eins og lög gera ráð fyrir. Sondra hefur eignast tví- bura með manni sínum, Elvin (sem er leikinn af Geoffrey Owens) og Denise er gift undirforingja í sjóhernum, Martin Kendall að nafni (Jos- eph C. Phillips). Hún hefur eignast fjögurra ára stjúpdótt- ur, Ólivíu að nafni, sem leikin er af Raven-Symone. Um það hlutverk hefur sú stutta sagt: „Ég verð bara að vera sæt.“ SVARTUR, HVÍTUR OG SÍÐAN? Síðan þættirnir hófust árið 1984 hafa margir gestir komið fram í þeim. Nefna má Sammy Davis Jr., Placido Domingo, Stevie Wonder, Christopher Plummer, B.B. King, Hljóm- sveit Counts Basie, Nancy Wilson, Danny Kaye og An- thony Quinn. Gestirnir hafa haft mismunandi hörundslit enda hefur Bill Cosby sagt: „Það vill svo til að ég er eini skemmtikrafturinn í heiminum sem blaðamenn geta rólegir spurt: Ertu fyrst og fremst Afró-Amerfkani eða svartur og síðan Ameríkani? Hvað mein- arðu með „og síðan?“ segi ég þá og blaðamaðurinn segir: Ég ætti kannski að segja: Ertu hvít persóna áður en þú ert Ameríkani? Mér finnst að spurningin ætti að vera: Þekk- irðu sjálfan þig.“ Það er aldrei farið inn á litar- hátt fólks í þáttunum. „Kyn- þáttamál eru ekkert fyndin," segir Cosby, „og skrýtlur bæta það ástand ekkert." Hann á annars sjálfur mik- inn þátt í að skapa fjölskyldu- sögu Cliffs Huxtable. Að vísu hefur hann fjórar konur á laun- um við að skrifa handrit að þáttunum en flestar frumhug- myndirnar koma frá honum. Þar að auki skáldar hann um það bil þriðjunginn af því sem hann segir fyrir framan upp- tökuvélarnar. Sumir segja að hann sé hrokafullur og vilji hafa allt fullkomið sem hann kemur nálægt og stjórna öllu sem sjónvarpsþáttunum við- kemur. En hann er mjög elsku- legur við yngri leikara í þáttun- um og utan upptökuversins er hann afslappaður, þægilegur í umgengni og hefur orð á sér fyrir að vera fluggreindur. Hann á heilmikið og gott mál- verkasafn, verðmæta forn- gripi, einkaþotu og fimmtán bíla, svo sem Ferrari, Porsche, Aston Martin frá 1935 og Frh. á næstu opnu adidas sssm ■(/) ö TJ adldas 5 E í? adidas SPORTLÍNAN 3.TBL1991 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.