Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 14
12 MENTAMÁL börn þátt í spöruninni. Börnin eru íús aö taka þátt i þessari starfsemi. Kapp hleypur í þau í því eins og öSru. Sparifje er sjaldan tekiö út nema til skynsamlegrar ráðstöfunar. En þó er mest u'm þaS vert, aö draga huga barnanna aS góSu takmarki og frá tilhneigingunni til aS eyöa hverjum eyri jafnharöan í óþarfa. Bækur Ársrit nemendasambands Laugaskóla, I. ár. Síöasta skólaár var Alþýöuskóli Þingeyinga á Laugum starf- ræktur í fyrsta sinn. Nemendur voru 52 reglulegir og 9 óreglu- legir. Kennarar skólans voru: Arnór Sigurjónsson skólastjóri, KonráS Erlendsson og Helga Kristjánsdóttir og aukakennar- arar Þórhallur Björnsson og Ása Jóhannesdóttir. Kenslunni var þannig hagaö, aö i yngri deild var öllum nemendum skylt aS taka þátt í öllum námsgreinum, nema erlendum tungumál- um. í eldri deild völdu nemendur sjer aöalnámsgrein og er leiö á veturinn kjörsviö í þeirri námsgrein. „Var áhei’zla lögö ár aö viö þaö væri sem mest rækt lögö og vandaS til verkefna, sem nemendur skiluöu. Skyldunámsgrein var engin önnur en íslenzka, en allir lögöu nemendur stund á nokkrar námsgrein- ar aörar. Sem aöalnámsgrein völdu 7 íslenzkar bókmentir, t ísl. málfræöi, 3 smiöi og 1 dráttlist.“ Frá nýjári voru haldnir 2 fyrirlestrar á viku fyrir allan skólann. Sundlaug skólans var opnuö til notkunar fyrst í desember og sund iökaö daglega af netnendum eftir þaö. Fyrirlestramót var haldiö viö skól- ann seint á vetrinum. Fjörugustar umræöur um heimilisiðnaö, fatnaö, íþróttir og sundnám. Skólahúsið á Laugum er hiö myndarlegasta. Er Þingeying- um sómi aö því aö hafa komið upp svo myndarlegum skóla. Einn kost hefir skólinn frain yfir alla aöra skóla á landinu: heita sundlaug. Er þaö ómetanlegt fyrir unglingaskóla. —

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.