Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 29
en um hádegiö," haföi hann beðið blaöamann, „þá verð ég búinn að sofa nóg.“ Hann er nýklæddur þegar hann tekur á móti gestinum á heimili sínu. Hann býr í snotru rað- húsi í efri bænum ásamt eiginkonu sinni, Mín- ervu Björnsdóttur, og yngri syninum en sá eldri er kvæntur og fluttur að heiman. Geirmundur er fyrst sþurður að því hvenær tónlistarferillinn hafi byrjaö. „Ég byrjaði að spila á harmóníku þegar ég var ellefu ára gamall en á dansleikjum byrjaði ég að spila nýorðinn fjórtán ára. Ári síðar fékk ég mér gítar sem ég var farinn að spila á nokkru síðar. Gítarinn varð síðan mitt aðal- hljóðfæri þangað til fyrir fjórum árum. Þá vant- aði mig hljómborðsleikara, sem ekki var til hérna á svæðinu. Aftur á móti fékk ég gítar- leikara og fór sjálfur yfir á hljómborðið og hef verið á því síðan." Hann er Skagfirðingur í húð og hár og talar að sjálfsögðu með norðlenskum framburði. Hann var beðinn um að segja aðeins frá uþp- runa sínum. „Ég er alinn upp á Geirmundarstöðum hérna frammi í Sæmundarhlíðinni. Þar bjuggu for- eldrar mínir, Valtýr Sigurðsson og Anna Hjart- ardóttir, sem bæði eru látin. Ég stundaði þar búskap sjálfur um árabil, eöa til ársins 1976, og á nú jörðina ásamt bróður mínum sem býr suður í Kópavogi. Ég reyni að nýta jörðina svo- lítið, er með nokkur hross á henni, nytja túnin og leigi hluta þeirra. Það er mjög þægilegt að komast þarna fram eftir enda ríkir þar algjör friður. Á sínum tíma varð ég að gera það upp við mig hvort ég ætlaði að halda búskapnum áfram af alvöru eða að demba mér út í spila- mennskuna sem var orðin það mikil að hún samræmdist ekki búskapnum lengur - ég var þá með tuttugu kýr og um tvö hundruð kindur sem ég átti ásamt föður mínum. Úr varð að við fluttum á Krókinn þar sem ég fékk ágætt starf hjá Kaupfélaginu og þar vinn ég enn.“ RÓMÓ OG GEIRI - Var mikil tónlist iðkuð á Geirmundarstöðum? „Já, talsverð. Foreldrar mínir sungu báðir í kór, móðir mín í kirkjukórnum og faðir minn í karlakórnum Heimi. Þess vegna var söngur sjálfsagður hlutur og mörg lögin greyptust í huga okkar bræðranna, sem byrjuðum ungir að spila saman í hljómsveit. Við fengum lán- aða harmóníku hjá kunningja okkar þarna í sveitinni. Okkur langaði til að prófa þetta og við náðum tökum á hljóðfærinu ótrúlega fljótt. Við byrjuðum á að spila ásamt bónda úr nágrenn- inu og hljóðfæraskipanin var tvær harmóníkur og trommur. Skömmu síðar fór ég að spila á gítarinn til að auka fjölbreytnina. Þessi hljómsveit hét Rómó og Geiri og starf- aði til ársins 1965 en þá fór ég í hljómsveit Hauks Þorsteinssonar á Sauðárkróki en Hauk- ur er bróðir Erlu Þorsteins söngkonu. Ég starf- aði með þeirri hljómsveit I ár. Þá hætti Haukur en við héldum áfram hinir fjórir og kölluðum hljómsveitina Flamingo. Hún starfaði I fjögur ár eða þar um bil. Það var síðan um áramótin 1971 að hljómsveit Geirmundar Valtýssonar varð til.“ 200 SINNUM Á SAMA STAÐ Dansleikimir, sem Geirmundur hefur spilað á, skipta þúsundum enda er ferillinn orðinn býsna 13. TBL.1992 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.