Vikan


Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 3

Vikan - 19.10.1950, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 40, 1950 3 KALEVALA Framhald af forsíðu. sérfræðing í þjóðkvæðum og þjóðlögum. Samningur mun hafa verið gerður um það, að Karl ljúki verkinu 1954 og er hann þegar búinn með fimmta hluta þess. Vik- an bað hann um ofurlítið sýnishorn þessa heimsfræga kvæðaflokks og fer það hér á eftir: Orð þau mér í eyrum sun'gu ungum, er þau léku á tungu föður míns og móður, þegar mildur loginn brann á kolu og liann skepti öxi sína og hún þeytti snældu sína, en ég lék um gólf að gullum glóinbrýndur hrokkinkollur. Fleira man ég fomra orða fullra seiðs og dularkynngi, töfraorða, er ég nam af yndishvísli vinda og skóga, blœvarkliði í bleiku lyngi, blístri storms í sefi grœnu, gœlumálum grasa og þeyvinds, goluhjali í reyr og putiti, er ég fylgdi hjörð í haga, Huppu og Svört til beitar leiddi yfir döggvað einilyngið, anganfrjóar hutiangsþúfur, fram hjá geislagljáðum hvömmum og gullintypptum sunnuhvolum. Karl hefur ferðast mikið og er nú að rita greinaflokk, sem hann nefnir „Undir erlendum himnum“. Hefur Vikan fengið fyrstu greinina til birtingar: Rökkur yfir Eyrarsundi 'Y7‘FIR Sívalaturni hvelfist bleikstimdur, -*• glórökkvaður himinn, sem óðum er að dökkna. Það er síðkvöld snemma í ágúst- mánuði í Borginni við sundið, hinni glað- væru höfuðborg vinalega, brosandi lands- ins, sem greipt er blálygnum, sólstöfuð- um sundum og glitofið blómhöfgum, ang- anmildum glólundum. Loftið er mettað hinni sérkennilegu KaupmannahafnarlyJkt, sem er, samkvæmt þefskynjun gestsins, sambland af skógarilmi utan úr Damsö, þef af ódýrum ilmvötnum, skemmra að komnum, og lykt af tiltölulega fersku hrossataði, sem hæverskir þjórvagnahest- ar hafa — með leyfi að segja — gloprað undan stertinum kringum sjálft Ráðhús- torgið í morgun. Á Ráðhústorginu er einmana ferðalang- ur á stefnulausu rölti. Hann er þrúgaður þeirri ömurlegu nístandi einmanaleika- kennd, sem stundum getur gripið mann í framandi stórborg. Honum finnst hann vera að kafna og húsin að hrynja yfir sig. Þessi dapurlega einmanaleikakennd getur gripið hann í hvaða stórborg sem er, og á hvaða tíma sólarhringsins, sem er: Um hábjartan dag, í miðri Lundúnaborg, fyr- ir framan húsið, þar, sem Nelson gamli, forðum daga, faðmaði Lady Hamilton, einhendis, kvöldið áður en hann lagði af stað til orustunnar við Trafalgar, •— þó að hann viti, að verndari allra umkomu- lausra íslendinga í Lundúnum standi, í líki ýturvaxinnar konu, handan við næsta götuhorn og bíði eftir honum, reiðubúin að fylgja honum — af óbilandi öryggi með- fæddrar og áunninnar ratvísi á hættuleg- um slóðum ókortlagðra miða — um völ- undargöng milljónaborgarinnar, og vernda hann gegn öllum þeim ókindum, skrímsl- um og skottum, tilberum og snökkum, álfum og tröllum, sem kunna að leynast í dularfylgsmun Lundúnaþokunnar. Þessi einmanaleikakennd getur altekið hann á miðju Stureplan í Stokkhólmi, enda þótt honum sé kunnugt, að inni í kaffistofunni Regnboginn, hinum