Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1926, Blaðsíða 17
MENTAMÁL 15- — 96, 9. 1. a. o. risin les risinn. — 103, 2. 1. a. o. reir les reyr. — 128, 8. 1. a. n. sperri les spenni. Helgi H. Eiríksson: Ágrip af efnafræði. 52 bls. Kver þetta fyllir í skarö, sem lengi hefir verið autt. Bókin er ætluð til notkunar í framhalds- og unglingaskólum. Fram- setning er skýr og skipuleg. Prentvillur of margar. Ágúst H. Bjarnason: Himingeimurinn. 188 bls. RitiS er i fyrsta flokki hinnar miklu lýSmentunar-útgáfu Þorst. M. Jónssonar. EfniS er söguleg stjörnufræSi. Hin sögu- lega frásögn er ágætlega fallin til aS gera vísindagreindar aö- gengilegar almenningi og vísindarit skemtileg aflestrar. Up])- götvanir og æfisaga er fjettaS saman. Höfundurinn hefir leyst verkefniS ágætlega af hendi. Bókin á erindi inn á hvert heim- ili. Út lítur fyrir, aS ritasafn þetta verSi hreinasti lýSháskóli. Hallgr. Jónsson: Sagnaþættir I, 128 bls., II, 128 bls. Sagnaþættirnir eru mest um ágæta menn sögunnar, þá sem hvert barn hefir gott af aS lesa um, Franklin, Sókrates, Lin- coln, Livingstone, Solon, Gladstone, Birgittu, Voltaire o. s. frv. VerSa þeir án efa vinsælir af börnum. Vel til falliS er, aS kennarar noti þá fyrir lesbók. Þættirnir fást hjá útgefanda, Grundarstig 17, Rvík. J. Kristnamurti: Leiðsögn, uppeldi og skólalíf. 132 bls. í formálanUm segir svo: „Margt af því sem jeg drep á í bók þessari er sagt af eigin reynslu frá skólaárum mínum. Seinni reynsla mín hefir sannfært mig um, aS þaS má láta nemendunum líSa betur en þeim gerir nú, meS því aS nota aSferSir, sem hafSar eru í dulspekiskólum. Jeg hefi reynt bæSi rjetta og ranga kensluaSferS og langar til aS breiSa út þá, sem betri er.“ — Bókin á erindi til kennara og foreldra; hún

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.