Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 40, 1950
KARA YUSSEF SIMÝR AFTUR
Eftir ACHNEÐ ABDULLA
Reiðileg orð og háværar raddir karlmanna í
handalögmáli hljómuðu frá innganginum inn í
kaffistofu Mustafs. Þeir voru eins og venjulega
að koma úr kvöidkaffi, en í þetta skipti hafði
það nærri endað með skelfingu. Kara Yussef,
risavaxni Afghaninn, sem var skráður í enska
herinn, hafði orðið viti sinu fjær af reiði og ætl-
aði að drepa hestaprangarann, sem hafði kom-
ið til herbúðanna, vegna þess að þessi kjafta-
skúmur hafði vogað sér að segja frá, hvað hann
hafði heyrt, þegar hann fór yfir fjalllendið.
Nú reikaði Kara Yussef niður eftir götunni
og hugsaði um Jehanna.
Aldrei gæti hann gleymt þessari háu og grönnu
stúlku með fílabeinshvítu húðina og tinnusvart
hárið — og augnaráð hennar var nóg til að koma
hjörtum jafnt ungra sem gamalla til að slá örar!
Það voru nærri þrír mánuðir frá því hann hafði
séð hana. Þá hafði hann verið hreykinn af því
að vera hermaður, en nú hafði hann enga ánægju
af bardögum lengur. Hann hafði ferðast langar
ieiðir þvert í gegnum Afghanistan, yfir fjall-
iendið að landamærunum, þar sem ættbálkur
hans, Nadirættflokkurinn, bjó í gróðursælum dal
fyrir austan Kohee Baba.
Foreldrar hans voru dánir, og yngri bróðir hans,
Hajji Goor, hafði langað til að ganga mennta-
veginn og var þess vegna sendur í skóla í Persíu,
þar sem hann nam prestleg fræði Múhameðs-
trúarmanna. En það voru þó margir aðrir, sem
buðu Kara Yussef velkominn heim! Það voru
margir, sem hann gat rætt við og sagt frá bar-
dögum, sem hann hafði tekið þátt í.
Fólkið hló, þegar hann sagði því frá öllu, sem
hann hafði séð og afrekað. Þetta var friðsæl
þjóð, sem var ánægð með land sitt. Hvers gat
hún fremur óskað? Hún sem átti kvikfénað og
ávaxtagarða.
En fólkið naut að hlusta á frásögur Kara
Yussefs og hrópaði:
„Segðu okkur fleira, mikla hetja!“
Ef til vill voru ekki allar sögurnar jafn sann-
ar, en hvað um það, fólkið hló og klappaði sam-
an höndunum, og gömul kona spurði hann, hvort
hann ætlaði ekki að kvænast.
„Þegar ég finn þá einu réttu! En þangað til,“
bætti hann hrokafullur við, „kyssi ég allar aðrar
stúlkur!"
Var þetta gort? — Ekki að öllu leyti.
Ef skógurinn hefði getað talað, hefði hann get-
að sagt frá, hvernig næstu vikurnar hver stúlk-
an á fætur annarri átti þar leynilegt mót með
hermanninum fræga, og þær kysstu hann ástríðu-
fullar, hann gat haft fullkomið vald yfir hvaða
stúlku, sem hugur hans girntist.
Þannig hafði það alltaf verið. Lítil Hindúa-
stúlka beið hans róleg í Peshawer.
Hvað hét hún annars? Ó, já, Chandravati! Hún
var svo fögur og trygg — —
En, látum hana bíða--------látum þær allar
bíða!
1 augnablikinu var bezt að vera heima, og stúlk-
umar heima voru þær beztu.
En svo var það dag nokkurn skömmu eftir
heimkomu hans, að hann sá Jehanna, dóttir
Abderahman Tereh. Fjölskylda hennar var einn-
ig af Nadirættflokknum, en hún var fædd og upp-
alin hinum megin við Kohee Baba, en hún var
komrn í heimsókn til ömmu sinnar, sem var orðin
gömul og farin.