megin við götuna, bíði eftir honum nýbakaður framkvæmda- stjóri úr Reykjavík, strangur og virðu- legur á dagþingi skrifstofunnar, en æringi og spilagosi á kvöldþingi kaffihúsanna — og vilji nú óvægur komast í öldurhúsið „Den Gyldne Freden“ í kvöld, þar sem Bellman söng forðum ljúfu ljóðin sín um Stokkhólmsborg. Og þessi napurlega ein- semd getur skyndilega þrúgað hann á mót- um Esplanaden, Lönnrotgatan og Manner- heimentien, undir morgunbláum sumar- himni Helsingforsborgar, enda þótt hann viti af tveimur löndum, sendum að heim- an í þeim fróma tilgangi að kynna sér helztu nýjungar Finna í brugghúsagerð, svo að framleiðsla brýnustu lífsnauðsynj- arinnar geti nú fengið verðugt þak yfir höf- uðið, ef hún skyldi einhvern tíma hefjast. Sem sagt: hann veit af þessum ábyrgðar- miklu trúnaðarmönnum inni á fyrsta flokks gestaherbergi í Hotel Kámp, þar sem þeir steinsofa ennþá á sín grænu eyru, eftir vel lukkaða, raka middaga hjá helztu pótintátum borgarinnar í gær — og sjá nú ef til vill í fagurdreymi morgun- sársins sykursteikta páfugla koma synd- andi eftir hvítfreyðandi kampavínsdammi upp að rúmstokknum og hampa óupptekn- um viskýflöskum með ljúflegu frukti. — Við skulum ekki vekja þá. En ömurlegust getur þessi einmana- leikakennd hrjáð hann á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er að tví- stíga einmitt þessa stundina og bíður með óþreyju eftir því, að klukkan á Ráðhús- turninum slái tólf, því að þá ætlar hann að leggja leið sína út í gamla borgarhlut- ann, til þess að kynnast næturlífinu í Kaupmannahöfn, sjá og reyna leyndar- dóma stórborgarlífsins, sem hann hefur lengi þráð að kynnast. En klukkan er ekki nema hálf ellefu enn þá, svo að hann snar- ar sér inn í Kaffi Kaupinhafn, sezt þar úti við einn gluggann og biður um eitt glas af skozku viský. Síðan styður hann hönd undir kinn og horfir út yfir borg- ina. Fyrst festir hann augun við ljósaaug- lýsingarnar og fréttirnar, sem líða með leiftrandi ljósstöfum eftir rennibandinu uppi undir þaki á húsi Politikens: „Dansk- erne sejrede Islænderne med fem mod tre i Fodboldkampen i Gaar. — Öjet faar Hvile med Briller fra Thiele. — Kongen ankom til Aarhus Klokken halv tre i Dag. — Og vi drikker Stjerneöl!" Það er létt yfir Kaupmannahafnarbúum í kvöld, enda eru þeir menn lítillátir og auðvelt að gera þá hamingjusama. Þeir sigruðu Islendinga í knattspyrnu í gær, sem var rétt mátulegt á þá, enda höfðu þeir lengi hugsað þeim þegjandi þörfina fyrir ónær- gætnislegan skilnað við konunginn sáluga, kominn að fótum fram. 1 dag heimtu þeir kónginn sinn yfir brimótt höf úr landsföðurlegri kurteisisheimsókn til þegna sinna, Færeyinga. Og í kvöld „drikker de Stjerneöl." En kunningi okkar, sem situr úti við gluggann í Kaffi Kaupinhafn, tekur eng- an þátt í glaðværð Kaupmannahafnarbúa. Það er í honum einhver kynlegur uggur og ónotahrollur, eins og hann sé nýkom- inn út úr hryllingssalnum í vaxmynda- safni Madame Tussaud í Lundúnum, eða hafi staðið við dánarbeð þriggja nákom- inna vina sinna sama daginn. Hann er með sálarlungnabólgu á. níunda degi. I allan dag hafa sveimað í huga hans tvær ljóðlínur úr kvæði eftir Matthías: „Fögur er hún Höfn gegnum hugmyndanna gler, en allra fegurst óséð, og eins hún verður þér.