Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1926, Blaðsíða 10
24 MENTAMÁL með sjer lítinn hlómvönd. Litla stúlkan gefur móöur sinni hann, sem annars á ef til vill engan kost á að eignast blórn- vönd. Móðirin þakkar stúlkunni sinni, og þá skilur lnm fyrst fvllilega, að það var ein'mitt hún, sem lagði til þessa fögru heimilisprýði. Þakkir móðurinnar vekja síðan ákvörðun í brjósti litlu stúlkunnar, úm að verða góð og iðin stúlka alla næstu viku. — Næsta laugardagskveld færir svo litla stúlkan mömmu sinni hreðkukippu heim úr skólagarðinum, o. s. frv. Þá er jeg með hreðkukippunni kominn að hinni hagnýtu hlið málsins, og þá hlið á almenningur hægast með að skilja. — Það er málefni munns og maga. Einmitt í skólagörðum eiga börnin að læra að þekkja al- gengustu jurtir, sem ræktaðar eru, jafnframt þvi, sem þau eiga að læra þar hin nauðsynlegustu handtök þeirra starfa, sem þau hafa gagn af að kunna. Þó garðrækt sje, enn sem komið er, lítill aukaatvinnuveg- ur íslendinga, þá bíður þó flestra barnanna, einktfm stúlku- barna, ræktun í einhverri mynd. Flestar húsmæður rækta blóm í stofum sínum eða í litlúm görðum við húshliðina, og fjöldi landsmanna fást að einhverju leyti við ræktun nytjajurta. Þegar lítið er yfir garða fólksins, eða blómin í stofum þess, þá sjest fljótt mikill munur á útliti jurtanna, þótt öll ytri skil- yrði virðist vera lík. — Sumum jurtum líður vel, en öðrum illa. Það er aðeins ill og góð hirðing, sem skapar þenna misrnun. Ein húsfreyja kann að hirða blómin sin, og hefir hug á því, en hin kann ekkert til verksins, en er þó að bjástra við það. Þetta nægir til að benda á hina brýnu nauðsyn á fræðslu í þessum efnum, vegna þess, að því aðeins.er rjett að rækta blóm og nytjajurtir, að hvorttveggja sje vel hirt. Það þarf ekki síður aö kenna hinum uppvaxandi húsmæðrum þessa lands að hirða og rækta blómin sín, en áð kenna þeim að sauma (kunstbrodera) blóm í ljósadúka. Einnig er rjett að benda á, að þar sem garðrækt vor er í slíkri bernsku, þá er því meiri fengur að nota skólagarðana

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.