Vikan


Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 45

Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 45
viö dómgreind þeirra sem við höldum og trúum að vilji okkur vel og sjái betur en við sjálf hvað okkur hentar. Við höldum líka stundum við þessar kringumstæður að viðkomandi séu á allan hátt snjallari en við sjálf, ekki bara í ákvarðana- tökum heldur á öllum öðrum sviðum líka. VANMAT Á SÉR Þessi afstaða annars vegar til eigin skynsemi og hins vegar til mögulegrar skynsemi ann- arra er oftast afleiðing af því sem áður sagði, vanmati á sjálfum sér. Einmitt þetta er ekki ósvipað því til dæmis sem þú gerðir hvað varðaði það aö láta eyða barni því sem þú gekkst með. Á þeim tíma varstu hrædd, öðrum háð og vonsvikin vegna þess að meining þín var aö mennta þig áfram en ekki að lenda í einhvers konar basli. Þér liði örugglega betur núna ef þú hefðir einungis tekið þessa afdrifaríku ákvörðun sjálf en ekki í samvinnu við aðra, þó vissulega sé erfitt að sanna eða fullyrða slíkt. INNIBYRGÐ REIÐI GET- UR VALDIÐ ÞUNGLYNDI Nú líður þér ömurlega og finn- ur til mikils pirrings í garð ann- ars vegar kærasta þíns og hins vegar fjölskyldna ykkar. Auk þess ertu miður þín vegna eigin breytni. Af þessum á- stæðum er athugandi fyrir þig hvort þú átt ekki hreinlega að leita stuðnings til dæmis sál- fræðings eða geðlæknis. Slíkir eru sérfróðir einmitt í líðan sem þessari og mögulegum afleiðingum hennar sem geta verið áþekkar því sem þú talar einmitt um - eins og að ásaka sjálfa þig með öllum þeim innri kvölum sem því fylgir. Þú ert sennilega mjög reið, án þess að gera þér fulla grein fyrir því, út í kærastann þinn og finnst hann sennilega frem- ur lítilsigldur sem persóna og getur því engan veginn fellt þig við hann. í þessari stöðu er það ofureðlilegt. Hvað snertir aftur á móti fjöl- skyldur ykkar beggja er ekki ósennilegt að í garð þeirra sért þú öskureið líka. Eins og þú bendir á: Af hverju bentu þær ykkur ekki á mögulega ábyrgð ykkar á aö ala önn fyrir ný- fædda barninu fremur en að benda á lausn sem lá í áður- nefndri framkvæmd, fóstur- eyðingunni? Allar þessar ástæður fram- kalla ofsafengna reiði sem ■ Ég kynntist kærasta mínum fyrir þónokkru og varð reyndar ófrísk skömmu seinna. ■ Þar sem ég er ekki tekjuhá og á leið í framhaldsnám erlendis virtust allir þeir sem ég ráðfærði mig við vissir um að besta lausnin væri fóstureyðing eða einfaldlega að gefa barnið. ■ Ég þráði að halda barninu en óttaðist að enda kannski á bónbjargar- styrk hjá ríkinu. ■ Ég var ráðvillt og fór í fóstureyðingu en hef séð óendanlega mikið eftir því og liðið mjög illa. Ég er þunglynd á köflum og frekar uppstökk og samband mitt og kærastans er fremur stirt enda ekki undarlegt. Mér hefur fundist honum létta eftir þessi óskemmtilegu málalok, sem mér finnst satt best að segja erfitt að fyrirgefa honum. Ég er sár út í hann og fjölskyldu mína sem hefði frekar átt að styðja þá hugmynd að ég héldi barninu. Mest sárnar mér þó við sjálfa mig fyrir að hafa fram- kvæmt þetta neyðarúrræði. virðist snúa inn á við og valda þessu tímabundna þunglyndi sem þú finnur fyrir. Þú ættir því að leita hjálpar hjá þeim sem hafa sérhæft sig í lækningu þess og meðhöndlun, eins og áður sagði til dæmis geðlækni eða sálfræðingi. AÐ AXLA ÁBYRGÐ Hvað varðar það að þú getir dregið úr ábyrgð ykkar tveggja á framkvæmdinni - með því að benda á að