Vikan


Vikan - 07.02.1991, Page 39

Vikan - 07.02.1991, Page 39
Hin fimm ára gamla Raven-Symone ásamt raunverulegum foreldrum sínum. Hún kom á helmill Huxtable þegar Rudy þótti vera orðin of há í loftinu og yngra barn vantaði i fjölskylduna. Þetta er sagt hafa lagst afar þungt á K.K.Pulliam, sem leikur Rudy og reynir hún að svelta sig til að stækka ekki um of. VIII helst ekki láta neitt annað ofan í sig en vatn og gulrætur... hún samið fjölda Ijóða og smásagna. KESHIA KNIGHT PULLIAM kom í heiminn 9. apríl árið 1979 í New Jersey. Hún leikur yngsta barn fjölskyldunnar, Rudy. Hún hefur verið í sviðs- Ijósunum alla sína ævi og fengið fjölda verðlauna enda er hún geysivinsæl, ekki síst sem auglýsingafyrirsæta bæði fyrir sjónvarp og tímarit. Nú er hún hins vegar ekki lengur minnsta barnið á bænum. Huxtable-fjölskyldan hefur stækkað eins og lög gera ráð fyrir. Sondra hefur eignast tví- bura með manni sínum, Elvin (sem er leikinn af Geoffrey Owens) og Denise er gift undirforingja í sjóhernum, Martin Kendall að nafni (Jos- eph C. Phillips). Hún hefur eignast fjögurra ára stjúpdótt- ur, Ólivíu að nafni, sem leikin er af Raven-Symone. Um það hlutverk hefur sú stutta sagt: „Ég verð bara að vera sæt.“ SVARTUR, HVÍTUR OG SÍÐAN? Síðan þættirnir hófust árið 1984 hafa margir gestir komið fram í þeim. Nefna má Sammy Davis Jr., Placido Domingo, Stevie Wonder, Christopher Plummer, B.B. King, Hljóm- sveit Counts Basie, Nancy Wilson, Danny Kaye og An- thony Quinn. Gestirnir hafa haft mismunandi hörundslit enda hefur Bill Cosby sagt: „Það vill svo til að ég er eini skemmtikrafturinn í heiminum sem blaðamenn geta rólegir spurt: Ertu fyrst og fremst Afró-Amerfkani eða svartur og síðan Ameríkani? Hvað mein- arðu með „og síðan?“ segi ég þá og blaðamaðurinn segir: Ég ætti kannski að segja: Ertu hvít persóna áður en þú ert Ameríkani? Mér finnst að spurningin ætti að vera: Þekk- irðu sjálfan þig.“ Það er aldrei farið inn á litar- hátt fólks í þáttunum. „Kyn- þáttamál eru ekkert fyndin," segir Cosby, „og skrýtlur bæta það ástand ekkert." Hann á annars sjálfur mik- inn þátt í að skapa fjölskyldu- sögu Cliffs Huxtable. Að vísu hefur hann fjórar konur á laun- um við að skrifa handrit að þáttunum en flestar frumhug- myndirnar koma frá honum. Þar að auki skáldar hann um það bil þriðjunginn af því sem hann segir fyrir framan upp- tökuvélarnar. Sumir segja að hann sé hrokafullur og vilji hafa allt fullkomið sem hann kemur nálægt og stjórna öllu sem sjónvarpsþáttunum við- kemur. En hann er mjög elsku- legur við yngri leikara í þáttun- um og utan upptökuversins er hann afslappaður, þægilegur í umgengni og hefur orð á sér fyrir að vera fluggreindur. Hann á heilmikið og gott mál- verkasafn, verðmæta forn- gripi, einkaþotu og fimmtán bíla, svo sem Ferrari, Porsche, Aston Martin frá 1935 og Frh. á næstu opnu adidas sssm ■(/) ö TJ adldas 5 E í? adidas SPORTLÍNAN 3.TBL1991 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.