Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 13
MENTAMÁL 27 „Fundurinn lítur svo á, aö lærdómskver rnegi ekki mis,sast við undirbúning barna undir fermingir' og fyrirlesarinn er A sama rnáli. Er ástæban ekki fólgin í þessu? Fræbslulögin nýju segja ekkert um þetta, bjóba hvorki nje banna kverkenslu. Þess veröur ekki krafist af kennurum, a'ö jreir setji fyrir og hlýÍSi yfir í kveri. — Þa'ö er alt og sumt. Fræöslulögin ganga ekkert inn á verksvið prestanna, og koma þeim þó til liðs, eins og vera ber. En þau heimila presta- stjettinni engan rjett tij þess að varpa áhyggjum s í n u m á aðra, og það er engin sök. — Eftir sem áður geta prestar notað kverið við undirbúning barna undir fermingu, á m e ð- a n þ e i r t e 1 j a ]) a ð ómissandi. Ömissandi! — Hve lengi ætla menn að trúa því, að börn- in hafi gott af jm að róa sjer viö að læra kverið, t. d. Helga- kver? Það vita allir, sem við kenslu hafa fengist, að allflest- um börnum er erfitt og óljúft að læra kver, og jm fremur því lengrá seiu það er og torskildara. Og prestar hljóta að vita, að ,,í einskis barns hjarta er unt að vekja trú, elsku, lotningu nje aðrar helgar tilfinningar, með nauöung". Það er kvartað yfir trúardeyfð og tómum kirkjum. Hverjir sitja heima? Sömu manneskjurnar, sem var þröngvað til aö róa sjer við kverið. Ekki er jóetta sönnun. En kirkjan má ekki vera blind í sinni sök. Á meðan börn höfðu engu bóklegu að sinna undir fermingu, eftir að jrau voru orðin stautandi, öðru en kverinu, þá var sök sjer að láta læra J)að, — en nú er ])að óverjandi, með allar aðrar fræðslukröfur á vitorði. Á meðan ])að var talið gott og gilt, að „svara vel út úr“, — vera leikinn í að nota orö kversins sjálfs til j)ess, ])á var kverið handhægt við undirbúning undir fermingu. Það svar- aði til kröfunnar. En sú frannnistaða er ekki lengur talin góð og gild. Kröfurnar eru aðrar. Það eru tvær leiðir ólíkar, þó að þeim sje ætlað aö leiða að sama marki, að tjóðra saklaus börn yfir köldum, torskild- um lærdómsgreinum, j)ar til j)au fá þulið án bókar, eða fylgja

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.