Vikan


Vikan - 25.06.1992, Side 29

Vikan - 25.06.1992, Side 29
en um hádegiö," haföi hann beðið blaöamann, „þá verð ég búinn að sofa nóg.“ Hann er nýklæddur þegar hann tekur á móti gestinum á heimili sínu. Hann býr í snotru rað- húsi í efri bænum ásamt eiginkonu sinni, Mín- ervu Björnsdóttur, og yngri syninum en sá eldri er kvæntur og fluttur að heiman. Geirmundur er fyrst sþurður að því hvenær tónlistarferillinn hafi byrjaö. „Ég byrjaði að spila á harmóníku þegar ég var ellefu ára gamall en á dansleikjum byrjaði ég að spila nýorðinn fjórtán ára. Ári síðar fékk ég mér gítar sem ég var farinn að spila á nokkru síðar. Gítarinn varð síðan mitt aðal- hljóðfæri þangað til fyrir fjórum árum. Þá vant- aði mig hljómborðsleikara, sem ekki var til hérna á svæðinu. Aftur á móti fékk ég gítar- leikara og fór sjálfur yfir á hljómborðið og hef verið á því síðan." Hann er Skagfirðingur í húð og hár og talar að sjálfsögðu með norðlenskum framburði. Hann var beðinn um að segja aðeins frá uþp- runa sínum. „Ég er alinn upp á Geirmundarstöðum hérna frammi í Sæmundarhlíðinni. Þar bjuggu for- eldrar mínir, Valtýr Sigurðsson og Anna Hjart- ardóttir, sem bæði eru látin. Ég stundaði þar búskap sjálfur um árabil, eöa til ársins 1976, og á nú jörðina ásamt bróður mínum sem býr suður í Kópavogi. Ég reyni að nýta jörðina svo- lítið, er með nokkur hross á henni, nytja túnin og leigi hluta þeirra. Það er mjög þægilegt að komast þarna fram eftir enda ríkir þar algjör friður. Á sínum tíma varð ég að gera það upp við mig hvort ég ætlaði að halda búskapnum áfram af alvöru eða að demba mér út í spila- mennskuna sem var orðin það mikil að hún samræmdist ekki búskapnum lengur - ég var þá með tuttugu kýr og um tvö hundruð kindur sem ég átti ásamt föður mínum. Úr varð að við fluttum á Krókinn þar sem ég fékk ágætt starf hjá Kaupfélaginu og þar vinn ég enn.“ RÓMÓ OG GEIRI - Var mikil tónlist iðkuð á Geirmundarstöðum? „Já, talsverð. Foreldrar mínir sungu báðir í kór, móðir mín í kirkjukórnum og faðir minn í karlakórnum Heimi. Þess vegna var söngur sjálfsagður hlutur og mörg lögin greyptust í huga okkar bræðranna, sem byrjuðum ungir að spila saman í hljómsveit. Við fengum lán- aða harmóníku hjá kunningja okkar þarna í sveitinni. Okkur langaði til að prófa þetta og við náðum tökum á hljóðfærinu ótrúlega fljótt. Við byrjuðum á að spila ásamt bónda úr nágrenn- inu og hljóðfæraskipanin var tvær harmóníkur og trommur. Skömmu síðar fór ég að spila á gítarinn til að auka fjölbreytnina. Þessi hljómsveit hét Rómó og Geiri og starf- aði til ársins 1965 en þá fór ég í hljómsveit Hauks Þorsteinssonar á Sauðárkróki en Hauk- ur er bróðir Erlu Þorsteins söngkonu. Ég starf- aði með þeirri hljómsveit I ár. Þá hætti Haukur en við héldum áfram hinir fjórir og kölluðum hljómsveitina Flamingo. Hún starfaði I fjögur ár eða þar um bil. Það var síðan um áramótin 1971 að hljómsveit Geirmundar Valtýssonar varð til.“ 200 SINNUM Á SAMA STAÐ Dansleikimir, sem Geirmundur hefur spilað á, skipta þúsundum enda er ferillinn orðinn býsna 13. TBL.1992 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.