Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 6

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 6
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN/LJÓSM.: BINNI I ív sC2S39is^ö^~- VIKOVIÐTAL VIÐ ONNU K. JÖNSDOTTUR BORGARFULLTRUA ún er svolítil Pollýanna í sér, heitir Anna Kristrún Jónsdóttir og er einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur mótað sér ákveðinn persónulegan stíl í útliti og klæðaburði en vitund hennar er bundin við stærri mál en hárgreiðslu og klæðnaö. Sem stelpa neitaði hún að fara í sveit, vildi bara vinna; í dag er hún er formaður stjórnar Dagvistar barna, fulltrúi í skipulags- nefnd, hafnarstjórn, innkaupastofnun, heil- brigðisnefnd og stjórn heilsugæsluumdæmis vesturbæjar. í viöbót við þetta er hún móðir fjögurra barna á aldrinum níu til sautján ára. Hvernig er það, hefur hún einhverja orku um- fram okkur hinar? „Nei, ég er værukær aö eðlisfari og kann vel að slapþa af,“ segir hún kankvis. „Ég hef aldrei látið smáatriði í heimilishaldi trufla mig en ég leik mikið við börnin mín og gef þeim góðan tíma andlega. Eitt hef ég til dæmis gert að ófrávíkjanlegri reglu, að fara alltaf í Suzuki- tónlistartíma með yngsta syni mínum; fyrir þá sleppi ég bæði fundum og kokkteilum ef svo ber undir." Þegar Anna útskrifaðist úr lyfjafræði árið 1980 áttu hún og Þorvaldur Gunnlaugsson, maður hennar, þrjú börn. Aö námi loknu starf- aði hún sem lyfjakynnir, fór í söluferðir um landið á sumrin og annars vítt og breitt um borgina. „í þvi starfi var ég fram til 1985. Þá var yngsti sonur minn á öðru ári og ég var farin að þrá að hafa meiri tima með honum," segir hún. „Auk þess var ég þá i svo mörgum nefnd- um hjá borginni að það dugði sem mjög þokka- legt starf." AÐ GÖMLUM ÍSLENSKUM SIÐ Fjögur börn og tvö önnur heilsdagsstörf að auki, það er ekki á allra færi. Hvernig fer fólk að slíku? „Ég bý í stórfjölskyldu; við Þorvaldur höfum alltaf búið í sama húsi og móöir mín, og um tíma bróðir minn og kona hans, svo allir hjálp- uöust að. Svo var Þorvaldur mjög fús til að verja sínum tíma í að hugsa um börnin. Hann var vanur því frá sínu heimili að karlmaðurinn gengi jafnt í öll húsverkin og vildi líka fljótlega í okkar sambúð laga mat, fannst sinn matur einfaldlega betri." Öll fjölskyldan sþilar bridge saman nokkur kvöld í viku, afi og ömmur líka og kötturinn liggur uþþi á spilaborði. „Samgangur þessara þriggja kynslóða hefur verið mjög gefandi," segir Anna. „Við leikum okkur lika mikið saman, öll fjölskyldan. Ég hef gaman af þvi að fara með krökkunum út i körfubolta og sund og svo teflum við og spilum á spil.“ Það er nóg að gera á stóru heimili. Dæturnar Herdís og Gunnlaug líta inn og tilkynna hvert þær ætli, Sþyrja um bláa frakkann og þerlunist- ið. Synirnir Jón og Hannes eru einhvers staðar í iðrum stóra hússins með mörgu vistarverun- um. Þorvaldur kemur í gættina, Gunnlaug, móðir Önnu, er að þakka niður fyrir jóga- kennslu á Fteykhólum og Guð er á himnum. Faðir Önnu, Jón Þórarinsson, var apótekari í Iðunnar-apóteki og malbiksbarnið vann hjá honum á sumrin frá átta ára aldri, viö að fylla á og snúast. Hann rak einnig sælgætisgerðina Amor og Efnablönduna en eftir lát hans ætlaði fjölskyldan aö halda starfseminni áfram. í LEIT AÐ ÚRBÓTUM Hvernig var svo upphafið að stjórnmalastarf- inu? „Þegar ég hef störf í Sjálfstæöisflokknum er eg að Ijúka skóla, komin meö þrjú börn og farin að taka eftir ýmsu sem ég vil breyta til betri vegar. Við systkinin og mamma rákum þá sæl- gætisgerðina eftir lát þabba og rákum okkur mjög oft á veggi. (slendingar voru þá nýgengn- ir í EFTA og verndartollaí' á íslensku sælgæti fallnir niður. Við létum gera hagfræðiúttekt á fyrirtækinu og fengum þann úrskurð að við ættum góða möguleika á að þróa eina llnu af mörgum sem viö framleiddum. Við fengum þó hvergi þróunarlán, fengum ekki að breyta okk- ar húsnæöi, þó þrjátíu konur i hverfinu ynnu í verksmiöjunni. Við fundum fyrir því að víða var heilmikill klíkuskapur. Klíkuskapurverðurauð- vitað alltaf viö lýöi en þó er skynsamlegri grunnur til að byggja á nú til dags. Ég var kom- in með þörf fyrir að skipta mér af málunum vegna þess að ég fann að athafnafrelsi ein- staklinga var mjög heft. Árið 1981 er ég svo beðin að taka þátt í þróf- kjöri. Á þeim tíma hafði ég að vísu ekki metnað í slíkt og tók ákvörðun um þátttöku á síðustu stundu. Ég vissi að ég gæti ekki sett uþþ neitt batterí til að keþpa við hina sem höfðu undir- búiö sig lengi, hafði enga þeninga og heldur ekki kunningjahóþ til að safna peningum. Til þess að gefa gott fordæmi sló ég til, vegna þess að þá var afar erfitt að fá konur í prófkjör, en var alveg til í að tapa. Það gekk prýöilega, ég lenti í nítjánda sæti og var þá inni í borgar- stjórnarflokknum en þetta var þegar Davíð vann í fyrsta sinn. Ég hafði strax afskaþlega gaman af starfinu, þó þetta væri framandi heimur. Ég var vara- borgarfulltrúi en borgarfulltrúar og varaborgar- fulltrúar vinna mikið saman og öllum er falin ábyrgð. Varaborgarfulltrúar eru fullvirkir og eru til dæmis gjarnan formenn nefnda. Ég var meðal annars í félagsmálaráði, sat í æsku- lýösráði og stjórn veitustofnana. Sem fulltrúi i félagsmálaráði var ég líka fulltrúi í dagvistar- stjórn sem þá var undirnefnd í félagsmálaráði. Svo eru kosningar aftur 1986. Þá lendi ég í þrettánda sæti og er áfram varaborgarfulltrúi. 6 VIKAN 13.1BL. 19?2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.