Menntamál - 01.07.1928, Side 6

Menntamál - 01.07.1928, Side 6
68 MENTAMÁL náms síðar litlir. Auk þess er ljeleg barnafræ'Ssla mikill þrándur í götu við alt síðara nám. Viða í sveitum verður barnakenslan að fara fram á tnörgum stöðum, og stundum í misjöfnum húsakynnum. Hvert barn á, samkvæmt fræðslulögunum, að njóta helzt ekki rninna en þriggja mánaða kenslu á vetri. En það mun æði oft verða misbrestur á því. Kennari er óvíða hinn sami um mörg ár, en það mun vera um barnakenslu eins og önnur vandasöm störf, að til þess að hún sje góð, þarf mikla æfingu; því er það ntikið tjón, að missa kennarana frá starfi sínu, þegar þeir eru búnir að fá hana. En aðstaða barnakennaranna í sveitunum er ekki sú, að það sje fýsilegt eða arðvænlegt að gera barnakenslu þar að æfistarfi. Heppilegasta leiðin, scm enn hefir verið bent á, til þess að koma á góðri barnafræðslu í sveitunum, mun vera heimavistaskólar. Væru þeir reistir á góðum jörðum, sem kenn- ararnir gætu fengið ábúðarrjett á, þá eru miklar líkur til þess, að margir barnakennarar i sveitmn gerðu barnakensluna þar að æfistarfi. Börnunum yrði þá að líkindum skift i tvo ílokka eftir aldri og þroska. Hvor flokkur fengi þriggja mánaða kenslu. Kenslan yrði greiðari og skemtilegri, bæ'öi fyrir kennara og nemendur. Það er ekki nóg, að heimavistarskólar verði reistir í sveitum. Jáfnframt verður að tryggja þá fjárhagslega, svo að þeir hafi það, sent þeir þurfa, til þess að geta orðið sem beztir og full- komnastir, og hvert barn geti verið í þeim kostnaðarins vegna.' Laun kennaranna eiga að vera svo góð, að þeir geti helgaö kenslunni starf sitt óskiftir. Skólarnir þuría að verða fyrir- myndar skólar, sem vinni jafnt að andlegum og líkamlegum þroska æskunnar í sem nánastri samvinnu við heimilin. Þegar farið er að ræða um það, að koma upp heimavistar- skólum í sveitum, og bæta kensluna, dylst það ekki, að kostn- aðurinn, sem af því leiðir, verður æ'ði tilfinnanlegur, bæði fyrir sveitafjelögin og rnarga einstaklinga. Hann yrði oft svo mikill, að margir gætu ekki staðist hann af eigin ramleik, að minsta kosti ekki án þess, að verða um leið að neita heimilum sínum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.