Vikan


Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 7

Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 40, 1950 7 Bökkur yfir Eyrarsundi Framhald af bls. 3. brekkusóleyjarinnar og fífilsins í hagan- um, ljúflingur íslenzkrar tungu og ást- sælasta skáldið, sem nokkru sinni hefur agað mál sitt við grein þrískiptra stuðla. Skemmsta dag þessa vetrar, 21. desember 1844, situr hann í herbergi sínu, hljóður og í öngum sínum. Hann var einmana, vinalaus og ástlaus. Hann situr um stund, þungbúinn og hugsandi, en allt í einu bregður tregablöndnum gleðisvip á andlit- ið. I huganum vaknar harmsæl minning um löngu liðinn, sólfáðan sumardag heima á Islandi, þegar honum hlotnaðist sú ham- ingja að mega greiða ástvinu sinni lokka við Galtará. Hann stendur á fætur og fer að ganga um gólf, smáraulandi. Ein Ijóð- línan fæðist af annarri, hending rekur hendingu — og innan stundar er kvæðið fullort: litlu, einföldu og innilegu vísurn- ar um hina dapurlegu einsemd Islendings- ins í erlendri borg, þar sem enginn saknar hans, þótt hann hverfi, enginn grætur hann, þótt hann deyi. En nú er loksins allt komið í kring. Ljúflingur ástkæra, ylhýra málsins kom- inn heim til sín og hvílir í nágrenni Skjald- breiðar, Lambahlíða og Hlöðufells, meðan ástarstjarnan deplar auga yfir Hraun- dranga á heiðskírum nóttum. I Pensionat Bartoli, skammt frá Silfur- torgi, var Guðmundur Kamban veginn. Þegar hann lézt, var hann langsamlega fremstur íslenzkra leikritahöfunda sinnar samtíðar og með menntuðustu og smekk- vísustu leikhúsmönnum á Norðurlöndum. En lífið er öllum .leikritaskáldum snjall- ara og semur oft. dramtiskustu leikritin sjálft. Guðmundur Kamban hafði ungur gert uppreisn gegn ríkjandi hugmyndum um réttarfar — í skáldsögu sinni Ragnar Finnsson — og síðar, í leikritinu Marmari, vegsamað tryggðina við hugsjónirnar. Nú ætlaði hinn mikli, óþekkti höfundur, sem alltaf er að semja leikritið um mannleg örlög að reyna tryggð höfundar Marmara sjálfs við hugsjónir sínar og vita, hvort hann væri reiðubúinn að skrifa undir rétt- lætisstefnuskrá æskuára sinna með blóði sínu. Dag nokkurn, er Guðmundur Kamban sat að snæðingi í Pensionat Bartoli, rudd- ust inn til hans nokkrir vopnaðir menn og skipuðu honum að koma með sér! Hann bað um að mega sjá handtökuheimildina, en er hún var ekki fyrir hendi, var hon- um ljóst, að þessir menn voru hvorki í þjónustu réttvísinnar né réttlætisins, og neitaði að fara með þeim. Þegar þeir ógn- uðu honum með skotvopnum, krosslagði hann hendurnar á brjóstinu og sagði: „Skjótið þá!“ Það þykir bera vott um mikil heilindi og skapfestu, ef rithöfundur stendur við það, sem hann hefur skrifað eða ort, 1 daglegu lífi sínu. Guðmundur Kamban stóð við það, sem hann hafði skrifað, andspænis dauðanum — á þeirrj stundu, þegar flestum þykir hentara að: „ . . . . hneigja höfuð sitt en missa það,“ eins og Þorsteinn Erlingsson kemst að orði í kvæðinu um Jón Arason og syni hans, „er þeir gengu út að deyja allir þrír á Skálholtsstað.“ En hvellurinn af skotinu í Pensionat Bartoli, þegar Guðmundur Kamban var veginn, bergmálar enn þá í huga kunn- ingja okkar, sem situr úti við gluggann í Kaffi Kaupinhafn, — bergmálar þar með þungum, tregafullum hljómi, líkt og hann heyri sorgarmarsinn eftir Chopin leikinn á pípuorgel í fjarska. I Kanalnum hafði, fyrir rúmri öld, drekkt sér ungur íslendingur, sem var við nám í Kaupmannahöfn, Skapti Stefáns- son, náfrændi Jónasar Hallgrímssonar og lítið eitt yngri en hann. Og nokkrum ár- um þar áður hafði annar Islendingur, sem einnig var við nám í Kaupmannahöfn, Högni Einarsson, drekkt sér í sama Kanal. Skapti Stefánsson var afbragð annarra manna að gáfum og glæsileik og þótti efni- legastur og bezt til foringja fallinn allra þeirra Islendinga, sem þá voru við nám í Kaupmannahöfn, en meðal þeirra voru ekki minni menn en Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tómas Sæmundsson og Brynjólfur Pétursson. Skapti Stefánsson unni föðurlandi sínu fölskvalaust og mátti ekki vamm þess vita í neinu. Kvöld eitt fór hann, ásamt félögum sínum, út að skemmta sér, gerðist nokkuð ölvaður, varð viðskila við félaga sína, lenti í tuski við lögregluna, var tek- inn til yfirheyrzlu, en síðan sleppt. Skapti Stefánsson var gæddur sterkri sómakennd. Á leiðinni heim á Garð rann af honum. Með framferði sínu um kvöldið fannst hon- um hann hafa sett á sig og þjóð sína þann blett, sem yrði að þvo af, og minntist nú örlaga Högna Einarssonar. Morguninn eftir fannst hann í Kanalnum. Klukkan á Ráðhústurninum slær tólf. Kunningi okkar, sem hefur setið í þung- um þönkum, með hönd undir kinn, úti við gluggann í Kaffi Kaupinhafn og horft eins og í leiðslu á ljósaauglýsingarnar og fréttirnar á húsi Politikens hinum megin við torgið, hrekkur við, kallar á þernuna, borgar viskýið, stendur á fætur, tekur hatt sinn, snarast niður stigann og út á götu. Næturlíf Kaupmannahafnar er að hefjast, og lætur slíkt sig ekki án vitnisburðar. Hið starfsiðna fólk dagsins sést ekki leng- ur á hraðri ferð til vinnu sinnar eða frá henni, en hinar dagfælnu hetjur næturinn- ar eru komnar á kreik. 1 allan dag hefur enginn lögregluþjónn sézt á Ráðhústorg- inu. Nú koma þeir, taka sér stöðu á öll- um hornum torgsins og ganga þar fram og aftur, fjórir og fjórir saman. Það er engu Framh. á bls. 15. BUFFALO BILL Hickock: Það sjást engin spor á En öll leyt að Sitting er þessum harða jarðvegi. Buffalo Bill. Það var bölvað að hann slapp. Við verðum að reyna að ná hon- um. árangurslaus. Þeir snúa aftur þangað, sem þau skildu Jóa eftir bundinn. Buffalo Bill: Hér er enginn. Þeir hafa leyst hann. Buffalo Bill: Það er til Buffalo Bill: Það er stytzt að Indíáninn: Buffalo Bill réðist á okkur einskis að elta hann. Reynum fara með fljótinu. og tók af okkur hestana. heldur að iíomast til Leaven- worth. Jói Lattimer: Við skul- um ná þeim. Ríðum nið- ur að fljótinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.