Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 8
22 MENTAMÁL Löngu seinna var þessi skólagarSahugmynd borin fram í nokkuö annari mynd, af hinum mikla skólamanni og upp- eldisfræöingi,Þjóöverjanum A.H. Francke (f 1670). Hann leiddi rök aö því, aö fyrst líf almennings væri svo háS jurtalífinu og' ræktun skrautjurta og nytjajurta væri þar aö auki eitt aöal- starf alls þorra manna, þá yröi grasafræði að vera ein aðal- starfsgrein í barnaskólum og þeim öörum skólum, er almenn- ingur nyti fræðslu í. Sjálfur koni Fran.cke upp skólagarði fyrir börn, við skóla sinn í Halle, og mun það vera fyrsti skólagarður, sem komið var á fót við barnaskóla. Þar nutu lærisveinar Francke fræðslu í grasafræði og garðyrkju. Þessari hugsjón um skólagarða fyrir börn var siðan haldiö vakandi, eftir daga Francke, í Þýskalandi, Sviss og Austur- ríki, en mun ekki hafa verið borin fram til sigurs i þessum löndum, fyr en um síðustu aldamót, og skólanienn Norður- landa ljetu málið alveg afskiftalaust alt til þessa tírna. En. þar var líka tekið til óspiltra málanna, Jægar eftir aldamótin, að koma upp skólagörðum við barnaskólana, og að auka skiln- ing almennings á þessu mikilvæga máli. Svíar voru fyrstir Norðurlandabúa, þá Danir og litlu síðar Norðmenn. Hver- vetna var málið borið fram af áhugasömum skólamönnum, sem mynduöu tneð sjer öflugan fjelagsskap, hver í sínu landi. Þannig hefir merkisberum þessarar nýju fræðslustefnu tekist að skýra gildi hennar fyrir ahnenning, og því næst komið því til leiðar, að yfirstjórn fræðslumálanna hefir viðurkent hið mikilvæga hlutverk skólagaröanna og tekð þá- upp i fræðslukerfi landanna, í Danmörku er það „Foreningen Skolehaven“, stofnaö 1903, og í Noregi „Norsk skolehaveforbund“, sem bafa rutt skóla- garðamálinu braut. En í því er þó sigurinn fólginn, að hin tiltölulega stutta reynlsa hefir þegar kveðið upp þann dóm, að skólagarðarnir ertt vinsælustu stofnanirnar, er börn sækja fróðleik sinn i. Börnin kynna foreldrum sínum garðana, og málalokin verða þau, að þessar uppeldisstofnanir, og störf barnanna þar, hafa

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.