Vikan


Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 15

Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 40, 1950 15 Rökkur yfir Eyrarsundi Framhald af bls. 7. líkara en þeir búist við, að nú verði líf 1 tuskunum í nótt. Það er eins og loftið sé hlaðið sprengiefni. Kunningi okkar gengur hröð.um, ákveðnum skrefum yfir götuna, út á torgið, og stefnir beint á Strykið, þangað sem mannhafið streymir, hliðinu að hinu lokkandi næturlífi Kaup- mannahafnar, hinu gullna porti sjálfrar Hafnarsælunnar. „Pögur er hún Höfn gegnum hugmyndanna gler, en allra fegurst óséð, og eins hún verður þér.“ En þegar hann er kominn út á mitt Ráð- hústorgið, fær hann allt í einu kynlegt hugboð. Hann gerir sér í hugarlund, hvern- ig svona næturævintýri geti endað, ef óheppnin er með og illt á að ske á annað borð. Fyrst framan af mun allt fara vel, að öllum líkindum, en þegar líður á nótt- ina getur allt skeð, svo hugsanlegt sem óhugsanlegt. Þá má vel hugsa sér, að kunningi okkar, sem er hinn gæfasti mað- ur hversdagslega, telji sér skylt að reka harma sinna á danskinum fyrir það að langa-langa-langa-langafi hans hafi selt langa-langa-langa-langafa sínum maðkað mjöl, vegið á svikna vog, eða, ef hann er minnugri hinna ferskari atburða, álíti tímabært að hefna ósigursins, sem islenzku knattspyrnumennirnir biðu fyrir Dönum í Árósum í gær, enda þótt hann hafi fram að því ekki haft miklar áhyggjur af slíkum smámunum. Þegar svo er komið má hugsa sér, að kunningi okkar víki sér að þeim pananum, sem næstur honum er, og trúi honum fyrir því, með fullkomnum skorti á diplomatiskri kurteisi, að dönsk þjóð hafi alltaf verið fremur lítilla sanda og jafnvel enn minni sæva. Þegar þar er komið sögu, finnur Daninn sig ef til vill knúðan til að skýra lögreglunni frá því, að hér sé kominn Islendingur, sem ekki verði komizt hjá að taka mark á, þar eð hann sé fullur. Ævintýrinu lýkur á þann hátt, að kunningi okkar, sem nú er orð- inn eilítið framlægri en hann á að sér, fær örugga fylgd til þráðrar hvíldar — í Hotel de la Police. Einnig er hægt að hugsa sér annan endi á tilvonandi ævintýrum næturinnar. Með því að kunningi okkar er fremur vel til fara og því líklegur til að hafa nokkur auraráð, er ekki úti lokað, að einhver viðmótsþýð hispursmeyja með brosljúfar varir og glettnisleg augu, bjóðist til að gefa honum forsmekkinn að því, hversu hinar hjartahlýju, dönsku konur kunni vel að búa að manni. Slíkt ævintýri getur fengið þann sviplega endi, að á morgun megi lesa í Extrabladet feitletraða fyrir- sögn, sem hljóðar, í öllu sínu látleysi, eitthvað á þessa leið: Drukkinn Islendingur fannst alls- nakinn í morgun, sofandi á bekk fyrir framan Konunglega leikhúsi'ö. Danska lögreglan miskunnaöi sig yfir manninn og lánaöi honum teppi til að sveipa utan um sig á leiöinni heim — meö pví skilyröi pó, aö hann lofaöi að skila teppinu aftur. Þegar kunningi okkar á eftir fáein skref að Strykinu, hrekkur hann allt í einu upp af hugleiðingum sínum, nemur skyndilega staðar og ávarpar í huganum mann, sem er dauður fyrir hundrað og fimmtán ár- um: „Skapti Timoteus Stefánsson frá Skeggjastöðum í Hjaltastaðaþinghá! Þú, sem varst glæsilegastur og efnilegastur allra samtíðarmanna þinna íslenzkra, í Kaupmannahöfn, og unnir föðurlandi þínu svo heitt, að þú hikaðir ekki við að þvo af því með blóði þínu smánarblett, sem þú á- leizt þig hafa sett á það í andartaksgá- leysi! Viltu skila því til félaga þinna, Högna Einarssonar, Lárusar Sigurðssonar og Torfa Eggerz, frá manni, sem ef til vill ann öllu því, sem íslenzkt er, ekki síður en þið, þó að minni sé máttur hans og dýrð en ykkar, — að ekki skuli, fyrir hans til- verknað, þurfa að þvo smánarblett af Is- landi upp úr dönskum Kanal — ekki í nótt.