Kara Yussef sá hann, þar sem hún sat fyrir
utan húsið og steytti korn i trémorteli. Hann nam
staðar og hugsaði:
„Þetta er nýtt andlit, dásamlegt andilit —
hjarta mitt slær örar!“
Upphátt spurði hann: „Hver ert þú?“
„Ég er Jehanna, dóttir Abderahman Terek."
„Og ég er Kara Yussef."
„Þú hefur verið hér aðeins i tvo daga, og ég
hef þegar heyrt talað um þig!“
„Vitanlega! Orðstír minn breiðist út um víða
veröld! Á ég að segja þér dálítið?"
„Já!“
„Ég elska þig, þú ert yndi augna rninna!"
Hann ætlaði að faðma hana að sér, en hörf-
aði undan, þegar hún sló hann löðrung með litlu
hendinni sinni. Hann hló.
„Mér þykir ennþá vænna um þig, fyrst þú ert
svona kostbær," sagði hann og fór — en hann
kom aftur. Dag eftir dag sagði hann henni frá
ást sinni, það hafði engin áhrif á hana. Þegar
vikan var liðin bað hann hennar, og í fyrsta
skipti á æfinni var hann auðmjúkur og biðjandi
eins og barn.
„Þykir þér þá ekkert vænt um mig —?“ sagði
hann svo auðmjúkt, að hún vorkenndi honum og
svaraði:
„1 fyrstunni geðjaðist mér ekki vel að þér,“
sagði hún vingjarnlega. „En nú kann ég vel við
þig.“
„Þú — elskar mig?“
„Nei!“
„En þú sagðir------------“
„Að kunna vel við er ekki að elska. Blóm er
ekki ávöxtur."
„En blóm getur orðið að ávexti. Ef til vill elsk-
arðu mig áður en langt um líður."
„Nei, aldrei!" sagði hún ákveðið.
Hann hristi höfuðið. Hversvegna elskaði hún
hann ekki? En svo hugsaði hann: „Ég veit, hvað
ég ætla að gera —- 'ég fer í burtu. Þá saknar
hún mín, og þegar ég kem aftur, á ég hana!“
Þess vegna sagði hann:
„Á morgun yfirgef ég þessi fjöll!"
„Hvert ferðu?"
„Til Indlands, svo að ég geti barizt fyrir rétt-
lætinu! Ó —“ hélt hann áfram, „ég er svo gagn-
tekinn af ást til þín, að ég verð að fara hægt
i burtu, svo að hjarta mitt bresti ekki og ástin
spillist! En allt i einu kom gamli Adam upp í
| 1. Hvernig geta menn vitað, að hrísgrjón |
er sú korntegund, sem maðurinn not- I
færði sér fyrst sem fæðutegund?
1 2. Hvað heitir stærsta eyjan í Færeyj- =
f um ?
| 3. Hvað er tetanus?
| 4. Hvað er ikon?
I 5. Hvað þýðir orðið convoj?
| 6. Hvor er þyngri hnefaleikamaður í |
léttivigt eða hnefaleikamaður í velti- =
vigt ? |
| 7. Eftir hvern er leikritið „Einu sinni |
var“ ?
= 8. Hvað heitir flugvöllurinn í Parls?
| 9. Getur svín fengið gin- og klaufaveiki? |
= 10. Hvar er Leopolds II. vatnið ?
Sjá svör á bls. 14. |
...........................iiiiiiiii 11111111111 ■■ iiniiiiiiiiiiuiiiiÞ'
honum. „Ég verð tvö ár í burtu, og ef nokkur
annar karlmaður nálgast þig, sem kremur hjarta
mitt, á þeim tíma------“
„Hvað þá?“
„Þá hegg ég af honum höfuðið!"
Nokkrum vikum siðar gekk hann aftur í her-
inn í Peshawer. En hann gat ekki gleymt Je-
hanna.
