Vikan


Vikan - 28.03.2000, Page 23

Vikan - 28.03.2000, Page 23
Anderson. Oft hjálpar mikið að taka eftir hvað makinn er ánægð- ur með sitt þrátt fyrir útlits- galla. Hann fullvissar konuna um að honum þyki lítil brjóst miklu fallegri en stór eða perulaga vöxtur finnist hon- um einstaklega kynæsandi. Hlustaðu á það sem hann seg- ir og taktu það alvarlega. Þótt hann sé ef til vill stundum að gera meira úr fegurð þinni en ástæða er til væri hann varla að eyða tíma með þér ef hann væri óánægður. Erfiðleikarnir eru lil að læra af beim Allir þurfa einhvern tíma að ganga í gegnum erfið sam- bönd og ástarsorgir. Óendur- goldin ást er ákaflega sár en þegar versta sorgin er yfir- staðin er gott að geta litið til baka og sagt við sjálfan sig: „Þetta var erfitt en ég lifði það af og er sterkari fyrir vik- ið.“ Konum hættir oft til að þreyja þorrann og góuna þótt þreyta sé komin í sambandið og ljóst að það verði aldrei gott. Þær eiga erfitt með að slíta sambandi og gefa karl- mönnum sem ekki henta þeim sífellt ný tækifæri þótt þeir hafi margoft sýnt að þeir muni ekkert breytast. Hugs- anlega er þetta ótti kvenna við að særa aðra en meðan þær forðast að særa aðra eru þær í raun að fara illa með sig sjálfar. Þær eiga það einnig til að kenna sjálfum sér um galla makans. Þær séu ekki nógu þolinmóðar og umburðar- lyndar. Fátt drepur meira nið- ur lífslöngun og kraft mann- eskju en það að vera ófull- nægð í ástarsambandi. Að taka ákvörðun og binda á enda á slíkt ástand krefst hug- rekkis sem oft skilar sér í auknu sjálfstrausti og vellíð- an þegar öllu er lokið. Engin ástæða er til að sætta sig við þann næstbesta þegar þú átt skilið að hreppa þann besta. Gerðu bað sem oftasi Kynlífssérfræðingar segja okkur að því oftar sem kynlíf sé stundað því meiri séu lík- urnar á að njóta þess. Blóð- flæði um örvunarsvæði líkam- ans eykst við ástundun kyn- lífs, þau verða viðkvæmari og örvast fyrr. Reynslan kennir einnig hvernig atlot eru ánægjuleg og hvað veitir hverjum og einum ánægju. Pör læra sömuleiðis hvert á annað með aukinni æfingu og þeim veitist auðveldara að vekja ánægju. Karlmenn segja einnig að meira skipti að kona sýni löngun og ánægju af ástarleikjum en útlit henn- ar. Þeir kunna því einnig al- mennt vel að konur láti í ljós vilja sinn án þess að láta gaml- ar hömlur aftra sér. Gerðu tilraunír Til að geta átt gott samlíf er nauðsynlegt að treysta makanum og vera tilbúinn til að leyfa sér að reyna hvað sem kemur upp í hugann. Eina leiðin til að komast að því hvort eitthvað veitir ánægju og unað er prófa það. Sért þú vandræðaleg eða finnst erfitt að brydda upp á nýungum er hugsanlegt að þú treystir ekki maka þínum nægilega vel. Mörg pör hætta að gera tilraunir og leyfa sér að fara út fyrir rútínuna þeg- ar þau hafa fundið ágæta að- ferð sem hentar báðum. Þetta verður leiðigjarnt til lengdar og stundum óttast fólk að sambandið sé í hættu þegar það finnur að gamla aðferð- in er ekki jafnánægjuleg og áður. Þá þarf oft ekki annað en að hrinda í framkvæmd einhverri nýrri skemmtilegri hugmynd og sambandið gengur í endurnýjun lífdaga. Segðu nákvæmlega hvað hér finnst Einn helsti lykill að góðu sambandi er að geta talað saman, að finna leið til að geta rætt um óþægilega hluti rétt eins og þá góðu og þora að segja nákvæmlega hvað þér finnst án þess að óttast að hinn aðilinn verði sár. Þetta er ekki alltaf auðvelt og reynist sérstaklega konum oft erfið- ara en körlum. Sumar eru feimnar og finnst erfitt að koma orðum að því sem þeim finnst vera að í kynlífinu. Þeg- ar þannig er sætta þær sig oft við og láta yfir sig ganga at- lot sem þeim líka ekki. Það er ekki nóg að gefa frá sér ógnarstunur ef hann hittir á að gera eitthvað rétt. Hugsan- lega skilur hann það ekkert öðruvísi en þær stunur sem hún gerir sér upp þegar hún ákveður að hlífa honum við kvörtunum. Máltækið segir að það þurfi tvo í tangó og það á við um kynlífið líka. Karlmenn eru ekki eins við- kvæmir og margar konur halda og vilja gjarnan veita þeim ánægju. Það er hins veg- ar ákaflega hæpið að það tak- ist ef stöðugt er logið að þeim og þeir blekktir til að halda að allt sé í lagi þegar í raun er heilmikið að. Gleymdu ekki að betta á að vera gaman Það koma þeir tímar að þú bókstaflega verður að hlæja og fíflast með eitthvað. Hann er kannski svo ótrúlega skondinn á svipinn þegar hann gerir þetta eða þér tekst að flækjast svo klaufalega í sænginni að lítið er eftir af virðuleikanum. Allt getur gerst. Par nokkurt varð fyrir því að móðir hans gekk óvart inn á þau í miðjum ástarleik og gömlu konunni brá svo illa að hún spurði: „Get ég eitt- hvað hjálpað ykkur krakkar mínir?“ Sonurinn sneri sér við og svaraði: „Nei, ég er ein- fær um þetta mamma mín.“ Lítil börn eiga einnig til að vakna þegar verst gegnir og einn lítill piltur fylgdist dálitla stund með foreldrum sínum áður en hann gerði vart við sig með orðunum: „Mamma, er gaman?“ Þegar uppákomur af þessu tagi eiga sér stað er um að gera að láta þær ekki hafa of mikil áhrif á sig. Best er að gera gott úr öllu, hlæja og taka síðan upp þráðinn á ný þegar menn hafa jafnað sig örlítið. Hláturinn léttir einnig á spennu og getur þannig gert fólki auðveldara að slaka á í návist hvors annars og njóta þess að vera saman. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.