Menntamál - 01.01.1928, Page 6

Menntamál - 01.01.1928, Page 6
'JO MENTAMÁL mestu máli, hvernig þaS er af hendi leyst. AöalatriðiS er upp- eldi til almennrar mentunar. Námsgreinirnar eru lei'öir a'S því takmarki, en ekki takmarkið sjálft. Þegar börnin byrja skólagöngu sína, hafa þau dálitla rödd, næmt eyra og kunna ef til vill nokkur lög, en aö þau kunni a'ð syngja, skyldi eng- inn láta sjer detta í hug, og að ekki þurfi annaö en aö birgja þau upp meö sönglögum í eitt skifti fyrir öll. Sömuleiöis er þa'ö álíka fjarstæða, aö þau, sem ekki eru reiðubúin til að láta rödd og söngnæmi í ljós, þurfi að vanta þá hæfileika, þó aö til sjeu undantekningar. Þegar bamiö kemur í skólann, kann þaö ólíkt meira í ís- lenzku en i söng. Samt er byrjaö aö kenna því, eins og þaö kunni ekki neitt. Því eru kend hljóö og tákn lesmálsins, látiö gera grein fyrir efni, bæöi munnlega og skriflega, segja frá og lesa á bók. Því er kent, eins lengi og þaö er í skólanum. Þannig er þaö vitanlega i öllum námsgreinum. Uppeldisfræöi- legum reglum er fylgt, eins og hver hefir bezt vit á, og þaö vita allir aö gefur beztan árangur, hinn hægi vaxtarþroski, sem engu gleymir og ekkert vanrækir. Ritæfingar, reikningsdæmi, leikfimisæfingar og lesælfingar o. s. frv. alt eru þetta að eins verkefni til að þroska hæfileika, til aö byggja upp líkamlega og andlega mentun neniandans. A 1 m e n n m e n t u n og 1 e i k n i, fengin meö skynsam- legum vinnubrögðum, er takmarkið, sem allir hinir mörgu þættir fræöslunnar stefna aö. Þaö er jjessi skynsamlega og viðurkenda uppeldisregla, sem einnig verður aö heita í þeirri námsgrein, sem heitir söngur. Hvaö er þá markmið söngkenslu? Takmarkiö er þaö sama og í öörum námsgreinum, börnin veröa áð fá undirstöðuatriði söngmentunar — þekkingu og leikni, sem samtíöin krefur af mentuðum l^orgara jjjóðfjelagsins, geta tekið þátt í aljjýöu- og kirkjusöng og notið þess bezta og göfugasta i söng og „musik". Þetta markmiö er í samræmi við aðrar námsgreinir og tilgang barnaskólans í heild. Þaö eru nemendurnir, sem eru aöalatriöiö í kenslunni. Kennarinn má hvorki vera upp-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.