Menntamál - 01.01.1928, Síða 5

Menntamál - 01.01.1928, Síða 5
MENTAMÁL 19 lítill, ef ekki er hugsaö fyrst og frenrst um kenslu eftir fastri og skipulagsbundinni aöferö. Oröiö söngkensla er samsett orö, en í reglugeröum og stundaskrám er venjulega látinn nægja fyrri hluti orðsins — söngur, námsgreinin heitir söngur. Sú skoðun er nokkuð al- menn, að í söngtíma eigi ekki aö kenna á annan hátt en að sungiö sje etftir hljóöfæri. Það á aö syngja og syngja, hver sem betur getur, þar til lagið er komið inn i kollinn og situr þar. Eftir þessu ætti letsrarkenslu aö vera þannig háttað, aö barninu væri kendar sögur og ljóð utan að, þangað til þau kynnu það í runu. En hver myndi láta sjer detta i lmg, aö þau kynnu að lesa fyrir því ? Lögin seni veriö er aö syngja, veröa aðalatriðið fyrir kenn- aranum, en ekki nemandinn. Nemandinn verður að leggja fram sína litlu krafta, eins og hann hefir bezt vit á, svo að söngurinn verði sem Ireztur, hann er að eins í þjónustu söngs- ins. — En á þennan hátt lærir enginn að syngja, og því sið- ur að hafa yndi af söng. Nei, það er siðari hluti orðsins, k en s 1 a, sem leggja verð- ur alla áherzlu á, eins og í öðrum námsgreinum, ef fara á eftir þörfum nemandans og tilgangi skólanna. Gleymum því ekki, að í barnaskóla höfum við fyrir okkur óþroskaðar sálir með miklum möguleikum, en vantandi þekk- ingu og leikni á öllum sviðum. Alt verður að kenna með orðum, dæmum og athöfnum. Ef kennari vanrækir að kenna, þá þarf ekki að gera ráð fyrir árangri, a'f hvað miklum ákafa sem unnið er. Það er í raun og veru undarlegt, að söngurinn skuli hafa fengið þessa sjerstöðu meðal námsgreina skólanna. í reikningi, skrift og teikningu er ekki heimtuð vinna frá hálfu nemand- ans, fyr en honum hefir verið gert ljóst með dæmum og at- höfnum, hvað og hvernig; í leikfimi sömuleiðis. Þau haifa þó stæltan skrokk, geta hlaupið og klifrað, löngu áður en þau koma í skólann. Það er ekki nóg, að eitthvað sje gert, fyrir þá, sem eiga að læra og mentast af verkefninu, skiftir

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.