Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 40, 1950
• HEIMILIÐ •
Tízkumynd
Þessi organdie kjóll er mjög glæsi-
legur á ungar stúlkur. Kraginn og
uppslögin gefa honum fallegan svip.
Blússan er þétt hneppt niður að mitti
að framan og pilsið vítt. Svartur
flauelisborði er notaður í mittið.
HÚSRAÐ
Það er auðvelt að lýsa upp dimm
horn í setustofum og borðstofum með
því að koma fyrir lágum gólflömp-
um bak við fallegar hlífar. Bjarm-
inn frá þessu hálf hulda ljósi mun
setja rómantískan og hlýlegan blæ
á herbergið.
Um klæðnaðinn
. . . Fyrir löngu hafa margar
greindar og hygnar konur i útlönd-
um séð að hinn evrópeiski kvenbún-
ingur engan veginn fullnægir þeim
kröfum til klæðnaðarins, að hann sé
hollur fyrir heilsuna, sé ekki óþægi-
legur, og að hann vanskapi eigi útlit
líkamans. Það er einkum í Norður-
ameríku og á Englandi, að þessu
málefni hefir verið hreyft. Verðlaun-
um hefir verið lofað fyrir að svara
spurningunni um, hvernig eigi að hafa
heilnæman, hentugan og laglegan
kvenbúning, og hefir hún verið leyst
á margvislegan hátt.
Þó hér á landi sé eigi að mun brúk-
aður hinn evrópeiski kvenbúningur,
hefir þó sá búningur, sem brúkaður
er, marga sömu galla, og innri fötin
eru hin sömu, enda hafa breytingar
á kvenbúningnum erlendis mikil
áhrif á búninginn hér.
Sumstaðar erlendis hefir kvenfólk
tekið upp endurbættan búning (re-
formdragt); hann er nokkuð líkur
hinum evrópeiska búningi, en óbrotn-
ari, og er eins og þjóðbúningur, ávalt
eins í öllum aðalatriðum. Sumir vilja
hafa evrópeiska búninginn yztan fata,
en allir, sem nokkuð hugsa um mál-
ið, eru samhuga í að vilja breyta
innri fötunum, og er það líka öllum
hægt, og geta svo yztu fötin verið
eftir hvers eins vilja, hvort heldur
þjóðbúningar, endurbættir búningar
eða eftir Parísartízku, því að það er
ekki bundið við neinn búning, þó föt-
in séu höfð nógu víð og hvíli á öxl-
unum.
Ef kvenmenn vildu laga klæðnað-
inn nokkuð eftir fyrnefndum reglum,
skal hér fara nokkrum orðum um,
Sendið börnin yðar ekki of ung í skóla.
i
Eftir G. C. Myers, ph. d. .......
Það er orðið býsna algengt, að for-
eldrar sendi börn sín í skóla, áður
en þau ná skólaskyldualdri. Venju-
lega er þetta gert vegna þess, að
foreldrarnir óttast, að barnið verði
einmana, ef það er látið sitja heima,
þegar leiksystkini þess fara í skóla.
En á móti þessu mælir margt. —
Þegar barn er sett í skóla, verður það
að hafa nægan þroska, til þess að
fylgjast með bekkjarsystkinum sín-
um og fylgjast með í kennslustund-
um, en aðeins örfá börn ná þeim
þroska innan skólaskyldualdurs, og
sum jafnvel seinna. Vísindalegar
hvernig haga mætti fötum handa
kvenmönnum. Innst skal brúka há-
hálsaða ullárskyrtu, með löngum
ermum og lokaðar ullarbuxur, sem
hnept sé á skyrtuna; þessi föt geta
verið, hvort sem vill, úr vaðmáli eða
prjónuð. Þar utan yfir skal vera í
treyju og buxum úr vaðmáli og skal
þá annaðhvort sníða það hvað fyrir
sig og hneppa buxunum upp á treyj-
una, eða sniða í einu lagi boðangana
og framskálmarnar á buxunum og
hneppa svo afturskálmunum á treyj-
una; á hana má einnig hneppa aftur-
skálmunum á innri buxunum; pils-
um skal annaðhvort hneppa á treyj-
una eða á ermalausan bol, sem verið
sé í utan yfir treyjunni, eða í þriðja
lagi á axlabönd. Öll höld verða að
vera svo víð, að þau húsi vel frá að
framan, þegar búið er að hneppa þeim
á treyjuna eða bolinn. Yzt er svo far-
ið í þann búning, sem hver vili brúka.
Að eins verður pilsið, ef það er ekki
áfast við efra fatið, að hneppast upp,
svo að það hvíli ekki eingöngu á
mjöðmunum.
(Tekið upp úr bókinni „Kvenna-
fræðarinn" eftir Elínu Briem Jóns-
son. Bók þessi var gefin út af
Sigurði Kristjánssyni árið 1911).
rannsóknir hafa leitt í ljós, að meiri
hluti þeirra barna, sem eru send of
ung í skóla, gengur illa við nám,
þegar fram í sækir, og ættu því for-
eldrar aldrei að senda barn sitt í
skóla, án þess að ráðgast fyrst um
það við kennara eða barnasálfræð-
ing. Ef til vill ráðleggja þeir, að
barnið verði ekki látið í skóla fyrr
en það er ári eða tveim árum eldra
en sagt er til um í lögum um skóla-
skyldu barna. En það stafar þá af
því, að barnið hefur ekki fyrr náð
þeim andlega þroska, sem er nauð-
synlegt að það hafi, þegar það byrj-
ar skólagöngu.
