Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 2
BORGARFULLTRÚINN 0 ANNA K. JÓNSDÓTTIR Hún er glæsileg fjögurra barna móöir, lyfjafræðingur að mennt, situr í borgar- stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fjölda nefnda og ráða. Lífsglöð og kraftmikil kona sem hefur skapað sér eigin stíl. _ GÚSTIOG 1 U GUNS & ROSES Ágúst F. Jakobsson heitir ungur Is- lendingur sem býr I Bandaríkjunum. Þar er starfi hans sá að annast allar kvikmyndatökur fyrir hina frægu hljóm- sveit Guns & Roses og ferðast hann með henni um þveran og endilangan hnöttinn þegar því er að skipta. n NÝIÞJÓÐMINJA- I 0 VÖRÐURINN í fróðlegu viötali ræðir Guðmundur Magnússon um feril sinn í stjórnmál- um sem I atvinnulífinu. Á dögunum var hann ráðinn þjóðminjavörður til tveggja ára og voru ekki allir á eitt sátt- ir um þá stöðuveitingu. Hann er meðal annars kunnur fyrir greinaskrif um menntamál - og hafa margir talið þau öfgafull. Hver er maðurinn að baki þeim? 20 PÍANÓSMIÐURINN Jóhann Frímann Álfþórsson axlaði skinn sín og hélt til Þýskalands til að ' læra píanóstillingar hjá ekki ómerkara fyrirtæki en sjálfum Schimmel, þar sem heimsins bestu flyglar eru smíð- aðir. Hann hefur nú lokið námi og stillir píanó á daginn en spilar létta tónlíst fyrir kráargesti á kvöldin og um helgar. 32 FYRIRSÆTURÓSKAST! „The Fashion Bureau" er öflugt um- boðsfyrirtæki I tískuheiminum I London. Framkvæmdastjóri þess er Les Robertson, ein þekktasta karlfyrir- sæta I Evrópu. Hann kemur hingað i sumar ásamt starfsfólki sínu, heldur námskeið og leitar að fyrirsætum I Elite Premier-keppnina í London. _ . SÆMUNDUR Á 24 BORGINNI Sæmundur Norðfjörð býr uppi í risinu á Hótel Borg - hugsandi maður sem meðal annars hefur lagt stund á heim- speki. Hann brá sér til Króatíu í vetur og þar kynntist hann hörmungum stríðsins og safnaði myndefni ásamt Júlíusi Kemp. Þeir vinna nú að kvik- mynd um ferðina. _n GEIRMUNDUR 2Ö VALTÝSSON Hann stjórnar einni vinsælustu dans- hljómsveit landsins og hún er bókuð nær ár fram I timann. Hann er lands- kunnur fyrir lagasmíðar sínar og „skagfirsku sveifluna" sem kemur öll- um í gott skap. Hann er líka önnum kafinn fjármálastjóri stórs fyrirtækis - og bóndi í frístundum. 36 ÍSLENSK ÆTTFRÆÐI Hér er fjallað um nokkur lögmál ætt- fræðinnar og farið i skemmtilegan leik með lesendum. Ættfræði er meira spennandi en margan grunar. on RÆKTAÐU GARÐ- OO INNÞINN Páll Einarsson er guðfræðingur að mennt og starfar sem meðferðarfulltrúi á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans. I tómstundum ræktar hann garðinn sinn, sem hann kallar gjarnan villta, tryllta Villa. 42 SÁLARKIMINN „Kynlif okkar er nokkuð gott, að visu mætti það vera nánara. Eg er nokkuö nákvæm með hreinlæti og snyrti- mennsku en honum er alveg sama þó hann sé ekki alltaf nýkominn úr sturtu ... “ Sigtryggur Jónsson sál- fræðingur svarar bréfum lesenda og gefur þeim góð ráð. MEÐ FLUGLEIÐUM í EURO-DISNEY í PARÍSARBORG Dregið var í lesendagetraun Vik- unnar, Flugleiða og Euro-Disney að kvöldi 16. júní síðastliðinn. Kom þá uþþ nafn Láru Huldar Grétarsdóttur Kaplaskjólsvegi 29 í Reykjavík. Lára Huld getur því farið að huga aö ferðatöskunum því verð- launin eru ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til Parísar í sumar þar sem verðlaunahafinn og hans fólk getur m.a. skemmt sér konunglega í hinum nýja skemmtigarði Disney. Geysilega góð þátttaka var í getrauninni og þakka aðstand- endur lesendum fyrir undirtektimar. 44 ANDAGLAS Jóna Rúna Kvaran svarar tveimur strákum sem fást við andaglas og eru í vanda. _n KANNTUAÐ OU TAKA MYNDIR? Hér er þráðurinn tekinn upp að nýju frá þvi i siðasta blaði og lesendur fræddir um margt það sem máli skiptir ætli þeir að taka góðar Ijómyndir. Að þessu sinni er hugað að vali á myndavél. r . GLÆSIFÖT ÚR 54 IÐNSKÓLANUM Nemendur I fataiðndeild settu upp tískusýningu fyrir Vikuna og kynna hér glæsilegar flíkur sem þeir hafa bæði hannað og saumað I tengslum við nám sitt. 64 KVIKMYNDIR Þeir sem vilja fylgjast með því nýjasta á hvíta tjaldinu fletta aldrei yfir þennan þátt. Á ÍSLENDINGA- 00 SLÓÐUM Rætt við unga konu af íslensku bergi brotna. Hún vinnur að því að varðveita íslenska menningu á Islendingaslóð- um I Kanada. 2 VIKAN 13. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.