fjölskyldur ykk- ar hefðu átt að örva ykkur til aö horfast í augu við vandann og greiða úr honum á annan hátt og þá kannski með því að eignast barnið og ala það upp - er erfitt að svara á annan hátt en þann að þið eruð full- orðið fólk sem á ekki að þurfa að hugsa fyrir eða taka ábyrgð af eða á, ef við miðum við það eðlilega. Þaö er því óhyggilegt að láta þannig ranghugmyndir eitra hug sinn og afstöðu til framkvæmdarinnar. Betra væri að reyna að vinna sig frá þannig niðurbrjótandi hugsun- um og minna sjálfa sig á að það sem hefur verið fram- kvæmt verður ekki aftur tekið, hvað sem öllu ranglæti áhrær- ir. SEKTARKENND Það er jafnframt þessu sem áður er talið full ástæða til aö ætla að þú þjáist af mikilli sekt- arkennd, sem blandast senni- lega sjálfsfyrirlitningu. Þaö er ofureðlilegt þó vissulega sé ástæða til að skoða þær kenndir betur. Við vitum að oft er það þannig í lífi okkar aö við bregðumst við aöstæðum mið- að við þann skilning sem við höfum hverju sinni á málunum og því sem þeim tengist. Það segir ekkert til um manngildi okkar. Miklu frekar er visbend- ing um það innifalin í því, hvernig við vinnum okkur út úr því, sem á eftir kemur. [ þínu tilviki er alveg Ijóst aö ótti, ó- öryggi og vanmat á sjálfum sér, auk sennilega þjálfunar- leysis í að taka ákvarðanir, hefur litað alla þessa erfiðu á- kvörðun, en ekki upplag þitt og augljósir kostir. FÓSTUREYÐINGAR Vissulega verður aö viður- kennast að fóstureyðingar eru rangar í einhverjum skilningi þess orðs en hverjum treysti ég mér ekki til að meta vegna þess að ég gæti sjálf hafa brugðist við á sama hátt og þú, af svipuðum ástæðum og liðið nákvæmlega eins illa á eftir. Með þessu er ég ekki að mæla þessari framkvæmd bót, svo langt því frá, vegna þess að ég virði rétt bárnsins sem ekki getur sagt tií um vilja sinn til að lifa meðan það er enn f móðurkviði. Það hljóta að vera brot á lögmálum Guðs aö deyða það líf sem hann býr til, hvort sem það er á jörðunni eða í móðurkviði. Um þetta hljótum við að vera sammála þó sárt sé að segja það við þig þar sem þér líður svona illa. Á móti kemur að þú vissir ekki betur en þetta á tilteknum tíma, svo þarna er ekki um beinan ásetning að ræða heldur miklu fremur barnalega sjálfsvörn. Það getur enginn ásakað mannætu fyrir aö borða mannakjöt þó ógeðfellt sé, ef hún veit ekki og gerir sér enga Ijósa grein fyrir að það er alfar- ið rangt. Þó gæti verið mögu- legt að benda henni á það við tækifæri og þá myndi viðkom- andi örugglega fyrst framan af fyllast algjörum hryllingi á sjálfs síns athöfnum og líða mjög illa. Eins til viðbótar er ágætt að gera sér grein fyrir að allar staðreyndir benda til þess að þær framkvæmdir okkar sem runnar eru undan rifjum tfma- bundins þekkingar- eða þroskaleysis okkar eru venju- lega þess eðlis að þær eru ekki nema í undantekningartil- vikum vísbending um raun- verulegan vilja okkar í tiltekn- um málum. GUÐ FYRIRGEFUR Þú iðrast þessarar fram- kvæmdar og það segir aö ef þú stæðir frammi fyrir sömu ákvörðun í dag myndi niður- staðan verða allt önnur og lík- ari því sem upplag þitt bendir til. Það verður þú aö sjá og skilja því það beinir hugsun þinni inn á betri og jákvæðari braut fyrir sjálfa þig og framtíð þína. Biddu því góðan Guð um að fyrirgefa þér þennan misskiln- ing og hann gerir það. Vertu Frh. á bls. 49 3.TBL. 1991 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.