Vikan


Vikan - 19.03.1992, Síða 40

Vikan - 19.03.1992, Síða 40
Leiklistar- áhuginn vaknaöi fyrir alvöru þegarhún var á þriðja ári í lög- fræðinni en þá tók hún þátt í sýningum Stúdenta- leikhúss- ins. Frh. af bls. 19 Meðan á laganáminu stóð tók Aldís þátt í leiksýningu í Stúdentaleikhúsinu og upp- götvaði að hún vildi ekki gefa upp leiklistardrauminn. Hún var þó komin á þriðja ár í lög- fræði og áleit heimskulegt að Ijúka ekki náminu. „Þegar ég útskrifaðist úr lögfræði blasti við mér beinn og breiður vegur - að vera lögfræðingur á skrifstofu alla ævi frá níu til fimm og auk þess var ég, aldrei þessu vant, í sambandi við venjulegan mann sem ekki drakk einu sinni, hvorki skáld né slags- málahund, mann sem átti tvö yndisleg börn. Þá er ég svo heppin að ég veikist og ákveð að taka mér gott sumarfrí frá lögfræðistarfinu. Það átti að standa í einn mánuð en fyrir flókna röð tilviljana, ef fólk trúir á þær, stóð sumarfríið í þrjú ár, með náminu í London.“ ÓÐURINN TIL ASFALTSINS? Við förum lengra aftur í tímann og ræðum uppvaxtarárin. „Ég er að mestu alin upp hjá afa Björgvini og Aldísi, ömmu minni, sem ég elskaði yfirmáta ofurheitt. Hún fórnaði sér fyrir sín börn og sinn maka, var stöðugt að gera eitthvað fyrir aðra. Hún var af þeirri kynslóð sem leyfði sér ekki að gera drauma sína að veruleika og henni var ungri kennt að henn- ar skylda væri að vera góð móöir og húsmóöir. Hún dó í maí sl. og samt minnist ég hennar varla ógrátandi ennþá. Á unglingsárum tek ég mig upp og fylgi foreldrum mínum til Isafjarðar. Ég hafði að vísu ekki hugsað mér aö flytjast á slíkt krummaskuð en snerist hugur og er alsæl með þá reynslu. Öllum er hollt að þekkja uppruna sinn og ég er stolt af þvi að vera komin af bændum og sjómönnum. Það er hverjum íslendingi hollt að kynnast landinu sínu og nátt- úrunni. Það er sárt til þess að vita að þau börn sem nú eru að vaxa úr grasi fá varla að kynnast sveitinni. Munu þessi börn eiga eftir að yrkja ódauð- leg Ijóð til sinna heimahaga - steinsteypunnar?" - Talandi um Ijóð til heima- haganna, skrifar þú ekki eitthvað sjálf? „Það er helst að ástarsorgin hafi kveikt hjá mér þörf til að búa til einhvers konar Ijóð," segir hún og bætir við að sér fari betur að tjá sig skriflega en munnlega. „Ég hef bara skrif- að fyrir sjálfa mig, þannig fæ ég útrás fyrir tilfinningarnar. Reyndar hef ég úr nógu aö moða, þessi þrjú ár í útlandinu eru efni í að minnsta kosti tvo reyfara. Þar voru ævintýrin svo lygileg að ég trúi þeim vart sjálf þegar ég segi frá þeim. Svo hef ég hug á að læra að skrifa kvikmyndahandrit og hver veit nema úr því verði.“ FORNAR ÁSTIR Tal um ástarsorg leiðir vitan- lega beint út í tal um ástina. Aldís talar hægt og hugsar sig vel um áður en hún svarar, ekki eins og sá sem einhverju vill leyna heldur eins og sá sem liggur mikið á hjarta og vill vera viss um að ekki orð mis- skiljist. „Mér finnst ástin skipta öllu máli. Kannski ber ég ástarhug til sjálfrar ástarinnar. Ég verð sjúklega ástfangin, missi allt vit og alla rænu. Er ekki líka ástin aðalatriðið í lífinu?" spyr þessi stúlka sem stundum lítur út fyrir að hafa villst inn utan úr skógi. „Ég hitti eitt sinn ungan mann úti í London og hann spurði mig hvernig minn draumaprins væri. Ég hélt tíu mínútna ræðu. Hann átti helst að leika á eitthvert hljóðfæri, hafa áhuga á stjórnmálum og sögu, vera hugrakkur, fallegur, hraustur og svo framvegis. Svo spyr ég unga manninn um hans draumakonu og þá segir hann: Ég vil bara að mín kona sé góð kona. Þessa hefur mér oft orðið hugsað til síðar. Fyrsta stóra ástin mín var sjómaður, óheyrilega fallegur, stór og stæðilegur maður og líklega með stærsta hjartað af því fólki sem ég hef kynnst um ævina, en þá var ég of vitlaus til að kunna að meta það. í dag fer ég aðeins fram á að maðurinn hafi gott skap, skítt með gáfur, þær eru til trafala! Föðuramma mín hefur miklar áhyggjur af því hvort ég