Vikan


Vikan - 19.10.1950, Side 11

Vikan - 19.10.1950, Side 11
VIKAN, nr. 40, 1950 11 -.Framhaldssaga: FJÖLSKYLDAN FRÁ GREENLANE COTTAGE 17 Eftir NINA BRADSHAW £ 3 Viiii„iiii„,iii„iMi„iii„iiiiiii„iiii„iiiiiiiiiiiiii„iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiii,iMiiiii,iiiiMiiiMiiiiMi,iiiiii„iiiiiiiiiiiM„„iiiiiiii„iiiMMiiiii„iMMiiiiiMiiiiiiii„i]„iiiiiiMiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiii„iii„„iiMiiiiiiMiiiiii1‘'' „Börnin eru strokin aS heiman. Það átti a3 senda Willie í skóla, en hann vildi ekki fara. Ég fór til að biðja Kestonville um aðstoð, en hann var farinn til London. En þá datt mér þér í hug. Mig langaði til þess að biðja yður um að lána mér bílinn yðar — og bilstjórann — svo að ég gæti reynt að leita þeirra á þann hátt. Mér þyk- ir mjög fyrir því að þurfa að ónáða yður á þenn- an hátt, en mér gat ekki dottið neinn annar í hug.“ Hún horfði biðjandi á hann og varir hennar titruðu. Piers virti hana fyrir sér augnablik, en leit siðan undan. Hann hnyklaði brúnirnar. Það var ekki vegna þess, að hún skyldi biðja hann um hjálp, heldur vegna þess að hún skyldi hafa farið til Larry Kestonville fyrst. „Vitanlega vil ég hjálpa yður,“ sagði hann. „Ég fer sjálfur með yður í bílnum mínum. En viljið þér ekki fá eitt glas af víni, á meðan Morri- son tekur út bílinn? — Ég ætlaði nefnilega að fara gangandi til kirkju." „Ó, mér þykir svo' fyrir því------", sagði hún áhyggjufull, en hann greip fram i fyrir henni og sagði glettnislega: „Ef þér ætlið að fara að afsaka það, að þér verðið nú til þess, að ég fer ekki til kirkju, þá bið ég yður bara um að láta það eiga sig. fig fer venjulega í kirkju, — til þess að gefa gott fordæmi —, að því er Blanworth segir, þó að ég sé í sannleika sagt ekki alveg sammála honum.“ Kitty leit þakklátssömum augum á hann og settist niður. Hún skalf af geðshræringu og huldi andlitið í höndum sér. „Þetta hefur fengið mikið á yður,“ sagði Piers vingjarnlega. „Já, ég hljóp hingað, og það er heitt í veðri." Hún leit á hann og reyndi að brosa. Piers hafði hringt og gaf nú þjóninum, sem kom inn, skipun um að láta bílinn út. — Síðan sneri hann sér að Kitty og spurði hana, hvort hún hefði nokkra hugmynd um, í hvaða átt börn- in hefðu farið. Hún hristi höfuðið. „Willie skildi eftir miða, sem hann hafði skrif- að á, að þau ætluðu að fara um borð í skip og fara sem leynifarþegar af landi burt, en ég held, að hann hafi litla hugmynd um, í hvaða átt hafið er. Hann er nógu sltynsamur til þess að vita, að við hefðum fengið grun um, að hann ætlaði að strjúka, ef hann spyrði um það. — Hann hefur tekið áttavitann hans pabba, og hann leitar lík- lega niður á bóginn, þvi hann veit að Ermar- sund er í þeirri átt. Ef til vill reyna þau að kom- ast upp í vörubil. Willie semur áreiðanlega góða sögu um það, hversvegna hann og Joy eru ein á ferð. Hann er svo anzi duglegur að semja þvi um líkar sögur, þegar honum liggur á.“ Hún leit á Piers og brosti angurvært. „Pyrst og fremst verðum við að setja okkur í samband við lögregluna," sagði hann. „Þau geta tæplega verið komin langt. Drekkið þetta, á með- an ég fer fram og hringi." Hann hellti sherry í glas og gaf henni og lét kexkassa á borðið hjá henni, og fór síðan fram í anddyrið til þess að hringja til lögreglunnar. Tíu minútum síðar kom hann og sagði henni, að bíllinn biði fyrir utan. Kitty spratt á fætur. „Hvert eigum við að halda?