“ En meðan hann situr þarna úti við gluggann og horfir yfir Kaupmanna- höfn, gægjast upp í hug hans tvær ljóð- línur úr kvæði eftir danska skáldið Nis Petersen: „Jeg har sögt den gamle, barske, gode lejr — der, hvor mænd forblöder, taber, vinder sejr.“ Um aldarskeið var Kaupmannahöfn sá vettvangur, þar sem efnilegustu synir Is- lands bjuggu sig undir lífið, hlutu eld- vígsluna, áður en þeir fóru að vinna þjóð sinni til þarfa. Flestir þeirra komust til nokkurs manns. Sumir urðu afburðamenn, sem eiga nöfn sín skráð á spjöld íslenzkr- ar sögu. En til voru líka þeir, sem stóð- ust ekki freistingar stórborgarinnar, hurfu út í hið lokkandi rökkur, sem hvíl- ir yfir gamla borgarhlutanum eftir að skyggja fer á kvöldin, týndust, sumir með voveiflegum hætti; síðustu stunur þeirra drukknuðu í glaumi Hafnarsælunnar, og tár þeirra hrundu, án þess að Höfn heyrði. Kunningi okkar, sem situr úti við glugg- ann í Kaffi Kaupinhafn og horfir á ljósa- auglýsingarnar og fréttirnar á húsi Poli- tikens, rifjar upp, í huganum, nöfn nokk- urra íslenzkra afburðamanna, sem hafa borið beinin í Kaupmannahöfn, dáið þar fyrir aldur fram, sumir með sviplegum hætti: Baldvin Einarsson, Jón Eiríksson konferensráð, Högni Einarsson, Lárus Sigurðsson, Torfi Eggerz, Skafti Stefáns- son, Jónas Hallgrímsson, Jóhann Sigur- jónsson, Jónas Guðlaugsson, Guðmundur Kamban. Og kunningi okkar lætur hug- ann hvarfla til atburða liðins dags. Hann leggur af stað heimleiðis á morgun, og daginn í dag hefur hann notað til að skoða nokkra staði, sem, með raunalegum hætti, eru tengdir minningu íslands. Fyrst hafði hann farið að gömlu húsi í Sankti Péturs- stræti, skammt frá Ráðhústorginu, gengið upp undinn, hrörlegan stiga og staðið stundarkorn fyrir framan feyskna, elli- sprungna hurð. Ekkert hljóð berst úr stof- unni fyrir innan hurðina, enda langt síð- an þar hefur heyrzt gengið um gólf og farið með nýkveðna vísu. Því næst geng- ur hann niður aftur og fer varlega, því það hefur, nefnilega, einu sinni meiðzt maður í þessum stiga. Þaðan er gengið spölkorn norður fyrir Silfurtorg, að mat- sölustað, sem heitir Pensionat Bartoli, lit- ið þar inn snöggvast, en það er tilgangs- laust, því maðurinn, sem eitt sinn sat þar að snæðingi, er farinn þaðan fyrir löngu — að lokinni hinstu máltíð. Þaðan'er far- ið að Kanalnum, sem hefur verið hinzta athvarf fleiri en eins ógæfusams íslend- ings í Kaupmannahöfn. Og loks gengið upp í Sívalaturn, til að horfa enn þá einu sinni yfir þá borg, sem er svo fögur gegn- um gler hugmyndanna, en hefði, ef til vill, reynzt sumum fegurst óséð. I herberginu með feysknu, ellisprungnu hurðinni yfir undna, hrörlega stiganum, bjó Jónas Hallgrímsson síðasta veturinn, sem hann lifði — sveinninn úr djúpa daln- um, sifji íslenzkra hnjúkafjalla, vinur Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.