komi aldrei til með að ganga út,“ segir hún með löngu vestfirsku a-hljóði. „Ég ætla ekki að gefa upp vonina um hina einu sönnu ást þó það kosti það að ég hitti draumaprinsinn áttræð á elliheimilinu," segir hún og hlær. „Spurningin er alltaf hvað hver og einn vill fá út úr lífinu. Á fólk að láta sig dreyma og þora að vona að úr rætist eða á það að sættast á mála- miðlanir? Ég þykist vera af kyni Snæfríðar sem sagði „Heldur þann versta en þann næstbesta". Annars er ég búin að ganga fram af sjálfri mér hvað þessi mál varðar. Ég af- ber heldur ekki hversdagsleik- ann, þoli ekki lognmollu og er ævintýragjörn fram úr hófi. Ég hef líka oft farið flatt á minni til- finningasemi." - Aftur að starfi leikarans, er það bein og breið braut? „Áður en ég ákvað að feta þessa braut varð ég að gera upp við mig: Til hvers leiklist? Sjálf get ég lifað á einni kvikmynd, einni bók, einni sýn- ingu, í mánuð eða lengur. List- in hefur gefið mér mjög mikið. Ég man að í biðrööunum fyrir utan Óðal í gamla daga stytti ég fólki stundir með því að lesa upþ úr Fornum ástum eftir Sigurð Nordal því mér fannst sú bók eiga að berast til allra. Ég tel því leiklistina geta gert gagn, eins og allar aðrar listir. En hún er ekki jafnáþreifanleg og til dæmis læknislistin. Ég hef ekki enn fengið úr því skorið hvort ég geti með réttu titlað mig leikkonu, tíminn verður að skera úr um það. En ég gat ekki hugsað mér að enda lífið með þau orö á vör- um að ég „hefði getað orðið“ leikkona og hugsa til þess með einhverri eftirsjá að hafa ekki farið þá leið. Þess vegna langar mig að stíga þessi spor og vita hvort dansinn sé þess virði. Hjá mér er verkið sjálft núm- er eitt. Ef verkið hreyfir við áhorfandanum, ef það fær hann til að hugsa og finna til, er tilganginum náð. Við leikar- arnir erum ekkert annað en málpípa höfundar. Hvað launin varðar þá er þetta allt sjálfboðavinna þang- að til sýningar hefjast. Eftir það ræðst af aðsókninni hvort við fáum yfirleitt nokkuð annað út úr þessu en ánægjuna." NEITA AÐ EYÐA LÍFINU í STEINSTEYPU Hún býr á annarri stjörnu til hægri og áfram til morguns, en hvað um framtíðina? „Lífið er rétt að byrja hvað mig varðar, ég er óskrifað blað. Sem áttræð kona vil ég eiga barnabörn sem leita til mín í gleði og sorg og ég vil geta sagt að ég hafi gert gagn í mínu lífi. Maöur sem kann ekki að gefa er einskis virði. En sé maðurinn glaöur, hvern- ig svo sem hann fer að því, þá er líf hans til einhvers. Ég get trútt um talað, eigandi hvorki börn né mann, en ég tel móð- ur- og húsmóöurhiutverkið göfugasta hlutverk konunnar. Þó trúi ég því líka að standi draumur hennar til einhvers og hún fái ræktað sinn draum þá geti hún sinnt sínu göfugasta hlutverki af því meiri alúö. Ég spyr mig samt stundum hvort einhver tími sé til að sinna fjöl- skyldulífi í þessu þjóðfélagi þar sem þorri manna verður að vinna myrkranna á milli fyrir þessu fræga þaki yfir höfuðið. Sjálf neita ég að eyða mínu lífi í steinsteypu. Mérfinnst mitt líf of merkilegt til þess að vilja sóa því í fjórtán tíma vinnu á dag til að öðlast þau sjálf- sögðu réttindi að eignast hús. Frekar vil ég eyða mínum pen- ingum í ferðalög um heiminn. Ég hef gaman af fólki og endalaust nýju fólki því meöan maður þekkir það ekki skartar það sínu fegursta," segir Aldís kankvíslega. „Mér finnst svo skemmtilegt hvað fólk getur verið ólikt, svo gaman að skoða hvað býr í hjarta hvers og eins. Þetta háði mér í skóla, ég heyrði yfirleitt aldrei hvað kennararnir sögðu því ég var alltaf að velta fyrir mér: Hver er maðurinn? Það er neðanmálstexti hvers og eins sem hrífur mig. Erum við ekki öll að leita að ást og viður- kenningu, á bak við grimuna? Öll í leit að hamingjunni sem aldrei verður fönguð nema eitt og eitt andartak. í prófraun lífsins, sem er að vera maður. Sem er svo erfitt. Helvíti, er það hitt fólkið?" □ 40 VIKAN 6. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.