“ spurði hann, þeg- ar þau voru setzt inn í bílinn. „Ættum við að aka þjóðveginn í áttina til sjávar og spyrja vegfarendur, hvort þeir hafi séð þau ? — Ef þau fara í gegnum skóginn og eftir vegleysum er ómögulegt að veita þeim eftirför, en undir slik- um kringumstæðum hljóta þau fyrr eða síðar að verða að fara yfir veginn." Kitty var honum samþykk, að þetta væri lík- legast bezta áætlunin, og þau lögðu af stað. Hún naut þess að aka með Piers Lockingham eftir breiðum þjóðveginum, þó að hún hefði á- hyggjur vegna barnanna. Hún hafði aðeins einu sinni áður ekið með honum. Það var þegar hann bauð henni í bió og i te á eftir. Hún taldi það ekki með, þegar hann ók henni heim til hádegis- verðar. En hve hann virtist vera öruggur og ró- legur við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Hún reyndi að sjá hann fyrir sér, hvernig hann væri, þegar hann ferðaðist meðal villtra þjóða. Hann hlaut að vera mjög frábrugðinn þessum örugga og velklædda manni, sem sat nú við hlið hennar. Myndi hann hætta að ferðast, ef hann kvæntist? — Hugur hennar reikaði frá Piers til barnanna, og hún andvarpaði. — Hvar gætu þau verið ? Þau spurðu nokkra verkamenn og lögregluþjón, sem stjórnaði umferð á krossgötum, hvort þeir hefðu séð tvö börn á ferli, en þeir höfðu ekki séð nein börn. Klukkan hálf tvö námu þau staðar fyrir utan veitingahús til þess að fá sér hádegisvevð. Þau voru bæði orðin svöng og nutu í rikum mæli hinnar fábrotnu fæðu, sem fyrir þau var borin. Piers virti Kitty fyrir sér. En hve hún var ung og yndisleg. Skyldi það vera satt, að hún ætlaði að giftast þessum Larry Kestonville? Hún hafði fyrst farið heim til hans til að biðja um hjálp. — Piers var afbrýðisamur. — Hann var því samt feginn, að Larry skyldi ekki hafa verið heima og í þess stað fékk hann, Piers Locking- ham, að njóta þess að aka með henni um sveit- ina. * Kitty leit á hann. „Skyldum við finna þau?“ sagði hún spyrj- andi. „Það lítur út fyrir að þau hafi komizt býsna langt.“ „Vitanlega finnum við þau. Lögreglan hefur vakandi auga með þeim og ég hef einnig látið auglýsa eftir þeim í útvarpinu. Eftir fáeinar klukkustundir verðum við búin að finna þau. Þér getið alveg verið róleg." Hann brosti hughreystandi til hennar, hjarta hans barðist tíðar, er hann sá hvernig roðinn kom fram í kinnar hennar. Ef til vill hafði hann samt sem áður von . . . Eftir hádegisverð virtist leit þeirra loks ætla að bera árangur. Piers hafði spurzt fyrir hjá manni, sem hafði lagt bílnum sínum við vegarbrúnina, og hann hafði sagt, að hann hefði fyrir skömmu séð vöruflutningabíl, sem ók í áttina til Reading og við hlið bilstjórans sátu tvö börn, lítill drengur og telpukrakki. Þetta var allt, sem hann gat frætt þau um, en það var reyndar þó nokkuð. „Það eru þau!“ hrópaði Kitty, og augu hennar Ijómuðu. „Við verðum að flýta okkur að reyna að ná þeim.