Menntamál - 01.01.1928, Page 16

Menntamál - 01.01.1928, Page 16
30 MENTAMAL skcrf þeirra í fundahölclunum. Dr. Nordlund talaði fyrir minni fjelagfsins „Norden“, og fór fögrum oröum um starfsemi þess. Yfirleitt mátti segja aö námskeiöiö hafi fariö í alla staöi ágætlega fram. Var mikil og fjörug kynning milli þátttak- enda, og andaöi hlýju og vinarhug hvarvetna. Var þaö álit allra, aö mótiö heföi náö tilgangi sínum, bæði frá sjónarmiði uppfræðslustarfseminnar og aukins skilnings og bræðralags meðal kennara þeirra frá Norðurlöndum, er það sóttu. Má vænta þess, aö slikt mót 1>eri góöan ávöxt í starfi þessara manna í framtíöinni, og er þá vel farið. Guðm. I. Guðjónsson. Bækur. íslenzkar bókmentir eru næsta fátækar af ritum, er um upp- eldismál fjalla. Líða oftast mörg ár milli þess, aö bækur um þau efni koma út á tungu vora. Er því kennurum og öörum, er um uppeldisfræði fjalla vor á meðal, nauöugur einn kostur, aö afla sjer erlendra bóka, til þess aö auka fróöleik sinn og kynn- ast nýjungum. Mun þá flestum hægast, aö ná í og notfæra danskar bækur. Vil jeg því geta hjer stuttlega nýjustu danskra rita ttm uppeldisefni. „D e u n g e s S j æ 1 e 1 i v i Over g a n g s a a r e n e“ heitir allstór 1>ók (241 bls., Skírnisbrot), er út kom í fyrra, eftir Alfred Christiansen kennaraskólastjóra í Khöfn. Er hún rituð af ástúð og ágætum skilningi á sálarlífi æskumanna, og hleypidómalaust, að eg bezt fæ sjeö. Eru þar greinilega skýrö- ar breytingar þær og byltingar, er verða á sálarlífi unglinga á gelgjuskeiði, uni ]>aö leyti, 'er þeir stíga hiö stóra spor frá bernsku til fullorðinsára. Jafnframt eru þar fjölmargar bend- ingar til leiðtoga og uppalenda. Efni þetta er þýðingarmikið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.