Vikan


Vikan - 28.03.2000, Qupperneq 57

Vikan - 28.03.2000, Qupperneq 57
læknarnir gáfu mér þung- lyndislyf. Þegar við svo skild- um fékk hann mig til að sam- þykkja að hann fengi forræði yfir drengnum okkar en ég stúlkunni vegna þess að of mikið væri fyrir mig að vera með þau bæði. Hann ákvað síðan að flytja aftur til Sví- þjóðar og við seldum íbúðina okkar til að borga skuldir. Hann tók sig hins vegar til áður en hann fór og keypti alls konar hluti og greiddi fyr- ir með kreditkorti. Hans síð- asta verk var að hringja í kreditkortafyrirtækið og vísa á bankareikning sem innihélt lokagreiðslu íbúðarinnar en ég átti þessa peninga. Þá átti að nota til að greiða lán sem svo gjaldféll á mig. Brotnaði undan álaginu Nú stóðu öll spjót á mér úr öllum áttum. Ég var peninga- laus, maðurinn farinn úr landi með drenginn minn og sumir úr fjölskyldu minni reiðir og hræddir um að þeir þyrftu að borga mínar skuldir. Mitt veika sjálf þoldi þetta einfald- lega ekki. Ég kiknaði undan byrðinni og reyndi að fremja sjálfsmorð. Ég gleypti heilan helling af töflum og var flutt á sjúkrahús þar sem dælt var upp úr mér. Nokkra daga eft- ir þetta var ég á geðdeild og þar voru mér gefin geðlyf, ró- andi lyf og einhverjar fleiri töflur sem ég kann ekki skil á. Ég varð svo sljó og rugluð af þessu öllu að ég vissi varla hvað ég gerði. Eitt það fyrsta sem mér datt í hug var að láta eiginmann minn fyrrverandi hafa tímabundið forræði yfir dóttur minni þar sem ég væri sjálf ófær um að hugsa um hana. Ég áttaði mig hins vegar fljótt á því að það voru fyrst og fremst lyfin sem héldu mér niðri. Ég vildi minnka þau en læknarnir sögðu mér að þau væru nauðsynleg. Ég ákvað samt að hætta og þá fór fljót- lega lífsvilji minn og kraftur að endurnýjast. Mitt fyrsta verk var að fara út og reyna að ná börnunum mínum aft- ur. Maðurinn minn hafði far- ið út til heimalands síns strax og við skildum og gifst þar- lendri konu. Hún hugsaði nú um börnin mín en þau skildu hana ekki enda talar hún að- eins sitt móðurmál. Ég reyndi allt sem ég gat til að fá að taka börnin en sænska lögreglan sagðist ekki geta tekið þau af heimili hans. Islenska sendi- ráðið vildi ekkert hjálpa mér og eiginmaður minn fyrrver- andi sagði öllum að ég væri eit- urlyfjaneytandi og drykkju- sjúklingur og þess vegna óhæf móðir. Sumir meðlimir fjölskyldu minnar hér heima töldu að ég hefði stungið af frá skuldun- um og tóku sig til í fjarveru minni og seldu allt sem ég átti. Það áfall ofan á allt sem gekk á í Svíþjóð varð til þess að ég reyndi aftur að svipta mig lífi. Viðbrögð læknanna þar komu mér mjög á óvart. í stað þess að dengja í mig lyfjum sögðu þeir: „Líf þitt nú er í slíku uppnámi að eðlilegt er að þú sért rugluð og miður þín. Þú þarft engin lyf. Reyndu bara að vera sterk og finna leið til að leysa málin.“ Þetta viðhorf var mér opin- berun. Ég var ekki geðveik, ekki vitlaus, bara manneskja í erfiðleikum sem varð að vera sterk. Nú er ég að reyna að fara að ráðum þeirra. Ég er komin heim og hef leitað mér hjálpar. Ég veit að ég get séð fyrir mér og næsta skref er að fá börnin mín aftur og koma einhverri röð og reglu á líf okkar. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni med okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þinu? Þér er vel- komið aö skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lciiuilisl';iiij>ið er: Vikun - ..lilsrvr nslus;i*:;i". Scljavegur 2, 101 Rcvkjavík, 'Srll.in-: vikan@f'ro(li.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.