Vikan


Vikan - 06.07.1950, Síða 6

Vikan - 06.07.1950, Síða 6
6 VIKAN, nr. 26, 1950 hlut. Hann á heima í tveim herbergjum á Sir- lowe Court og hefur aðeins einn karlmann sér til aðstoðar. Hann ræktar nægilega mikið grænmeti fyrir sjálfan sig og lifir að öllu leyti á þessum pen- ingum, sem hann fékk fyrir búgarðinn sinn í Ástralíu, og á þeim litlu tekjum, sem hann hefur af ættaróðalinu. En auðvitað vonar hann stöðugt að hann fái einn góðan veðurdag peningana eftir frænda sinn. Fólkið hér í nágrenninu kærir sig eakert um að umgangast hann. 1 fyrstunni var það að vísu nógu vingjarnlegt, en það var af einskærri forvitni. En nú vill enginn heimsækja hann. Fólkinu geðjast ekki að lifnaðarháttum hans, því finnst hann vera fráhrindandi og dulur — „mjög bitur maður,“ svo að ég noti orð frú Twitchell. En mér lízt samt sem áður vel á hann.“ „Já,“ viðurkenndi Alison. „Mér leizt einnig vel á hann. Hann leit einnig út fyrir að vera vel upp alinn og svo er hann ákaflega sviphreinn.“ „Hann fékk líka gott uppeldi. Hann var í skóla í. Sydney. Það sá frændi hans um. /Hann hefði líka orðið einkaerfingi gamla mannsins, ef þessi stúlka hefði ekki verið til. Hún býr ásamt móður sinni og yngri systur 1 stóru húsi. Ættarnafn þeirra er Grange. Eldri systirin, Gwen, giftist fyrir tveim árum, og hún á son, sem var uppáhald gamla mannsins. Það voru þau, sem fengu meiri- hluta peninganna. En Esmé, yngri systirin, fékk einnig þó dálítið. Hún er mjög reið vegna þess, að „ástralski bóndakurfurinn" erfði óðalið og tit- ilinn. — Ég hygg, að hún hafi vonað, að hún yrði eiginkona einkaerfingja Bowisdale lávarðar. Hún og móðir hennar hafa æst alla í bænum upp á móti Larry." „Ætli hann gefist ekki upp á þessu öllu saman og fari aftur til Ástralíu," sagði Alison. „Það hlýtur að vera mjög óþægilegt að búa hér undir þessum kringumstæðum." „Ég býst tæplega við því. Frú Twitchell segir, að hann sé mjög ákveðinn." Á þessu augnabliki kom Frank til baka og Ali- son fór með honum út í garðinn. En við kvöld- verðarborðið bað hún Kitty um að segja sér fleira um umræddasta fólkið í sveitinni. „Án efa er lafði Tamford áhrifamesta mann- eskjan. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og er gift baróni, sem býr á herragarði Primsworth. Hún er mjög vinsæl og þykir sjálfsögð í öllum meiri háttar veizlum. Svo er auðvitað regin firn af uppgjafahermönnum eins og alls stað- ar. Bridshaw ofursti býr hér hjá miðaldra syst- ur sinni í Chestnuts, og svo er Kydwyn herfor- ingi og kona hans og tvær dætur búa í Pine- leigh. Svo er það auðvitað séra Blanworth og frú. Hann er mjög vinsæll, en hún ekki. En við komum Hklega ekki til með að umgangast þau, því að í fyrsta lagi erum við fátæk, og í öðru lagi höfum við ekki vinnustúlku. Ég býst við, að þau sýni okkur bara megna fyrirlitningu. Það er það versta við að búa í sveit." „Hver býr í stóra húsinu, rétt hjá járnbraut- arstöðinni?" „Ó, ég hafði alveg gleymt honum. Býlið heit- ir „Lappins Holt“, og Piers Lockingham á það. Hann er rithöfundur og landkönnuður og elskar einsetulíf." „Er hann giftur?" spurði Alison. „Nei, glerharður piparsveinn, sem kýs það helzt að vera í kyrrð og ró. Eftir því, sem frú Twitchell segir, er frú Fansell, sem er „glaða ekkjan" hér um slóðir, stöðugt á höttunum eft- ir honum, en hún hefur enga von. „Lappins Holt“ er yndisleg eign með um það bil þúsund hektara landi. Meiri hlutinn er skógur, sem ég hef hugs- að mér að ganga um, þó að hann sé einka eign. Það er reyndar allar jarðir hér um slóðir, og það finnst mér ekki réttlátt. Mér, sem finnst svo gaman að ganga mér til skemmtunar, hvers- vegna á ég alltaf að vera á rykugum vegin- um?