Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 44

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 44
JÖNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BREFIFRA LESANDA SVAR TIL TVEGGJA UNGLINGSSTRÁKA í VANDA NDAGLAS HÆTTULEGT KUKL Kæra Jóna Rúna! Við erum hérna tveir vinir sem höfum mikinn áhuga á öllu sem tenglst dularfullum fyrirbær- um. Ástæða þess að við skrifum þér er að við höfum heyrt að þú sért dulræn og sjáandi líka. Við höfum verið á heimavistarskóla í tvö ár og líkar það bara vel. Við erum báðir úr sveit og viljum helst ekki vera á mölinni. í skólanum er mikið talað um líf og dauða. Flestir hafa áhuga á dulrænum málum og oft erum við strákarnir að gera alls konar tilraunir með hugsanaflutning og annað álíka. Aðalást- æðan fyrir því að við skrifum þér er að í vetur tókum við okkur saman nokkur og fórum að fara saman í andaglas. Okkur fannst það til að byrja með mjög skemmtilegt. Allt gekk vel og við náðum sambandi, að við höldum, við ást- vini okkar sumra sem eru löngu farnir. Svo gerðist það smátt og smátt að hinir ýmsu andar fóru að gera vart við sig með mis- miklum árangri. Loks fór að koma í glasið andi sem er mjög neikvæður og hrottalega grófur. Okkur stóð ekki á sama en samt héldum við uppteknum hætti. Nú er svo komið að við, ásamt ýmsum öðr- um hér í skólanum, erum dauðhræddir vegna þess að þegar við erum að þessum leik magn- ast upp einhvers konar óhugur í okkur og á eft- ir liggur við að við getum ekki gengið einir um. Við erum orðnir það myrkfælnir að það liggur við að við getum ekki sofið einir í rúmi. Það er líka eins og þessi skemmtun, ef skemmtun skyldi kalla, kalli á okkur. Við erum einhvern veginn eins og helteknir af þessu. Við finnum líka til mikils eirðarleysis á daginn og hugsum nánast ekki um neitt nema þetta. Hvað eigum við að gera, Jóna Rúna? Við erum skíthræddir og höldum eiginlega að við séum búnir að koma einhverju af stað sem er ekki hægt að losna við. Eru til illir andar? Er hægt að verða andsetinn? Er hættulegt að fara í andaglas? Hverjir koma eiginlega í svona andaglas? Heldurðu að draugar séu til? Get- um við orðið geðveikir af þessu öllu saman? Kæra Jóna Rúna, viltu vera svo góð að svara okkur sem fyrst ef það er hægt. Tveir unglingsstrákar í vanda. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.^^^ Kæru félagar! Þaö var virkilega ánægjulegt aö lesa bréfiö frá ykkur, þó að ég veröi aö viðurkenna að á köflum risu á mér hárin við að lesa lýsingar ykkar á þeim óhugnaði sem þið hafið upplifað í sambandi við andaglasið. Satt best að segja taldi ég ekki ráðlegt vegna annarra og hugsanlega viðkvæmra lesenda að láta kaflann sem lýsir grófleika þeirrar veru sem komið hefur í glas hjá ykkur koma fram. Vonandi virðið þið þá ákvörðun mína og skiljið að það hentar ekki öllum að heyra allar staðreyndir málsins, þó þeir geti auðveldlega getið sér til um þær. Vissulega er ég með meðfæddar dulargáfur og meðal annars sjáandi eins og þið kallið mig, auk þess að vera búin miðilsgáfum sem ég hef í róleg- heitum þjálfað nokkuð stööugt á þriðja ára tug. Af því að ég er dulræn og bý yfir þessari miklu og löngu reynslu á sviðum sálrænna fyrirbæra get ég vonandi uppfrætt ykkur fóstbræður um eitt og ann- að sem reynst getur ykkur gagnlegt eins og ykkar málum er háttað. Áfram nota ég jafnframt innsæi mitt til að svara ykkur og öðrum. Innsæið á rætur sínar í meðfæddum dulargáfum mínum, ásamt því aö ég notast líka við reynsluþekkingu og mögulegt hyggjuvit mitt. NÝJU FÖTIN KEISARANS Vissulega má segja að í seinni tíð hafi verið mikil andleg uppsveifla í þjóðarsálinni. Vart hafa menn þótt menn með mönnum ef þeir hafa ekki haft ein- hver tengsl eða óbein afskipti af einhverjum þeim leyndardómum sem fella má undir og upp að vissu marki telja skylda því yfirskilvitlega i tilverunni, þó vart verði það beinlínis fullyrt eða sannað svo auð- veldlega, þó gott væri. Hversu mikið af nýju fötum keisarans er sem sagt í gangi andlega er kannski erfitt að segja til um. Þó er Ijóst að keisarinn á í um- ferð nokkurn slatta af ósýnilegum fötum sem mis- mikið