Menntamál - 01.07.1928, Síða 3
MENTAMAL
ÚTGEFANDi: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
IV. ÁR Júlí - Ágúst 19-8 5. BLAÐ
Myndun fræðslusjóða í sveitum.
(Björn Gu'Önason, ungur bóndi á Stóra-Sandfelli í Skriðdal, ritar
hjer merkilega grein um nýmæli i skólamálum, myndun fræðslusjóða,
sem liann hefir sjálfur gerst frumkvöðull að í sinni sveit. En að mörgu
fleiru er greinin athyglisverð, og ber vott um gjörhygli höfundar og
skilning á því, hverja þýðingu mentunarskilyrðin hafa fyrir viðgang
sveitanna. — H. Hjv.).
SíÖan er landið Itygðist, hefir þjóÖin lifað mest í sveitunum
á landbúnaÖi. Um tíma náði hún þar svo miklum þroska, að
þær bókmentir, sem þá urðu til, eru taldar með þeim beztu,
sem heimurinn á. Þrátt fyrir margra alda erfiðleika, sem þjóðin
hefir átt við að búa í seinni tíð, halda góðir menn því fram,
að dýrmætasta eign hennar, hæfileikarnir til andlegs og líkam-
legs þroska, hafi varðveizt óskemdir eða jafnvel aukist. Það,
að sveitirnar Itafa gctað geymt þennan dýrmæta arf feðranna,
jafn lítið og fyrir þær hefir verið gert á liðnum öldum, bendir
til þess, hvaða þroska þær hafi að bjóða, með aukinni rælct
og bættum skilyrðum. Á seinni árum hefir verið gerbreyting á
lifnaðarháttum landsmanna. Síðan að Ameríkuferðirnar hættu,
hefir fólkið flutt úr sveitunum til kaupstaðanna, og nú er svo
komið, að aðeins rúm 40% landsmanna lifa í sveitunum, á land-
búnaði. Það er ekki óeðlilegt, þó að fólkið hafi flutt úr sveit-
unum til kaupstaðanna, því að þeir virðast hafa ýmis þægindi
að hjóða, fram yfir þær, sem menn sækjast einna mest eftir.
Kaupgjald er þar að jafnaði hærra, húsakynni yfirleitt betri,
skemtanir meiri og fjölbreyttari. En það, sem jeg hygg, að