“ Og hann snýr snögglega við og gengur hröðum skrefum upp götuna fyrir framan hús Politikens, þar sem aðalfréttir dags- ins eru birtar ljósgeislandi stöfum á renni- bandi, í áttina til Silfurtorgs, og í huga hans bergmála enn þá ljóðlínurnar tvær úr Hafnarsælunni eftir Matthías: „Fögur er hún Höfn gegnum hugmyndanna gler, en allra fegurst óséð, og eins hún verður þér.“ Kunningi okkar hefur látið sér úr greip- um ganga ágætt tækifæri til þess að kynnast hinu ævintýralega næturlífi Kaupmannahafnar. En hann harmar það ekki. Og þó að hann ætti þess aldrei kost framar, mundi hann ekki heldur telja það með skaða sínum. Á morgun kveður hann glaðværu Borgina við sundið og vinalqga, brosandi landið með anganmildu glólund- unum og blálygnu sundunum. Og eftir fjóra og hálfan sólarhring sér hann Island rísa úr sæ úti við sjóndeildarhring, eins og grænmálað skip undir fannhvítum seglum. Og að hans áliti er útsýn af Sívalaturni yfir Kaupmannahöfn og Sundið ólíkt til- komuminni en sýn af Bláfelli yfir Hvítár- vatn, Langjökul og Jarlhettur. Esjan ber langt af Himinfjalli að tign og reisn. Morgunsólin varpar skærari loga á Húsa- fellsskóg en sjálfan Jagaralund. Glit kvöldroðans á Furuvatni bliknar hjá pur- puragljáanum á Þingvallavatni um það bil sem sumarnóttin er að síga yfir Blá- skógaheiði. Hið leyndardómsfulla húm á götum gamla borgarhlutans í Kaupmanna- höfn missir allan dularseið sinn gagnvart hinum óræðu töfrum bláa skuggans af Hrafnabjörgum á fögrum sumarkvöldum! Og það er hreinni hljómur í bergmálinu í Almannagjá en rökkurpískrinu undir lauf- þungum trjákrónum garðanna í Kaup- mannahöfn. En um leið og kunningi okkar beygir af Silfurtorgi fyrir hornið á józku kránni, Þríhyrningnum, inn á Silfurgötu og stefnir á stóra, hvíta húsið uppi við Vötnin, skammt frá Þríöngli, þar sem hann á eftir að gista aðeins eina nótt, minnist hann allt í einu lítils, Ijóshærðs snáða, sem einu sinni sat á grænum klettahöfða norður við Dumbshaf, horfði löngunarfullum augum, veikur af útþrá, á eftir skipi, sem risti gullinn hafflöt dökkum kili burt frá landi — og lét sig dreyma öll þau ævintýri og alla þá leyndardóma, sem stórborgir fram- andi landa búa yfir og hann ætlaði að skoða, þegar hann yrði stór. Þetta löngu liðna kvöld hafði glóbleik lágnættissól dansað í hillingum og tíbrá yfir Gríms- eyjarsundi. — En í kvöld er rökkur yfir Eyrarsundi. IMY BOK: Ævisaga þessa fræga snillings er tekin saman eftir endurminningum og skjölum konu hans, Beatrice Houdini. Bókin er 262 síður og prýdd myndum. Verð í shirtingsbandi kr. 48.00. Houdini var það leikur einn að leysa sig úr hvers- konar hlekkjum og viðjum, komast út úr læstum fangelsisklefum, peningaskápum, rígnegldum og marg- vöfðum kössum, láta fleygja sér í sjó eða vatn í hlekkjum eða læstum kössum, grafa sig sex fet í jörð, og margt fleira mætti telja. Honum fataðist aldrei. enda hefði saga hans þá orðið styttri, þvi að oft lá lífið við, en stundum skall þó hurð nærri hælum. Ævisaga eins mesta sjónhverfinga- og aflraunamanns, sem uppi hefur verið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.