Menntamál - 01.07.1927, Page 8

Menntamál - 01.07.1927, Page 8
88 MENTAMÁL svo flokksforingjar fyrir þá drengi, semi við bætast. — ís- lenskir skátaforingjar — jeg ]>ar á meðal — eru mjög fúsir ,á að veita upplýsingar og leiðbeiningar urn skátastörf, þeim sem þiggja vilja, Rjett er að geta þess, að til eru kvenskátafjelög, með svip- uðu sniði og drengjafjelögin og sama tilgangi, en ekki er sá, sem þetta ritar, kunnugur þeim. Eitt að lokum: Það, sem hjer er mælt um skátahreyfing- una, er ekki sagt í andartaks hrifningu, heldur eftir hartnær sjö ára skátastarf og náin kynni af skátum, heirna og erlendis. Það eru orð reynslunnar. Aðalsteinn Sigmundsson. Brjefaskifti milli íslenskra og danskra kennara. Það mun mörgum kunnugt, að ungir menn og konur í ýms- uni löndum tíðka það mjög á vorum dögum, að standa í brjefa- skiftum og aíla sjer þannig margs fróðleiks, frá íjarlægum ströndum. Þetta hygg jeg að danskir og íslenskir kennarar gætu notað til að auka skilning og góða sambúð meðal sambandsland- anna, Danmerkur og íslands. íslenskum kennurum ætti að vera það ljúft, já kappsmál, að greiða fyrir rjettum skilningi á hinu „unga íslandi“ meðal annara þjóða og ]iá sjerstaklega í sam- bandslandinu. Auðvitaö veldur það nokkrum örðugleikum í fyrstu að rita Drjef á dönsku, en jeg er þess fullviss, að eng- inn danskur kennari mun taka hart á þvi, þó að einstöku mál- fræði og stafsetningarvilla slæddist með, 'af og til. Hjá ])ví verður auðvitað ekki komist. En brjefaritunin myndi óhjá- kvæmilega verða íslenskum kennurum góður skóli í dönsku máli. Sem vænta má, er þekkingu manna hjer mjög svo ábótavant á íslandi og íslendingum. En eigum við ekki sjálfir mikla

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.