“ „Þú verður samt að vera varkár, þvi annars geturðu' átt von á því, að þú fáir einn góðan veðurdag skriflega ákæru og miklar sektir. Sum- ir þessara óðalseiganda og höfðingja eru mestu fúlmenni,“ sagði Frank aðvarandi. Kittý leit á hann, án þess að segja orð. „Ég passa mig áreiðanlega," sagði hún síðan. „Við skulum fara í kirkju á morgun, og sjá eitthvað af þessum furðufuglum," sagði Álison. Daginn eftir fóru Kitty, Alison og Frank til kirkju. Móðirin hafði of mikið að gera, til þess að hún gæti komið með. Joan var slæm í höfðinu,. og varð að liggja fyrir, og Kosa Veronica vildt heldur ganga um og skoða nágrennið, en að hlusta á guðsorð. Það hefði getað verið of hættu- legt að taka yngstu börnin með, þó að Willie hefði verið þægari en venjulega, eftir flenging- una hjá Larry Kestonville. Hann hafði meira að segja verið svo þægur, að móðir hans var al- arlega hrædd um, að hann væri lasinn. Litla sveitakirkjan var nýtizku bygging. Að utan var hún ekki mjög skrautleg, en glugga- rúðurnar, sem lafði Tamford hafði gefið til minningar um eina son sinn, sem hafði dáið af slysförum fyrir nokkrum árum, voru mislit- ar. Systurnar og Frank urðu þess brátt vör, að fólk starði alveg ófeimið á þau, þegar þau höfðu sezt, og Alison varð fegin, að hún var vel tiL fara. Alison elskaði falleg föt, og háði oft, sér- staklega á vorin, harða baráttu við þennan eigin- leika sinn, því hún varð að spara til þess að geta einhverntíma stofnað heimili. 1 þetta skipti hafði hún þó látið undan girnd sinni, og hún hafði fengið sér gráa, klæðskerasaumaða tweed- dragt; Kitty fannst allt í einu hún vera aum- kunarverð í brúnu, snjáðu kápunni sinni. Hún hafði gefið Alison peningana fyrir dragtinni. En hve það var líkt Alison, að vera sú fyrsta til. þess að færa sér arfinn í nyt. Þau komu það snemma, að þau gátu athugað fólkið, sem kom. Það var ekki erfitt að gera sér grein fyrir hver var Bridshaw ofursti, því hann hafði mjög hermannlegan svip. Þar að auki var hann með systur sinni. Þær urðu ásáttar um að útitekinn náungi með fjarrænt augnaráð hlyti að vera Kydwyn herforingi. Kona hans var með honum. Síðan kom velklædd, miðaldra kona í fylgd með ungri, fallegri stúlku. Þær gátu sér þess til, að þetta væri lafði Tamford og dóttir hennar, Evadne Tamford. Þrátt fyrir hinar ýtar- legu lýsingar frú Twitchell gátu þær ekki áttað sig á öllum, sem komu. Hár maður í gráum, velsaumuðum fötum kom síðastur, áður en guð- þjónustan byrjaði. Hann settist á auðan stól þrem bekkjum framar en þær. „Hver skyldi þetta nú vera?“ sögðu Kitty og Alison báðar í einu. Teikning eftir George McManus. Blessað barnið! Kunninginn: Ó, það var gott, að þú leizt inn. Ég er í standandi vandræðum með son minn, ég get ómögulega fengið hann til að hætta að gráta. Pabbinn: Láttu mig taka við honum! Pabbinn: Sjáðu! Ég kann lagið á börnunum! Það er sérgáfa. Það er eitthvað i persónuleikanum, sem veldur því! Kunninginn: Það er dásamlegt að hafa svona lag á börnum! Drengurinn er núna í sjöunda himni! Kunninginn: Blessaður og þakka þér kær- lega fyrir! Pabbinn: Láttu mig bara vita, ef hann græt- ur mikið, ég lít þá inn aftur! Pabbinn: Hvað er að litla vininum? Mamman: Hann hefur grátið í allan dag, ég ræð ekkert við hann. Pabbinn: Hættu nú, Lillí minn. Klukkan er orðin þrjú. Eitthvað verður pabbi að fá að sofa og mamma er líka úrvinda af svefnleysi!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.