“ En vörubillinn var kominn langt á undan, og þó að Piers æki eins hratt og hann mátti, leið heil klukkustund áður en þau komu auga á far- artækið. Piers hringdi einnig til Greenlane Cott- age til þess að spyrja frú Shelgreave, hvort hún hefði frétt nokkuð af börnunum. Það hafði hún ekki, en hann reyndi eftir fremsta megni að róa hana og sagði, að þau hlytu að ná í þau, áður en langt um liði. Þau ákváðu að aka áfram. Kitty vildi ekki gefast upp, þó að það væri ómögulegt að segja með vissu í hvaða átt vörubíllinn hafði farið Hann hefði getað ekið áfram í gegnum Reading, eða ef til vill var hann þaðan. — Maðurinn, sem hafði séð bilinn, áleit, að hann tilheyrði hernum. „Við skulum aka til Aldersholt," stakk Kitty upp á. „Ef vörúbíllinn er hér einhversstaðar í nágrenninu, hljótum við að frétta eitthvað innan skamms." „Já, við ættum að gera það,“ samþykkti Piers. Hann naut þessarar ökuferðar í ríkum mæli, og nú, þegar þau þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur vegna barnanna, hélt hann, að Kitty nyti hennar einnig. Hún hallaðist aftur á bak í sætið og horfði dreymandi upp í himininn. „Er yður kalt?“ spurði hann. Hún hafði ekki verið í öðru en þunnum sumar- kjól, þegar þau lögðu af stað, en hann hafði tekið með sér peysu, sem hann lánaði henni. Að vísu var hún allt of stór, en hún fór Kitty samt sem áður vel. „Alls ekki,“ svaraði hún. „Mér liður vel." „En það er nóg af teppum í aftursætinu," sagði hann og brosti til hennar. „Ég þarfnast þeirra ekki strax," og hún drúpti höfði, og daufur roði kom fram í kinnar hennar. Piers var ekki kunnugur á þessum slóðum, og þegar hann reyndi að stytta sér leið, samkvæmt áeggjan Kitty, þá lentu þau á vegi, sem endaði við lítið veitingahús, sem stóð inni í gömlum eplagarði. „Ættum við ekki að stanza hér augnablik og drekka bolla af tei?“ spurði Piers og litaðist um. „Það gæti verið nógu gaman," svaraði Kitty. ,,Ég er orðin banhungruð aftur.“ Hann horfði á hana og hló. „Það lítur út fyrir að þér hafið gott af þessari ferð. Mér finnst, að við ættum að fara í svona ökuferð á hverjum sunnudegi." Hún brosti, en svaraði engu. Veitingakonan bar fyrir þau te og smurt brauð. Þau sátu við lítið borð, sem stóð við gamalt tré þar í garðinum. Það var svo fagurt og friðsælt þarna, að þau gleymdu stund og stað. Þau fóru að segja hvort öðru frá barnabrekum sínum og hlógu oft innilega. Hann var unglegri i dag en endranær. Þau voru ekki lengur húsbóndi og einkaritari -— heldur góð- ir vinir. „En nú verður við að halda áfram," sagði Kitty siðar. „Ég er sannfærð um, að við fáum góðar fréttir í Aldersholt." „Það held ég einnig." Piers leit í augu hennar og brosti. „Þessvegna hef ég engar áhyggjur lengur. Lögreglan mun án efa ná bráðlega í þau.“ Veitingakonan hafði ekkert frétt af vörubíln- um, en hún samhryggðist Kitty innilega, þegar hún sagði henni frá hvarfi barnanna. Hún vísaði Piers veginn til Aldersholt, og þau lögðu aftur af stað. Hálftíma síðar, þegar þau óku yfir lágan háls, stanzaði billinn skyndilega. ,,Hvað er að?“ spurði Kitty áhyggjufull. „Hann er orðinn benzínlaus. Ég hefði átt að kaupa benzin í Reading. En þetta gerir reyndar ekkert til. Það er brúsi með benzíni aftur í farangursgeymslu." En þar hafði hann á röngu að standa. Piers bölvaði hirðuleysi bílstjórans, en það kom ekki að neinum notum. „Hann átti ekki von á þvi, að ég þyrfti á

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.