er dáðst að. Vera má nefnilega að innan um og saman við föt keisarans sé og hafi einungis verið á ferðinni áhugi sem komið hefur besta fólki á ein- hvers konar andlegt fylliri sem andlega séð verður tæpast fellt undir neitt sérstaklega göfugt. SIÐFRÆÐI KRISTS OG KENNINGAR HANS Hvað sem öllum fyllirium líður og fataskáp keisar- ans jafnframt er sem betur fer margt mjög gott í gangi andlega, þrátt fyrir allt og allt. Það er til dæmis mjög ánægjuiegt til þess að vita ef fólk eykur af ein- lægni og heiðarleik við andlega viðleitni sína i dags- ins önn, styrkir jafnvel eigið manngildi og eflir með sér virðingu og stöðuga trú á það góða í mannssál- inni. Eins er mjög jákvætt ef fólk snýr huga sínum til Jesú Krists og kenninga hans í leit að því guðlega í sjálfum sér og öðrum. Yfir okkur vakir nefnilega góður Guð og hans vilji verður að hafa áhrif á allt líf okkar og andlega viðleitni. Annað er með öllu óvið- unandi fyrir þann sem vill lifa friðsömu og kærleiks- hvetjandi kristnu lífi. Sú siðfræði sem okkur stendur opin i kenningum frelsarans er það anaiega vega- nesti sem ætti að nægja okkur til að skerpa löngun okkar til að lifa grandvöru og ylríku lífi. Eins ætti öll andleg viðleitni að styrkja tiltrú okkar á bræðralag og jafnt hlutskipti allra. KUKL OG VANÞRÓAÐAR VERUR Unglingar eru ekkert öðruvísi en fullorðnir að því leyti að innra með þeim eins og fullorðnum blundar mikill áhugi á alls kyns leyndardómum og öðru sem fella má undir yfirskilvitleg fyrirbæri. Það hefur því miður verið algengt meðal ungra að fara í það sem kallað er andaglas. Miðað við það sem ég hef heyrt um slíkt fikt er óhætt að fullyrða að enginn ætti að láta hafa sig út í kukl sem þetta. Mýmörg dæmi eru um að fólk hafi þurft hjálp geð- læknis eftir að hafa veriö að leika sér í andaglasi vegna þess að geðheilsa viðkomandi bauð ekki upp á þannig fikt. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að hörmulegar og næstum óleysanlegar af- leiðingar geta birst innra með þeim sem fer að stunda það kukl sem andaglas alltaf er. Dulspeking- ar hafa löngum sagt að allra vanþróuðustu verur hinum megin frá komi unnvörpum í andaglasið þeg- ar það er sviðsett með tilheyrandi tilþrifum. Á öllum sérsviðum þarf ákveðna þekkingu og það a ekkert síður við þegar verið er að leika sér með það sem virkilega er ókunnugt fólki. Stundum er slíkt kallað borðdans og fellur náttúrlega strangt til tekið undir það yfirskilvitlega. PRESTAR ANDLEGIR FRÆÐARAR Þar sem þið strákarnir eruð í miklum vanda vegna andlegs fikts er vissulega mikils virði fyrir ykkur að vita af því að í samfélaginu eru ríkjandi kristileg við- horf og við eigum bæði ágæta kennimenn þar sem prestar landsins eru og góðan hug vísan okkur til handa innan (slensku þjóðkirkjunnar. Þið ættuð því sem fyrst að fá umsögn prests um það sem þið eruð að takast á við og láta af andaglasinu hið snarasta af alvarlega gefnu tilefni vandræða sem þegar hafa skapast vegna þessa óvarkára andlega kukls ykkar skólasystkinanna. Þetta fikt hefði reyndar aldrei átt að fá líf enda er þegar komið í Ijós að það er hægara sagt en gert að losna frá afleiðingum og áhrifum þess. Þið áttuð þó vart von á því og ykkur gat sennilega ekki órað fyrir afleiðingunum. Það er miklu skynsamlegra fyrir ykk- ur skólasystkinin að leggja leið ykkar í kirkjur lands- ins fremur en að láta þetta ömurlega ástand halda áfram að valda ykkur vanda og jafnvel síðar hvers kyns skaða. Best er að láta sér segjast og gera ekki fleiri svona barnalegar en stórvarasamar tilraunir til að ná sambandi við þá sem farnir eru af jörðinni. ANDAGLAS OG RAFMAGN Það verður að segjast, eins og áður hefur verið bent á, að eitt það varhugaverðasta sem við getum tekið okkur fyrir hendur andlega séð er að fara I anda- glas. Þegar slikt gerist er venjulega verið að opna fyrir og leysa úr læðingi einhver öfl sem þeim sem fara í andaglas er ekki kunnugt um hvaða vanda geta valdið þeim sem kuklið prófar eða framkvæmir. Þið félagarnir spyrjið hvort hættulegt sé að fara i 44 VIKAN 13.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.