Vikan


Vikan - 19.03.1992, Síða 26

Vikan - 19.03.1992, Síða 26
TEXTI OG MYND: JÓHANN GUÐNI REYNISSON O.FL Jósef Veceric kom hingað frá Króatíu: HER MATTITALA - það sem ekki mátti einu sinni hugsa heima „Ég er að taka próf á lyftara, steypudælu og körfukrana," segir Jósef Veceric og legg- ur íslenskan doðrant um vinnuvélafræði á borðið fyr- ir framan sig. Hann er lærð- ur skipasmiður með há- skólagráðu í véltæknifræð- um en vinnur nú hjá Skipa- afgreiðsiunni í Keflavík, á vélaverkstæði fyrirtækisins. Hann kom til íslands árið 1986 á vegum júgóslavn- esks fyrirtækis og vann við byggingu Blönduvirkjunar. Það segir hann hafa verið erfiðustu vinnu sem hann hefur lent í. Fyrirtæki hans borgaði ekki vel á íslenskan mælikvaröa, aðeins hundrað dollara á mán- uði, sem samsvarar sex þús- und íslenskum krónum, og borgaði ekki út fyrr en verkinu var lokið, sex mánuðum eftir að starfsmenn þess voru sendir á norðurslóðir. Mirela, kona hans, og börnin tvö, Irena tólf ára og Sasa niu ára, áttu því ekki sjö dagana sæla í Króatíu en Mirela vann þó sem sjúkraþjálfari á heilsu- gæslustöð fyrirtækis sem hef- ur fimmtán þúsund manns á sínum snærum. Það var síöan ekki fyrr en i september á nýliönu ári sem fjölskyldan sameinaðist að nýju, nú á íslandi. Mirela hafði þó dvalist hér áður í eitt ár þar til hún þurfti að snúa aftur heim vegna veikinda móöur sinnar. Þegar Jósef fór utan til aö ná í konu og börn biðu hans þar herkvaöningar bæði frá sambandshernum sem og hinum króatiska. Hann haföi ekki áhuga, pakkaði saman i skyndingu og kom aftur til íslands, eftir aö hafa rétt sloppið yfir landamærin áður en allt fór í bál og brand. SPRENGIKÚLUR OG ÁRÁSIR Fjölskylda hans slapp ekki eins vel. Bróöir hans er í króat- íska hernum og hann slasað- ist mjög illa þegar flísar úr sprengikúlu frá skriðdreka þeyttust langt inn í líkama hans. „Það sem bjargaði hon- um var að hann heyrði kúluna nálgast þannig að hann gat kastaö sér frá. Kúlan sprakk einn og hálfan metra frá honum," segir Jósef en bróöir hans liggur enn á sjúkrahúsi vegna þessa. Þá missti faðir hans sumarhús sitt í sprengju- árás serbneska hersins, hús sem hann og stjúpmóðir Jós- efs höfðu rétt nýlokið við að byggja. Jósef segir þetta hafa tekið mjög á þau en þau eru á eftirlaunum og höfðu auk þess lagt mikið af mörkum til bygg- ingarinnar. „Serbar gera árásir þannig að þeir fara tíu til fimmtán saman í hóp inn fyrir landamæri Króatíu, drepa og eyðileggja og fara síðan aftur heim í Serbíu. Króatar fara ekki yfir landamærin til aö gera slíkt,“ segir hann og bætir við að þessi baráttuaðferð Serb- anna geri Króötum því erfitt fyrir. Hvernig líkar Jósef á ís- landi? „Ég kom hingaö til að vera í sex mánuði. Ég er hér enn. Þetta segir allt sem segja þarf, held ég,“ segir hann og brosir. „Veðriö heima í Króatíu er samt betra, þar er heitara og snjór mjög sjaldgæfur. Ef hann sést lamast allt, enginn gerir eða fer neitt. Aftur á móti finnst mér lífskjörin hér betri en þar, verðbólga er þar meiri og kommúnismi. Þess vegna er þetta stríð, Króatar sætta sig ekki viö þetta. Hins vegar eru íslendingar mjög þægileg- ir, ekki ósvipaðir Króötum, en lausir við allt þetta pólitíska stress sem hrjáir landa okkar. Síðan hugsa íslendingar um fátt annað en að vinna. Manni líður betur hérna og getur lifað eðlilegu lífi, það hefur ekki ver- ið hægt í Króatíu." HÉLT HÉR VERA NJÓSNARA Sáu þau fyrir sér að þetta myndi gerast í heimalandi þeirra? „Nei,“ svarar Jósef og heldur áfram, „en það var mjög undarlegt