Það er mismunandi eftir skólum,
hvernig flutningur á milli bekkja er.
1 sumum skólum eru börn sem eru
jafnaldrar, flutt saman á milli bekkja
án þess að tekið sé tillit til þess, hvort
þau séu öll jafn fær um að fara í
efri bekk; en í öðrum skólum eru
börnin aftur á móti látin taka próf,
og samkvæmt frammistöðu þeirra á
þessu prófi er svo ákveðið, hvort það
verður flutt á milli bekkja eða ekki.
—- Hvorug þessi aðferð er góð; í
báðum tilfellum getur kennarinn al-
gerlega komizt hjá því að kynna sér
andlegan þroska hvers einstaks barns,
og verður kennslan því næsta handa-
hófsleg.
Bezt væri að kennarinn reyndi að
komast í sem nánast samband við
hvert barn um sig, og verði hann var
við, að einhverju þeirra gengur illa
við nám, stundum aðeins í einni náms-
grein, ætti hann samstundis að segja
foreldrum barnsins frá því og ráð-
leggja þeim, hvernig þau gætu, ann-
aðhvort sjálf, eða þá stundakennari,
hjálpað barninu, svo að það þyrfti
ekki að verða á eftir jafnöldrum sín-
um. Hyggilegast væri, að foreldrar og
kennarar barna, sem eru að hefja
skólagöngu, hefðu sem nánasta sam-
vinnu, ef hægt er að koma þvi við.
Kara Yussef snýr aftur
Framhald af bls. Jf.
Ósjálfrátt fór hann að raula gamla ástarvísu,
en hætti skyndilega, því að hann mundi eftir því,
hvernig hann hafði sungið hana við Chandravati,
þegar þau sáust í fyrsta sinn, og hann hafði
sagt við hana:
„Þar sem þú ert ilma blómin yndislegar, og
sólin skín heitar, þú augna minna ljós!“
Þá meinti hann þetta, og hún elskaði hann enn-
þá — og þó hafði hún óskað honum gæfu, þegar
hann fór! Elskaði hann hana þrátt fyrir allt?
Hann hristi þessar hugsanir af sér, og loks kom
hann á leiðarenda. Frammi fyrir honum blasti
dalurinn, sem hann hafði búið í bernskuárin. Um
kvöldið kom hann að litlum helli, sem hann hafði
fundið, þegar hann var barn. Hellismunninn var
hulinn bak við runna og trjárætur. Hingað hafði
hann oft fiúið, þegar faðir hans hafði verið hon-
um reiður vegna óknytta, sem hann hafði fram-
ið. Enginh anna'r' en hann og bróðir hans, Hajji
Goor vissi um hellinn. En Kara Yussef hafði far-
ið þangað með hann og látið hann sverja með
þessum orðum að varðveita leyndarmálið: Ó,
að ég deyi af eitri. — Ó, að sál mín megi deyja,
—- ef ég rif eið minn!“ Þá hafði Kara Yussef
verið tólf ára og Hajji Goor aðeins sjö ára.
Kara Yussef hélt áfram niður til bæjarins.
Skyndilega stanzaði hann á háum kletti og hlust-
aði.
„Jooo-oo-oo-ooh! Jooo-oo-oo-ooh!“
Þetta var gleðihróp Islam við brúðkaup!
Hræðilegur grunur kom upp í huga Kara
Yussefs — hafði hann verið of öruggur með sjálf-
an sig? Kom hann of seint? Var bróðir hans
nú----------?
Á næsta augnabliki fékk hann vissu sína, því
að hann heyrði greinilega háa og skæra rödd
hrópa:
„Gleðjist og kætist þið synir Moslems! Joo-oo-
ooh! Hrópið fyrir Hajji Goor og Jehanna, dóttur
Abderahman Terek!“
Kara Yussef titraði af reiði, þegar hann horfði
á brúðkaupsgestina, sem gengu hægt í röð eftir
götum bæjarins i áttina til litla hofsins í fjalls-
hlíðinni.
Há hróp bárust út í kvöldkyrrðina.
„Ó, að Hajji Goor auðnaðist langt og hamingju-
rikt líf! Ó, að Jehanna fái að njóta hamingj-
unnar!“
Óséður horfði Kara Yussef á brúðargönguna.
Á þeim mörgu árum, sem Kara Yussef hafði ekki
séð bróður sinn, hafði hann lítið breytzt. Hann
var enn fölur og bar svip hins menntaða
manns. Hann var með gleraugu og göngulag
hans benti til þess, að h'ann væri óvanur að ganga.
Dyr hofsins stóðu opnar, og þar kom prestur
til móts við brúðhjónin og fylgdarlið þeirra. Hann
sönglaði með hljómlausri röddu brúðarvígslu-
greinarnar úr Kóraninum. Að því loknu var hald-
in stórkostleg hátíð, en síðan varð brúðurin að
ganga ein eftir götum bæjarins, og loks, þegar
hún kom inn i hús brúðgumans, var vígslunni
lokið.
Alein varð hún að ganga eftir auðum götum
bæjarins um miðnættið.
Hann hljóp niður fjallshlíðina og faldi sig í
gömlum garði i útjaðri þorpsins. Hann tók af
sér túrbaninn, rakti úr honum. Ef hann kastaði
Framhald á bls. 14.