Vikan


Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 25.06.1992, Blaðsíða 8
Fljótlega eftir þær kosningar tek ég viö stjórn dagvistar en um þetta leyti var Dagvist barna gerö aö sjálfstæðum málaflokki og þar hef ég verið formaður síöan." STÖRF SEM GEFA LÍFINU GILDI í hverju felst starf borgarfulltrúa? „Okkar höfuðhlutverk er fyrst og fremst aö gæta þess aö peningum skattborgaranna sé sem réttast varið. Einnig verðum viö aö gæta réttarstööu hins almenna borgara og veita honum ákveöna þjónustu. Allt er þetta mjög gefandi. Borgarstjórnarflokkurinn er tuttugu manna hópur sem hittist vikulega en þess utan er ég í sex nefndum, sem er eiginlega óvenju mikiö, þannig að mikill tími fer í fundi og stundum í undirbúningsfundi. Sömuleiöis fer mikill tími í aö afla sér upplýsinga til þess aö geta myndaö sér skoöun sem er manni samboöin. Allt er þetta þó fræöandi og skemmtilegt og maöur sér árangur verka sinna. Mitt starf er þó sjálf- boðavinna að miklu leyti. Ég læröi fljótt hjá Davíð aö maöur er ekki kominn í þetta starf til þess aö njóta fyrirgreiðslu heldur fremur aö gjalda þess, ef eitthvað er. Þegar á það er litið má kannski kalla mín störf hugsjón, svo langt sem þaö nær, því þau eru vissulega ekki launalaus að því leyti aö þau gefa lífinu gildi." Hefur hún þurft aö gjalda þess í starfi aö vera kona? „Nei, ég hef eiginlega frekar notfært mér þaö, haldið mig i bakgrunni í skjóli þess aö vera kvenmaður. Þaö er okkur kvenfólkinu kannski eðlilegt á margan hátt. Ég tel mig hafa mín áhrif þó ég slái ekki um mig og sé meö læti. Ég hef heldur aldrei fallið fyrir múgsefjun í sambandi viö kvennabaráttu. Ég veit þó aö kvenfólk þarf oft aö gjalda kynferöis síns og ég verð á einhvern hátt aö taka þátt í því en ég vel þá leiðina aö sýna frekar fram á aö hægt sé aö gera ákveöna hluti. Mitt starf er því mitt framlag. Þó finnst mér ekki síður mikilvægt aö konur fái tækifæri til aö vera heima hjá börnun- um sínum og þaö hefur oft flokkast undir viss forréttindi hjá fólki á mínum aldri." VERÐUM AÐ HALDA ÖLLUM MÖGULEIKUM OPNUM Er fjögurra barna móöir sátt viö núverandi menntastefnu? „Það er sorglegt ef keyra þarf menntunar- stigiö niður þvi þaö hefur veriö mjög hátt hjá okkur. Síöasta þróun er svolítið uggvekjandi en ég er sannfærö um að ýmislegt mátti endur- nýja í menntamálum. Hvort lánasjóðsmálin eru á réttri braut veit ég þó ekki en engu aö síður þurfti að stokka þaö dæmi upp og fá betri stýr- ingu. Sumar aðgerðanna áttu fullan rétt á sér og þær þýöa ekki endilega minni menntun fyrir börnin heldur geta þær þýtt aö tíminn nýtist betur. Þetta gæti líka leitt til þess aö menntun veröi I betra samhengi viö atvínnulífiö; að við séum ekki aö mennta fólk sem fær síðan ekki vinnu við sitt hæfi. Annars er ég sannfærö um aö hægt væri að tryggja fólki skilyrði sem veita öllum möguleika á menntun en þaö veröur einmitt aö opna ýms- ar leiðir, eins og einkaskóla, til aö fyrirbyggja stöönun í opinbera geiranum. Þá er ekki ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.