að koma hing- að og hitta hér Júgóslava sem vissu meira um ástandið heima heldur við sem bjugg- um þar. Þeir voru byrjaðir að tala um að þjóðarbrotin þyritu að skilja sig hvert frá öðru og ná sjálfstæði. Ég varð svolítið hræddur að heyra þá tala svona því heima er í fyrsta lagi bannað að hugsa svona lagað, hvað þá tala um það. Hér fór fram opinská umræða en ég vildi ekki tala mikið um þetta því einhver af þessu fólki hefði getað verið njósnari. Þetta reyndist þó rétt hjá þeim og þegar ég lít til baka sé ég að það voru breytingar í Frh. af bls. 24 ar hann hafði starfað þar um eins árs skeið. í september 1989 var hann síöan ráðinn í Ofnasmiðju Suðurnesja þar sem hann starfar enn. Hvað finnst honum um lífskjör á ís- landi miðað við Króatíu? „Það er dýrt hérna en sama gildir einnig um Króatíu, sérstak- lega eftir að stríðið hófst. Nú er mjög erfitt að lifa í Króatíu," segir hann, horfir niðurlútur í gaupnir sér. GOTT SAMBAND Þau segjast vera í góðu sam- bandi við ættingja sína, meðal annars bróður Veresu, en hann er í króatíska hernum, og ættingjana í Rijeka, reynd- ar sé símareikningurinn oft á tíðum allhár en þau fái þó vissu sína um að allt sé í lagi. Rijeka er stór borg við Adría- hafið, suðrænt sjávarloft leikur um stríðshrjáða landa þeirra en þó er stutt í víðfeðm skíða- lönd og tuttugu til þrjátíu kíló- metra vestan við borgina er vinsæll sumarleyfisstaður. Þangað leggur fjöldi erlendra ferðamanna leið sína ár hvert og þar eru fjölmörg hótel sem þau segja nú þéttsetin flótta- fólki. Hvort kunna þau betur við sig á íslandi eða í Króatíu? „Króatía er föðurlandið okkar,“ segir Veresa en bætir við að þeim líki vel á Islandi þó hér sé varningur dýr og níst- andi kuldi. Þau brosa góðlát- lega meðan við tölum um þetta en með tilliti til þess að uppruna sinn eiga þau að rekja til syðri bógsins, nokkuð sem margir sjá ekki í sam- hengi við nafnið Króatía, þá skyldi engan furða. „Kannski," svarar Gordon þegar þau eru spurð um þann möguleika að þau sæki um íslenskan ríkis- borgararétt en af svipbrigðum fjölskyldunnar allrar má ráða að enn sem komið er heilli ætt- jörðin meira en hið ískalda Frón, þó þægilegt sé. Þau kunna vel við íslend- inga. „íslendingar eru ekkert vandamál," segir Gordon og notar þarna orðið vandamál í skemmtilegu samhengi. „Þeir eru eins og Króatar, mjög vin- gjarnlegir," segir Veresa og feðgarnir þrír kinka kolli til samþykkis. Þau segja vinnu- félaga og aðra kunningja fylgj- ast vel með því sem er að ger- ast í Króatíu og oft séu þau spurð i þaula um ástandið og uppruna þess. „íslendingar skilja ekki stríð, hafa aldrei upplifað það og spyrja því mik- ið um hvað sé að gerast. Ég segi þeim að Króatar vilji lýð- ræði, vilji geta lifað frjálsir eins og íslendingar," segir Veresa og telur íslendinga gera sér grein fyrir þessu. Aðspurð um það hvort þau geti aðstoðað ættingja sína heima svara þau því játandi. „En ekki mikið á íslenskan mælikvarða, sem er alls ekki sá sami og í Króatíu," segir Gordon og Veresa bætir við að um fimm þúsund krónur ís- lenskar séu ágæt laun í Króat- íu. Þessar peningasendingar hafa allar skilað sér nema ein, sú sem þau sendu í janúar síðastliðnum. Þau segja ástandið þó mun betra núna eftir að landið lýsti yfir sjálf- stæði sínu, nú séu króatískir stjórnendur til dæmis í lög- reglu og því sé mun meiri samkennd innan þjóðfélagsins heldur en áður var, þegar Serbar fóru með öll völd. „Króatar eru sjálfum sér nægir 26 VIKAN 6. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.