Að vísu hafði hann Chandravati, og hún var
ung og falleg, bjó til góðan mat og var tryggðin
sjálf eins og títt er um hindúakonur. Hann sagði
henni frá Jehanna, en hún yppti öxlum. „Þú seg-
ist elska hana, en hún elskar þig ekki ennþá.
Ég elska þig, og ég er hér. Þetta mun allt verða
eins og guðirnir vilja."
Hún var þolinmóð og góð.
Kara Yussef fór beint til hennar eftir að hafa
drukkið kvöldkaffið hjá Mustafa og sagði, að
hann færi heim til fjallanna daginn eftir.
„Farðu, ef það er nauðsynlegt fyrir þig, herra
rninn!"
„Þú veizt, hversvegna ég fer?“
„Jehanna — •—?“
„Já, hún er heitbundin öðrum.
„Ætlarðu að drepa hann?“
„Ég get það ekki. Hann er bróðir minn. Ó,
Allah!“ Þvi næst sagði hann ofsareiður: „Hvern-
ig getur hún elskað hann. Hann er sagður lítil-
mótlegur prestur! Hvernig getur kona elskað
hann?“
„Ástin er blind,“ hvíslaði Chandravati. „Ég
elska þig!“
Augnablik varð hann hnugginn og viðkvæmur
en hann hristi þær tilfinningar af sér. Hann snéri
sér á hæli og gekk til dyranna. Hún hljóp á eftir
honum og kyssti hann.
„Hamingjan fylgi þér, minn hjartkæri herra!"
Hann fór til herforingjans og bað um leyfi til
að tala við hann. Loks fékk hann áheyrn, og
þegar hann bað um leyfi, varð herforinginn þrung-
inn af réttlátri reiði.
„Hvað á þetta að þýða. Þú ert nýkominn að
heiman, og nú viltu fá frí aftur ? — í Burma kom
til uppreisnar, og við getum átt von á þvi á hverri
stundu að verða sendir þangað! Þetta verður
að bíða betri tíma.“
„Ég get ekki beðið, Sahib!"
„Þetta er vitanlega varðandi eina þessara ætt-
ardeilna, sem eru svo algengar hjá þínum þjóð-
flokk! Láttu það bíða!“
„Ættardeila gæti beðið, en ekki þetta, Sahib."
„Jæja, hvað er það þá?“
„Konan, sem ég elska ætlar að giftast öðrum
manni eftir sjö daga, og ég er sjö daga að kom-
ast heim til ættborgar minnar.“
Afghanistinn þagði. Herforinginn leit á hann.
Hann minntist þess, hvernig Kara Yussef hafði
bjargað lífi hans einu sinni í blóðugum bardaga.
„Allt í lagi,“ sagði hann,“ þú getur fengið
leyfi. Eina viku til að komast heim til þín —
eina viku til að koma málum þínum í lag og
loks eina viku til að komast hingað. Síðan verður
þú hér í herdeildinni með eða án konunnar."
„Með konuna, Sahib — það er áreiðanlegt."
Kara Yussef var aftur orðinn öruggur með
sjálfan sig, og hann lagði næsta dag af stað norð-
ur á bóginn — gangandi — á hesti — á kamel-
dýri — og aftur gangandi — alla þessa löngu
leið.
Bróðir hans! Presturinn! Hann átti aðeins að
biðja fyrir náunganum. Starf hans var göfugt,
en hann var ekki karlmaður, sem gat sveiflað
sverði — karlmaður, sem konur elskuðu. — Og
Jehanna ætlaði að giftast bróður hans, þegar vik-
an væri liðin.
Það gat ekki átt sér stað. Hún ætlaði einungis
að leika sér að honum. Hún hlaut að vita, að
þetta myndi berast til eyrna Kara Yussef. •—
Sannleikurinn var liklegast sá, að hún saknaði
hans!
„Ég mun aldrei elska þig!“ hafði hún sagt, en
það var víst einungis til þess að gera hann ennþá
ástfangnari.
Framhald á bls. 10.